Vísir - 20.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1911, Blaðsíða 2
62 V I S I R Raddir almennings. Höfrtin, Það var ekki lítill spenningur í fólki lijer í vetur, fyrir og um þing- tíman, út af því hvernig liafnar- málinu mundi reiða af hjá þinginu. Margir óttuðust að þingmennirnir úr sveitunum, og fjarlægri sýslun- um mundu verða málinu erfiðir, og máske koma því fyrir kattarnef. Og þá virtist það vera alvarlegt áhuga- mál allra borgarmanna undantekn ingalítið, og allrar bæarstjórnarinnar, að málið fengi framgang hjá þing- inu. Þó einhverjar undantekningar hafi verið til, sem af eigingirni eða sjervisku heldur hefðu kosið hafnar- gjörð einhverstaðar annarstaðar t. d. við Skerjafjörð, eða Hafnarfjörð eða hver veit hvar, þá ljetu þessir fáu ekkert á sjer bæra í vetur. Vissu að það var ekki til neins, og húktu svo þegjandi í sínu horni. Alþingi reyndist Reykvíkingum vel. Það afgreiddi hafnarmálið mjög viðunanlega fyrir bæinn, svo ao nú var þeim steini rutt úr vegi máls- ins. Þótti nú flestum sem því máli væri borgið, og sáu þegar í anda hafskipin liggja í röðum meðfram »bólverkinu.« Farþega, skipsmenn og bæarbúa ganga þurrum fótum fram í skipin og úr þeim í land, og vöruvagnana þjótandi frá og til skipshliðanna. Þetta var eitthvað annað en bátaflutningurinn gatnli milli skips og lands. Hann varnú saga tóm. Og það þurfti reyndar ekki svo mikið bjartsýni til að líta þannig á málið. Þetta sýndist nokkurnveginn sjálfsagt áframhald af því sem komið var. Síðan þingi sleit hefur lítið eða ekkert verið rætt eða ritað um mál- ið. Það hefur sem sagt þótt vera á öruggum vegi til að komast í kring. Þangað til nú nýlega að kemur hljóð úr horni, og það heldur illa samróma við vonaróðinn.sem sung- inn liafði verið til þessa. Hljóðið úr horni sagði nefnilega: — Þ'að fæst hvergi Ián til hafnargjörð- arinnar fyrirhuguðu í Reykja- vík. Jeg held að menn hjer sjeu ekki búnir að átta sig á þessum boð- skap. Haldi annaðhvort, að þetta sje flugufregn, eða þá að lítið sje enn til reynt, og muni þetta því fljótt lagast, Að öðrum kosti skil jeg ekki, að bæarmenn og blöð þeirra tæki þessari fregn með svo mikilli ró — eða ljettúð — einsog mjer virðist vera gjört. Jeg trúi fregninni — trúi því að búið sje að reyna mikið, mjög mikið til þess að fá lán erlendis til hafnargjörðarinnar hjer, en árangurs- laust. Og jeg tel þetta einhverja hina verstu frjett sem þessari borg gat boríst. Það þykir nú kannske í fljótu bragði ótrúlegt, að erfitt sje nú að fá Ián erlendis fyrir höfuðstað ís- lands. En mjer fyrir mitt leyti þykir nú raunar ekkert trúlegra, en að hvorki Reykjavík nje yfir liöfuð ísland eða íslendingar, hafi nokkurt lánstraust erlendis, eins og búið er að útdjöfla öllu íslensku í auguni annara þjóða. Námu-»svindlið« hefur víst enn ekki aflað álits í útlöndum, veðdeildarbrjefin eru komin ofan í 95 pct. og' fæst þó enginn kaup- andi að, svo fallega er búið að fara með álit banka landsins, og svo kemur nú aðflutningsbannið, sem að minsta kosti í sumum löndum mun ekki auka viðskiftum okkar álits eða fylgis. Og ofan á allt þetta bætist að síðustu þing hafa fá þau þjóð- þrifamál haft með höndum, sem aukið geti álit annara þjóða á oss og vakið samhug þeirra með oss. Það er ekki svo fallegt, hvorki í nánd nje tilsýndar, að sjá þing- menn fátækrar þjóðar, sem flest er í kalda holi hjá, eyða fullum helm- ing þess tíma, sem þeir eru kosnir og launaðir til að verja landi og lýð til gagns og sóma, í eigin- girnisþras um hver valdasessinn skuli skipa, og bítast eins og óarga dýr um bráðina í landsjóðnum. Pólitíska ástandið í landinu er að verða það forað, sem tortímir öllu góðu og þörfu þjóðarstarfi, eins hafnarfyrirtæki Reykvíkinga eins og öðru. En samt sem áður verða nú Reykvíkingar að hefjast handa í þessu hafnarmáli og gjöra allt, sem hugsanlegt er að gjöra til að koma málinu í fljóta framkvæmd. Það er lífsspursmál fyrir bæinn, að farið verði að vinnaað hafnargjörðinni tafarlaust. Það þarf að byrja á því verki nú á komanda hausti, ef nokkur Ieið verður fundin til að gjöra það mögulegt. Mundi nú ekki íslandsbanki geta hlaupið undir baggann og lánað fjeð? Hann er nú orðinn eina reipið hjer, sem að nokkru liði er nú í seinni tíð, eða hvað ætli ís- lensku botvörpuútgerðinni liði, ef hann hefði ekki verið, og sama má víst segja um fleiri fyrirtæki. Þó bankinn kannske ekki gæti látið lánið eins ódýrt, eða nieð eins hag- kvætnum kjörum, eins og menn iiafa vonast eftir að fá það erlendis, þá væri samt ekki áhorfsmál fyrir Reyk- víkinga að taka það, bara ef það fæst. Það verður aldrei með þeim ókjörum, að ekki verði stórhagurað taka það, á móti því, að bíða enn von úr viti með hafnargjörðina, og ekki einungis glata með því móti allri þeirri atvinnu, sem hafnar- gjörðin veitir bænum, og hjer er svo átakanleg þörf fyrir, heldur og láta aðra verða á undan með hafn- argjörðir sínar, t. d. Þorlákshöfn, og stofna þar með fyrirtækinu í þann voða, sem getur drepið það í fæð- ingunni. Bæarstjórnin verður nú að hefj- ast handa, og það fljótt. Hafn- leysi borgarinnar, atvinnuskortur borgaranna, samkeppni annara staða o. fl. o. fl. — allt eggjar hana nú lögeggjun — að Iáta nú höndur standa fram úr ermuin. Á höfninni þarf að byrja í haust. Reykvíkingar. Dulnefni. í engu eru þeir íslendingar sem í blöð rita eins samtaka og í þvi að rita undir dulnefni. Hjer um bil í hverju vikublaði, sein út kem- ur, eru ein eða fleiri ritgjörðir, með dulnefni undir; oftast eru þessi dulnefni einhver nafnskrýpi útlend eða innlend. Þó skarar Vísir — eða þeir sem í hann rita — langt frani úr öðrum blöðum, með dul- nefnaritgjörða-fjölda, t. d. í 4. flokk Vísis eru 71 ritgjörð og undir 64 af þeiin eru dulnefni; þó eru ekki taldar með þær ritgiörðir er Vísir hefur birt úr öðrum blöðum, sem fleslar eru með dulnefni. Þessi dulnefnaritun er orðin sönn þjóðarplága, enginn getur metið til verðs það tjón sem þjóðin bíður af þessum myrkraverkum (= dul- nefna-ritun). Þeir menn, sem rita undir dularnefni hljóta að bera mjög litla sómatilfinningu fyrir sjálf- um sjer og siðferðistilfinnig þeirra lilýtur að vera afar-sljóf. Það liefur ætíð verið talin ragmenska og ves- almenska að hyljast í myrkri og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.