Vísir - 21.07.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 21.07.1911, Blaðsíða 1
98 17 Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá25. jiiní. kosta: Á skrifst. 50a. Send út uni landóO au. — Einst.blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Föstud. 21. júií 1911. Sól í hádegisstað kl. 12.34'. Háflóð kl. 12,27' síðd. Háfjara kl. 6,39' síðd. Afmæli. Jón Jónsson, beykir. Daníel Kr. Oddsson símþiónn, Pcstar á morgun: Þingvallavagn fer kl. 9 árd. Ceres kemur frá útlöndum. Austri kemur. Hafnarfjarðarpóstur kemur kl. 12. fer kl. 4. Veðrátta í dag. O é O ti be Reykjavík Isafjörður Blönduós Akureyri Orímsst. Seyðisfj. Þórshöfn 758,2 -4-10,0 °l 761,5 T 7,6 -1- 9,S A 2 ! 762,3 S 1 759,4 4-12,5 NV 1 725,5 -4-11,9 SA 2 762,5 4- 7,3 ANA 1 758,7 -|-10,1 A 3 Ljettsk. Alsk. Hálfsk. Hálfsk. Ljeitsk. Alsk. Alsk. Skýrlngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormiir, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Ur bænum. Bæarstjórnarfundur var hald- inn í gærkveldi og voru 12 mál á dagskrá. 11 fiilltrúar voru á fundi til kl. 8 en þá var kveldverðarlilje til kl. Q. En kl. Q komu ekki nema 7, sent var eftir fleirum, en kom fyrir ekki. Varð þá að hætta við fund þar sem 8 fulltrúa þarf t:l þess að fundarfært sje. Mun nú eiga að reyna að koma á aukafunji í kveld eða á morgun til þess að ljúka dagskránni. *Jxí úUötvdum. Alþjóða fiskisýning verð- ur haldin í París í november og desember þetta ár. Þangað sækja allar Norðurlandaþjóðirnema íslend- ingar. Alþjóða rnjólkurbúa- fundur í Stokkhólmi byrj- aði 26. f. m. og voru þar saman komnir menn frá 800 mjólkurbú- um víðsvegar að úr heiminum, þar á meðal nokkrir frá Japan. ' Þeir ætla að ferðast um Svíþjóð þar sem mjólkurbúin standa með mest- um blóma og verða síðan í kon- ungsboði. Frá Suðurskautsför Norðmanna. Það hefur nú vitnast að efni voru af skornum skamti til þeirr- ar farar. Þegar Amundsen kom til Buenos Aires á suðurleið átti útgerðin ekki meiri peninga eftir en 90 krónur. En það vildi til happs að þar voru tveir efn- aðir Norðmenn sem lögðu fram 200 þúsund krónur og var það nægilegt til þess að ferðinni yrði haldið áfram. Heimsmeistari írastarferð á bifreið varð í síðasta mánuði Bob Burmann frá Vesturheimi. Hann fór röstina á 21,4 sekúndu í bif- reið sinni. Míluna ætti hann þá að fara á 2,6 mínútum eða um 24 mílur á klukkutímanum. Háskólinn í Reykjavík. Hví sendi Hafnarháskóli ekki heiilaóskaskeyti til háskól- ans hjer er hann var settur á stofn? Þessu hefur háskólarektor Dana Dr. phil. Kr. Erslev svarað á þessa leið (í Politiken): »Ástæður til þess að Hafnarháskóli [Universitet] hef- ur ekki sent hinum íslenska háskóla (Höjskole d: alþýðuskóli?) heilla- óskaskeyti er sú að vjervissum ekki um stofnun hans fyr en vjer lásum um hana í blöðunum. Frá Há- skólanum höfum vjer ekki fengið neina tilkynningu um að hátíða- hald væri í vænduni og höfðum ekki fengið neitt heimboð — — Annars verður ekki sagt að stofn- un Reykjavíkur háskóla sje neinn merkisviðburður, því að því er jeg frekast veit er háskóli þessi aðeins samsteypa þriggja skóla sem hafa staðið lengi og við háskólann munu aðeins vera settir tveir Docentar.« Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124. Raddir almennings. Fjóshiti f sjónum íslendingar hafa oft kvartað yfir því, að þeir gæti ekki baðað sig í sjónum, sökum kulda hans. Og ýmsar fleiri ástæður hafa þeir bor- ið fyrir sig, meðal annars þá, sem ráðin hefir verið bót á með sund- skálagjörðinni við Skerjafjörð. Nú hefir náttúran tekið enn betur í taumana og rutt aöalhindruninni af veginum, en það er sjávarkuldinn, — að minsta kosti fyrir sumum. Nú er sjórinn orðinn 15 st. Ceðaeins og talinn er hæfilegur hiti á kúm í fjósi, og þykir mörgum mannin- um það sæmilegur hiti. Úr því sem komið er, virðist því ekkert annað að gera fyrir þá, sem hafa tækifærin — karl og konu — en að fara suður í Sundskálann við Skerjafjörð og fá sjer þar nú, — þó ekki væri nema einu sinni — duglegt bað, ella máálíta að ástæð- urnar hafi verið aðrar, og legið of nærri þeim sjálfum til að koma í ljós. Pórir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.