Vísir - 21.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1911, Blaðsíða 2
Notið SUNDSKÁLANN Til athugunar fyrir verslunarfólk. Vinnutíminn. Nl. Jeg hygg að til þess inegi ýms ráð finna. Vii jeg lijer benda á eina aðferð, sem jeg álít að komið geti að haldi. Aðferðin er sú, að skifta vinnutímanum að nokkru leyti milli starfsfólksins í hverri búð — láta það liafa vaktaskifti, ef svo mætti að orði kveða. Þar sem fleiri en einn verslunarþjóna eru í búð, er þetta injög hægt, og þarsemaðéins er einn þjónn, verður húsbóndinn að taka þátt í búðarstöríunum á þann hátt, að þjónn hans geti hafi sama vinnutíma eins og stjettarbræð- ur hans í öðrumbúðum, sem fólks- fieiri eru. Þar sem húsbóndinn er einn í búð sinni, kemur þetta ekki til greina. Hann ræður þá sínum vinnutíma sjálfur Að eins ætti hann að vera samningum bundinn um að loka á sama tnua og aðrir, til þess að vekja ekki óánægju hjá þeim með samkeppni, sem þeirekkigætu tekið þátt í vegna samninga við verkafólk sitt. Skifting vinnutímans hugsa jeg mjer þannig: Búðin er opnuð kl. 8 að morgni og kemnr þa helmingur verslunar- fólksins og er til kl. 6 e. h. Hinn helmingur fólksins kemur í búðina kl. 12. á hád. og er til kl. 10 e. h. Alt verður fólkið saman í búðir.m frá kl. 12 á hád. til kl. 6 e. h., en hver helmingur um sig er 10 tíma á dag í búðinni, en af þeim tíma verður matartími fólksins að takast. Sá hluti fólksins sem kemur í búð- ina kl. 8 að morgni og er til kl. 6 e. h. þennan daginn, kemur aftur í búðina næsta dag kl. 12 á hád. og er til kl. 10 e. h., og gengur þannig til skiftis. Með þessu fyrirkomulagi er það unnið, að verslunarfólkið er daglega 2 klst. skemur í búð en nú gerist minst; þ. e. 10 stundir í staðinn fyrir 12. Og þó verða búðirnar opnar 2 stundum lengurdag hverri en nú gjörist, þar sem þeim nú er lokað kl. 8 e. h., eða í staðinn fyrir að vera nú opnar í 12 stundir, frá kl. 8 f. h. til kl. 8 e. h. verða þær með þessu fyrirkomulagi opnar í 14 stundir, frá kl. 8 f. h. ti! kl. 10 e. h. Með þessu fyrirkomulagi er og það unnið, sem ekki skifbr min'na máli, að verslunaríólkið fær nokkurn tíma til eigin nota á þeim tíi..um dagsins, sem því er til gagns að hafa afgangs skyldustörfum sínurn. Annan daginn nokkrar stundir fyrir hádegi, hinn daginn nokkrarstundir eftir miðaftan. Verður það miklu lieppilegri frítími fyrir fólkið, heldur eu þó það fengi lausn eftir kl. 8 e. h. alla daga jafnt. Jeg skal nefna bað til dæmis, að eins og nú er hagað vinnutíma verslunarfólks hjer, er því algjörlega meinað að líta í bók á lestrarsainum í safnhúsinu, því honum er lokað einmitt kl. 8 á kvöldin, og ekki er hann opinn á sunnudögum, svo að þá sje hægt fyrir þetta fólk að konia þar. Sama er að segja umtímakenslu fyrirþað fólk er hennar vildi njóta. Það er niiklu hægra og hentugra að fá tímakenslu á þeim tímum dagsins einkanlega frá kl. 6—9 e. h. heldur en að eins eftirkl. 9 á kvöldin eða seinna, og svona mun vera um all- flest, sem fóikið geturgjört, ogþarf að gjöra fyrir sjálft sig. Jeg ætla ekki að fara lengra út í þetta að sinni. Jeg get vel ímyndað mjer, að þetta fyrirkomulag vinnu- tíma verslunarfólksins verði fyrir andmælum og aðfinningum, en því verða nú flestar tillögur til breytinga á gömlum venjum að sæta. En ekki trúi jeg öðru, en að þessi til- laga mín — máske nokkuð breytt og löguð — geti talsvert bætt úr því ástandi sem nú er á umræddu efni, og það er aðalatriðið. Verslnnarmaður. Dalnefni. i. Herra Guðm. Þorláksson skrifar í Vísi í gærog átelur ossíslendinga mjög fyrir hvað oss sje gjarnt að rita undir dulnöfnum, og þykir það Ijótt og lýsa sómatilfinningarleysi að gera slíkt. Jeg get verið honum samdóma uin það, að það sje vesalmenska og ljótt að vega aftan að mönnum með skömmuin og illgirnisþvaðri eins og þeir gera, er nota dulnefni undir slíkar greinar, og þetra sje ekkert að skrifa en að skrifa slíkt og skammast sín þó fyrir. En aftur á hinn bóginn mundi það oft og tíðum þykja svo, sem að sumir þeir menn, er rita kurteisar aðfinningar, sem á fullum rökum eru bygðar og oft og tíðum nauð- synlegar, það mundi þykja sem þeir væru að trana sjer fram og gjöra sig merkilega, enda mundu slíkar greinar baka þeim óvildar.og er það oft ilt í jafnlitlu fjelagi, þar sem hver þekkir annan og flestir hafa meira eða minna saman að sælda. Yrði því slíkar greinar oft- ast óskrifaðar, og mun þó herraG. Þ. játa, að oft — og oftar en gjört er — væri nauðsynlegt að benda á gónuhlaupin, finna að strákapörun- unum, leiðbeina fáráðlingunum, sem fást við að rita um ýmilegt, sem þeim er alveg um megn. Margar ráðstafanir eru gjörðar og fram- kvæmdar meðfram af því, að menn ógjarnan vilja koma fram með að- findingar, þar sem vinir og kunn- 'ngjar eiga að hlut. Þegar svona er ástatt, er eigi unt að komast hjá að nota dulnefni. Enda ritar margur hið rjetta nafn sitt, þótt aðrir ekki kannist við það eða þekkja mann- inn og halda að sje dulnefni, eins og t. d. Guðmundur Þorláksson og jeg undirritaður. Jón Jónsson. II. Þeir menn, sem hafa ekki merk- ara mál nje þarfara um að skrifa, en Guðmundur Þorláksson, þjást reifn’ega af ritsýki eða öðr- um kvilla. Og svo fáfræðin. Höf- un n heldur auðsjáanlega, að Vísir sje eina blað hei sins, sem birtir greinar með dularnefnum, en jeg get frætt hann á því, að stærstu blöð heimsins fylgja einmitt sömu aðferð. Það er svo guði fyrir að þak a að hingað berast stöku sinn- um erlend blöð. Vildi höfundurinn ekki t. d; taka sjer í hönd heims- blaðið Daily Mail eða fremsta blað Dana, Pol tiken ? Þar fær hann að sjá í hverju einasta tölublað1 margar greinir með dulnefnum und- 'r. Og hvað er svo athugavert við þessa aðferð ? Jeg og mínir líkar skrifa vegna málefnisins, en þessi hötundur ritar auðsjáanlega vegna nafnsins að reyna að halda nafni sínu á loft. Reyndar eru flestir jafn nær, þótt nafn þessa höfundar sje undir greininni, því að sem betur fer hefur hann ekki rutt sjer þá braut í heimi blaðamenskunnar, að nokkur einasti maður, sem jeg hefi hitt að máli, síðan Vísi kom út, þekki hann. Jeg vona að ritstjóri Vísis haldi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.