Vísir - 23.07.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 23.07.1911, Blaðsíða 1
99 VÍSIR 18 Kemurvenjulegatít kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá25. júní. kosta: Á skrifst. 50a. Send út um landóO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr. á horninu á Hotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Sunnud. 23. júlí 1911- Mlösumar Hundadagar byrja. Sól í hádegisstað kl. 12,34'. Háflóð kl. 3,12' árd. og kl. 3,41' siðd. Háfjara kl. 9,24' árd. og kl. 9,53 síðd. Afmæll. Baldur Benidiktsson trjesmiður. Frú Gíslína Hjörlefisson. Póstar á morgun: Sterling til útlanda (Póstur kl. 5") Þingvallavagn kemur. Austri fer í hringferð (Póstur kl. 8.) Ingólfur fer til Oarðs kl. 6 og kem- ur aftur. Hafnarfjarðarpóstur kemur kl. 12 fer kl. 4. Úr bænum. Austri kom í gær og með honum allmargir farþegar. Meðal þeirra Jón Magnússon fógeti sem hafði farið snöggva ferð til Vest- manneya, og Þorvaldur læknir Pálsson. Ceres kom í morgun og með henni baronessa von Jáden, Miss. Leith hin góðkunna skáldkona, P. J. Thorsteinsson kaupmaður, Petersen Ingeniör, væntanlegur símastjóri í Vestmanneyum. Alls um 70 manns. Tiíristar margir. Dánir. Jón Kristjánsson frá Flatey á Breiðafirði 20 ára. Dó á Heilsuhælinu 15.-Sigurður Þor- kelsson, Vitastíg. Dó á Landa- kotsspítala 17.—Árni Árnason bóndi frá Gerðum 45 ára. Dó á Landakotsspítala 18. — Sighvatur Árnason Dbrm. bókavörður, fv. alþingismaður 87 ára. Dó 20. Húsauppboð. rlftir kröfu veð- deildar Landsbankans voru seld- ar í gær við uppboð þessar hús- eignir: Kl. 12, Bergstaðastræti 37,Jóh. Jóhannesson fjekk hana fyrir 1200,00 kr. Kl. 12V2, Laugavegur 24 aust- urendi, Sigurður Guðmundsson hreppstj. Selalæk keypti fyrir 3450,00£kr. Kl. 2, Grettisgata 58 B, Einar M. Jónasson lögfr. hrepti fyrir 3000,00 kr. Kl. 4 Mjóstræti 6. Jóh.Jóhann- esson kaupm. fjekk fyrir 1750,00 Kl. 5 Gíslholt, lagt út veðdeild- inni fyrír 2000,00 kr. igðisskýrsla landlæknis fyrir 1907 og 1908. Hún er komin út og er þar margt að sjá. Skaði, hvað skýrslan kemur seint. Fæðingum' fækkar. — Dauða- tula lækkar. Meðaltal á þúsund: Ár Fæddir Dánir 1861—'70 37,6 32,8 1871—'80 33,0 25,0 1881—'90 31,5 25,5 1891—'00 31,8 18,7 1901—'05 30,0 17.1 Skottulæknum fækkar. Af þeim voru 1907 1908 Bændur 32 26 Konur 8 7 Húsmenn 6 9 Prestar 4 4 Sjómenn 2 0 Trúboðar 1 2 Samtals 53 48 Barnadauði vex. Börn innan 5 ára hafa dáið (einkan- lega úr mislingum.) 1906.....258 1907.....385 1908......545 Ýmsir sjúkdómar. Mislingar komu snemma sumars 1907 til Rvkr. og fór um allt land. Voru mestir okt. — des., en þeim var lokið í ágúst 1908. Taugaveiki. 1907 ervissa um 241 sjúkl. 1908 um 334. Barnaveiki hefir gengið bæð ár- in allmikil. KSghósti enginn 1907 en kom í júní 1908 og fór um alt land. Hettusött. Hennar vart bæði árin. Skarlatssótt var lítil 1907 ogaö- eins vart 1908. Rauðir hundamokkuö 1907, að- eins vart J908. Lungnabólga. 1907 vissa um 179 sjúkl. 1908 um 317. Kyefsótt mikil bæði árin, Oarnakvef. 1907 taldir 1450 sjúkl. 1908 1398. Berklaveiki. 1907 skrásettir 272 sjúkl. sem hafa tekið lungna- tæringu það ár og 134 sjúkl. tekið veikina í önnur líffæri. 1908 skráðir nýir 280 sjúkl. ' með lungnatæringu, 179 í öðr- um líffærum. Holdsveiki. 1907 20 nýir sjúkl. en 1908 ekki nema 9 nýir sjúkl. Sullaveiki. 1907 82 nýir sjúkl. 1908 85 nýir sjúkl. Lekandi. 1907 taldir 146. Þar af 74 í Reykjavík og 33 á ísafirði. Margir af sjúkl. (c. y4) eru útlendingar. »Veikin er nú að sjálfsögðu talsvertal gengari en ætla mætti af þessum töl- um, því að skjrásettu sjúkl. eru nær eingöngu karlmenn, en það er víst að meir en helmingur þeirra fær sjúkdóminn af inn- lendu kvenfólki.« Sárasðtt. 1907 taldir 16 sjúkl. (Þar af í Reykjavík 6.) 1908 14 sjúkl. (Þar af í Rvk.9). KMði. 1907 taldir veikir 194, 1908 163. Brennivínsæði. 1907 21 (íRvkl4). 1908 18, (í Rvk. 13). "Vltan aj tatvdí. Eskifirði 18. júlí. Víðasthvar farið að slá og sum- staðar í hjeraðinu búið að hirða allmikið. Tún alstaðarilla sprottin, en verst þó uppi í hjeraði. Síld veiðist sama sem engin. Aftur geng- ur hvalveiðin vel. Ásgeirsson fjekk þrjá kvali á laugardaginn, 1 í fyrra- dag og 1 í gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.