Vísir - 26.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 26.07.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 75 ekki hart á slíkum hugsunarliætti, þá sýnist mjer hann mjög viðsjár- verður í alla staði. Því það er svo undur hætt við, er hann ryður sjer til rúms, að stundarhagnaður verði látinn sitja í fyrirrúmi fyrir fram- tíðarhag. En af því leiðir aftur að rjettilegur undirbúningur fyrir ó- komna tímanum fellur í vanrækt, en þar með er stoðum kippt und- an þjóðfjelaginu, til stórmikils meins fyrir þegnana sjálfa. Ameríka er nœgtaland. Það verður aldrei af henni skafið. ísland jafn- ast aldrei á við hana í þeim efnum. En ísland er gáfnaland meir en Ameríka fær eftirlíkt. Að minni ætlan er hægt að færa rök að því, að ísland er betur sett jarðfræðis- Iega til þess að skapa móttækileika gáfu eða náttúrugáfu en nokkur annar blettur á jarðríki. En á gáf- um einum saman lifa menn ekki. Þeim þarf að fylgja atorka. Líkam- legar nægtir einar saman gjöra mann- inn ekki sælan. Nœgjusemi þarf að blandast þeim. En nægjusemin verður ekki grafin úr jörðu í Ame- riku, nje heldur tekin úr loptinu á íslandi. Hún á sjer bústað í hug- skoti sjerhvers einstaklings. Eptir henni verður að grafa í tráarheim- inum. Vildum vjer aðeins taka að kjörorði voru þessi þrjú smáorð: gájur — atorka — nœgjusemi, mættu þau stuðla að því að minna oss á þrjú heztu atriðin í sannri lífsspeki. Ef vjer þess vegna ræktum gáfur vorar, beitum atorku vorri, ástund- um nægjusemi og þreytumst ekki, þá getur oss Iiðið vel á okkar dýra ættarlandi, með þær nægtir sem það hefir að bjóða. Ath. — Um Ieið og þessum sund- urlausu þönkum er lokið, er liafa verið ritaðar í bjáverkum, og því þjettsettar allskonar misfellum, bæði að rithætti og hugsun, ásamt prent- villum, sem góðfús lesari er beðinn velvirðingar á, vil jeg Ieyfa mjer að leiða athygli að einni slæmri ritvilu í landfræðisskýringunni í fyrri hluta greinarinnar, þar sem sagt er að Nýja Skotland sje eyland. Slíkt er vansæmandi ranghermi og þótti mjer vænt um að jeg kom auga á það sjálfur. Lýsingin sem þyrfti að vera sem styðst, hefði farið betur á þessa leið: Nýja Skotland er eymyndaður landtangi mikill á austurströnd Kanada; áfastur við meginlandið á tiltötulega mjóu eiði, minna en fing- mannaleið á breidd. Þessi villa var því óviðfeldnari er víkin að sunnan- verðu við eiðið er mjög svo nafn- kend fyrir liinn mikla hæðarmismun flóðs og fjöru (60 fet), er hvergi á sinn líka í heinii öllum. Ennfremur gleymdist mjer að nefna þau fjögur mánaðarrit, sem gefin eru út af íslendingum í Winnipeg. Kirkjublöðin þrjú: Sameiningin mál- gagn gömlu stefnunnar, ritstjóri síra Jón Bjarnason; Heimir málgagn Unítara, ritstjóri síra Ouðmundur Árnason og Breiðablik, málgagn nýju stefnunnar, ritstjóri síraFr. Bergmann. Og hið fjórða Kyennablaðið undir ritstjórn kvennfrelsiskonunnar húsfrú Nargrjetar Benediksson. Þetta tvent eru Iesendur beðnir að gjöra svo vel að leggja á minni. Þakka jeg svo öllum þeim, er þol- inmæði hafa haft til að lesa pistla þessa, og bið þá njóta vel. Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ----- Frh- Hann fór nú þangað, sem skóla- drengir voru að leika sjer. Honum var forvitni á að heyra til þeirra. Meðan þeir voru að leika sjer sagði einn af þeim eldri: »í dag liggur vel á okkur. Það er gott veður. Eigum við ekki að fara að yrkja ?« »Yrkisefnið getur verið til: Líf ræningjans.* I-Toreng langaði að heyra þetta og faldi sig í grasinu og hlustaði. Hinn ungi maður byrjaði: »Dimt ský hefur dregið fyrir sól- ina. Alt er dapurt á jörðinni. Ský þetta líkist stóru snæri til að veiða veslings fólkið á jörðinni.« Svo tók annar við og hjeltáfram. »Jeg hefi heyrt þá sorgarfregn, að óhræsis mandaríninn ætli að láta nú bráðurn lífláta unga stúlku, Tchun- Hyang að nafni.« »Hvers vegna æltar hann að láta taka hana af lífi?« spurði sá, sem fyrst hafði talað. »Óhræsis mandaríninn gerir ekki neitt, en hann hugsar ekki um ann- að en Tchoun-Hyang. En hún er eins og bambusreyrinn* og greni- tjreð*, breytist aldrei og er manni sínum trú.« »Hvílík ógæfa að hafa nú fengið þennan órjettláta mandarín í stað þess er hjer var áður.« »Hefir þessi Tchoun-Hyang ann- ars nokkurn tíma verið gift?« * Sígrænar jurtir. »Hún var gift syni hins fyrver- andi mandaríns, en honum hefur farist mjög illa við hana, því hann yfirgaf hana. Hann er grimmari en tígrisdýrið.* Þegar I-Toreng heyði þetta, varð hanri: reiður og kom fram úr fylgsni sínu og spurði, hver hefði verið að tala Hinn seki .gaf sig fram. »Hvað heitir þú?« spurði- I-Tor- eng. »Jeg heiti Tchong-Wan-Jong.« »Að því búnu sneri I-Toreng tiL Nam-Hyang, hryggur í huga. Meðan þessu fór fram sat Tchoun Hyang alt af í fangelsi og neytt' varla svefns eða matar og var því orðin mögur og veikluð. Einu sinni dreymdi hana að hún var komin heim til sín og hún sá blómin í garðinum sínum öll visin, spegilinn sinn brotinn og skónum sínum fleyg út fyrir þrepskjöldinn. »Þessi ljóti draumur er vissulega fyrirdauða mínum« hugsaði,Tchoun- Hyang með sjer, »en það er mjer sama um, mjer þykir aðeinSjt leiðin- legt að sjá ekki I-Toreng áður en jeg dey.« í sömu svipan gekk blind- ur maður fram hjá fangelsinu-. Hún \ kallaði á hann og bað hann að ráða draum sinn. Hann hugsaði sig lengi um og mælti svo: »þessi draumur er þjer sannarlega fyrir gæfu«. »Hvernig má það vera« mælti Tchoun-Hyang. Þar sem jeg er í fangelsi og verð innan skamms dæmd til dauða. Þú ert víst að gabba mig«. »Hversvegna efast þúum orð mín?« mælti hinn blindi maður, »Þú ert að vísu í fangelsi sem stendur, en þú munt ekki deyja þar og seinna veröur þú mjög gæfusöm.* »En hvað þýða þá visnu blóm- ! in, brotni spegillinn og skórnir í dyrunum? mjer virðist það hljóta að vera ógæfumerki*. »Taktu nú eftir, jeg skal segja þjer hvað það þýðir alt saman. Visnu blómin munu bera ávöxt brothljóðið í speglinum heyrist um öll lönd og skórnir í dyrunum tákna mannfjöldann sem kemur til að óska þjer til hamingju með gæfu þá, sem þú átt í vændum.« »Jeg þakka þjer kærlega fyrir«, mælti Tchoun-Hyang. Hvílík gleði ef alt þetta rætist* og hún rjetti hon- um peninga að launum, en hann bandaði þeim frá sjer með hægri hendinni en rjetti um leið fram þá vinstri og flýtti sjer að stinga þeim í vasa sinn. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.