Vísir - 27.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 27.07.1911, Blaðsíða 2
78 V í S 1 R Notið SUNDSKALANN Hundaþúfan á Sijórnar- ráðsblettinum. Ekki verður annað sjeð, en að þeir, sem standa fyrir minnisvarða- verkinu á Stórnarráðsblettinum, hafi aldrei sjeð, hvern’g venja er að búa út í kring um standmyndir.þarsem menn hafa mikla þekkingu og æf- ingu í þeim efnum. Nú á að fara að búa til heljar- tnikinn hól eða hundaþúfu utanum neðsta stöpulinn, svo að hann sekk- ur alveg í kaf, og við það sýnist myndin lækka mikið — hún má þó ekki við því — í stað þess að búa til grasi vaxin stöpul, bygðan í sama hlutfalli og steinstöpulinn og í samræmi við hann sem altaf smá minkaði, og ekld mætti eða ætti að vera hærri en svo, að 2 efstu stein- lögin af neðsta stöplinum væru upp úr. Með þessu lagi yrði fallegt í kring um myndasyttuna ogsamræmi í öllu verkinu, en að fara að búa þarna til kúlumyndaða hundaþúfu, sern ..gleypir allan undirstöðustöp- ulinn, er svo smekklaust og ljótt, að engu tali tekur. Jeg vona að einhver úr minnis- varðanefndinni komi viti fyrir for- stöðumanninn eða mennina um þetta, svo það verði okkur ekki til skapraunar, og minkunar, í augum allra, sem standmyndir hafa sjeð í öðrum löndum. Kdrí. Dulnefni. V. Svar til ónefningsins. Einhverjum »ónefndum« hefur sviðið það sárt, að jeg skyldi voga mjer að amast við þeirri »heppi- legu«*(H) reglu blaðagreinahöfunda að rita undir dulnefni. »Ónefndur« þessi hneykslast aðal- lega á því, að jeg skyldi setja skírnar- nafn mitt undir hana, kallar það dulnefni fyrir sjer o.s.frv. Kannske það hefði ekki verið dulnefni fyrir hann, ef jeg hefði skrifað mig t. d. »Ónefndur«, en auðsjáanlega hefði honum komið það betur, ef jeg hefði sett það eða eitthvað annað dulnefni undir greinina. * Sbr. orð hans sjálfs: »Enda er það af mörgum ástæðum álitið heppilegra að rita í biöð undir gerfinöfnum.« Einnighneykslast ónefndur áýms- um orðum í grein minni, að jeg kalla dulnefnaritun »þjóðarplágu« og »myrkraverk«. Ekki reynir hann að mótmæla þessum orðum, en þaö er af þeirri einföldu ástæðu, að hann getur það ekki. Hvað er »myrkra- verk«, ef ekki þau verk, sem fram-. in eru i myrkri ? Jeg hvorki get nje vil taka þau orð mín aftur, að dulnefnaritun beri vott um »litla sómatilfinningu* og »afarsljófgva siðferðistilfinningu*, því hvað ber dulnefnaritun vott um, ef ekki þetta? Einnig tekur hann upp þau orð mín, að það tjón verði ekki tölum talið, sem þjóðin biður við þetta. Þykist »Ónefndur« geta talið þaö? Mjer þætti gaman að sjá hjá honum hina rjetta útkomu. »Ónefndur« segir, að hver sem les útlend blöð sjái fljótlega, að einmitt mikill meiri hluti greinagna í þeim er undirskrifaður gerfinöfn- um. Þetta eru litlar málsbætur, því eigi er alt betra útlent en innlent, það hjeit jeg að »Ónefndur« vissi. Eftir þessari málsbótarmynd (! !) kemur eitthvert stagl, sem hvorki jeg nje margir aðrir skilja. Það eru sömu orðin upp aftur og aftur með litlum breytingum. Annað í grein þessari finst mjer ekki svaravert, þar sem hún sýnir að eins rithátt og siðprýði þessa fyrirmyndar-prúðmennis (! !) En um eitt get jeg frætt »Ónefninginn«, og það er það, að mjer þykir ekki nærri því eins gaman að sjá nafnið mitt á prenti eins og hann heldur, en »margur heldur mann af sjer mátulega dyggvan!« — Það ætti «Ónefningur« að hafahugfast fram- vegis. Guðtn. Þoríáksson. Laga- og1 rjettar- innlimun íslands í Danmörkn. Öll barátta íslendinga við dönsku stjórnina hefur verið barátta gegn innlimuninni. Af ýmsum ástæð- um hefur baráttan þó að mestu leyti einungis verið háð gegn stjórnar- fars-innlimun. Þó að fjárhagssjálf- stæði, verslunarsjálfstæði, menningar- sjálfstæði og rjettarsjálfstæði sje nauðsynleg undirstaða og máttarstoð- ir stjórnfrelsis, þá hefur fjárhags- innlimun, verslunarinnlimun, menn- ingarinnlimun, og rjettarinnlimun ís- lands í Danmörku verið lítill gaumur gefinn. Vjer höfum að vísu stofnsctt inn- lenda banka, og með því fengið skilyrði fyrir formellu fjárhagssjáf- stæði; en hins hefur ekki verið gætt að bankarnir væru óháðir í raun og veru, og enn sfður er áhersla lögð á að landsmenn sjeu fjárhags- lega sjálfstæðir í raun og veru. Vjer höfum barist fyrir verslunarfrelsi — en kaupmenn margir og flest kaupfjelög lifa enn á náð danskra kaupmanna, innlendri verslun fer þó fram og er ýmislegt gert til þess að efla hana. Háskóla höfum vjer stofnsett og er það nauðsynlegt skilyrði þess að íslendingar verði sjálfstæðir í menningarlegu tilliti. Fyrir rjettarsjálfstæði íslands hefur aftur á móti ekkert verið gert. Hitt er fremur, að íslendingar hafa þar sjálfir alment unnið að inn- limuninni og gera slíkt hið sama enn. íslendingar áskildu sjer að vísu að halda íslenskum lögum þá er þeir játuðust undir Noregskonung 1262—1264, En þrátt fyrir það samþyktu þeir 6—7 árum seinna, er þeir saniþyktu Járnsíðu, að öll hin fornu íslensku lög skyldu af- numin og norsk lög koma í stað- inn. Járnsíða var þó aftur tekin úr lögum eftir tæp 10 ár og Jónsbók kom í staðinn. Jónsbók mátti heita íslensk lögbók, þótt hún væri sam- in eftir fyrirmynd almennu norsku landslaganna. Landvarnarbálkur landslaganna er ekki í Jónsbók, og á hinn bóginn eru í Jónsbók þegn- skylda, framfærslubálkur og reka- bálkur, sem ekki eru í landslögun- um og eru algerlega íslenskir; auk þess er í flestum hinum bálkunum mikið bygt á eldri íslenskum lög- um. — Alþingi hjelt löggjafarvaldi sínu og notaði það við og við, og hjelt rjetturinn islensku bragði sínu að mestu leyti á 14. og 15. öld. Þó fór snemma að brydda á því að menn notuðu norsk ogsíð- an dönsk lög, þar sem Jónsbók og íslensku rjettarbæturnar náðu ekki til. En notkun útlends rjettar í þvílíkum tilfellum var á þeim tíma ekki óþekt annarsstaðar á Norður- löndum. Þegar líður ál6. öld byrjar inn- limunin. íslendingar spyrntu í fyrstu á móti, og sló í hart með þeim og konungsvaldinu; en konungsvald- ið bar sigur úr býtum og var danska kirkjuordinanzian Iögleidd fyrir Skál-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.