Vísir - 27.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 27.07.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 79 holtsbiskupsdæmi 1541 og Hóla- biskupsdæmi 1551. 1587 kom lijóna- bandatilskipunin danska. Með ts. 20. mars 1563 var svo ákveð,ið að farið skyldi eftir »Kolding Reces* Kristjáns III. þar sem Jónsbók næði ekki fil. Slík ákvæði eru sjerstak- lega hættuleg og valda glundroða, sem varla er hægt að komast út úr; enda tóku nú ísíenskir dómstólar að dæma eftir dönskum og norskum lögum jafnvel þar sem ákvæði voru til í Jónsbók. »SkaI jeg þegja um þann harrn og það mart ílt, sem af þeirri dirfsku dómaranna sprottið hefur« segir Páll Vídalín (Skýringar yfirfornýrði lög- bókar 396). — En hafði alþingi þó löggjafarvald og notaði það stund- um, t. d. er það dæmdi Stóra dóm 1564. En það var af tekið þegar einvaldið var lögleitt 1662. Alþingi hafði riú einungis dómsvald, en dóm- ararnir voru svo spiltir sem áðan var sagt, og spiltust auðvitað marg- falt við þetta. Jarðvegurinn var því undirbúinn og mótstaða gegn innlimuninni minni en engin. Einmitt um þetta leyti höfðu öll dönsk og norsk lög verið endurskoðuð og safnað í lög- bækur, en það eru döusku lög Kr.V. frá 1683 og norsku Iög Kr. V. frá 1687. Beinasti vegurinn til full- kominnar innlimunar var því að þýða aðrahvora þessa lögbók og lögleiða á íslandi. Stjórnin geröi líka hvað eftir annað ráðstafanir til undirbúnings, en af ýmsum ástæðum drógust framkvæmdirnar. Meðan beðið var eftir þessari nýu lögbók, var svo haldið áfram að innlima í smáskömtum eins og áður, en nú gekk alt hraðari skrefum. Hjálpaöi það til að Jónsbók var í raun og veru orðin úrelt f mögum atriðum og þurfti endurbóta við, en fslend- ingar höfðu ekki vald eða manndáð til þess að endurskoða hana sjálfir. Nk Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ----- Frh- Sama dag og þetta var kallaði nýi mandaríninn á þjón sinn og mælti við hann: »Eftir þrjá daga ætla jeg að halda stór-veislu. Þangað býð jeg öllum stórmennum hjer í nánd og á þeim degi hef jeg ákveðið að láta lífláta Tchoun-Hyang. Hjer eru peningar Sem þú átt að hafa til að undirbúa veisluna-« Þjónninn hneigði sig og tók við peningunum og Ijet fara að búa alt sem best út fyrir veislukveldið. Um sama leiti kom I-Toreng til borgarinnar, hann fór til bústaðar Tchoun-Hyang,-en þar var alt autt og-yfirgefið. Hann hitti þó móðir hennar en hún þekti hann ekki og hjelt að hann væri betlari. »Ó, jeg get ekkert gefið yður«, mælti hún. »Dóttir mín er búin að sitja lengi í fangelsi og eftir þrjá daga verður hún líflátin og jeg er búin að eyða öllu mínu fje.« Þegar I-Toreng heyrði þetta varð hann hryggur í huga. »Viljið þjer ekki koma með mjer?« spurði hann svo. Hún kom nær honum og virti hann nákvæmlega fyrir sjer. »Jeg þekki yður ekki, þjer eruð reynd- ar líkur I-Toreng í andliti; en þjer eruð klæddur tötrum eins og betl- ari«. »Jeg er I-Toreng«, rnælti hann. Hún varð höggdofa af undrun. »Jeg hefi átt von á yður á hverj- um degi og vesalingurinn hún dótt- ir mín hefir einnig búist við yður. Nú eruð þjer loks kominn, en hvað hjálpar það? eftir þrjá daga verð- ur hún líflátin.* »Hlustið þjer nú á mig — Þó að jeg sje aumur betlari, þá elska jeg Tchoun-Hyang ennþá og mig langar til að sjá hana.« »Ósköp eru að heyra þetta«, hrópaði móðirin. Þjer, betlarinn, þjer elskið dóttur mína. Jæja, gott og vel; jeg skal fylgja yður til hennar«. Hún gekk á undan og I-Toreng fylgdi henni í betlaratötrum sínum. Þegar þau komu að fangelsinú, barði ruóðirin aö dyrum og kall- aði á Tchoun-Hyang. Húnvarþreytt og raunamædd hafði sofið en hrökk upp þegar kallað var á hana. »Hver getur veriðað kallaá mig?« hugsaði hún með sjer. »Það er lík- ast til móðir mín« því hvern á jeg annars að hjer í heiminum?« Hún leit út um gluggann og kom auga á móður sína. »Ó móðir mín, hversvegna hróp- ar þú svona á mig? Jeg á altaf von á I-Toreng. Hefurðu frjettnokk- uð af honum? Segðu mjer, hvers vegna þjer er svo mikið niðri fyrir?« »Guð hjálpi okkur«, sagði nú móðirin grátandi, »við áttum altaf von á I-Toreng, og líttu nú ábetl- arann, sem hjer er kominn.« »Já, hvað kemur þessi betlari því við?« N.oiið SUNDSKÁLANN »Það er I-Toreng, sem er orð- inn betlari. Sjáðu, hjer er hann«. Tchoun-Hyang trúði þessu alls ekki og mælti: »Það er alveg ómögulegt, að I-Toreng sje orðinn betlari; mjer dettur ekki í hug að trúa því«. »Nú, iíttu joá á hann«, sagði móðirin, sem var nú orðin fokreið yfir, að Tchoun-Hyang skyldi bera svo mikið traust til I-Toreng, sem nú var orðinn betlari. I-Toreng koin nú að glugganum og Tchoun-Hyang virti hann fyrir sjer. »Æ«, sagði hún svo og för að gráta, en hvað það er orðið langt síðan jeg sá þig.« Hún rjetti fyrst hendurnar ogsvo höfuðið út um gluggann til að taka við kossum unnusta síns. En móðir hennar truflaði þau fljótt »þú ert tápmikil«, mælti hún »þú ert á grafarbarminum 'ogsofnar bráðuin til þess að vakna aldrei aftur« og samt geturðu verið að faðma þennan betlaragarm.« »Þó jeg sje klæddur eins og betlari,* greip I-Toreng fram, í »þá hefi jeg ekki betlara sál, hvernig dirfist þjer að móðga mig.« »Æ móðir mín«,sagöiT choun-Hyang, »hvernig getur þú verið svo ókurteis við annan eins mann og I-Toreng. Manstu ekki eftir forna!dar: hetjun- um hvað ógæfan oft lagði þáí ein- elti svo þeir lentu í eymd og bágind- um. Ætti jeg að afneita I-Toreng, sern jeg elska, af því að hann er ógæfusamur. En vertu viss um það að þó við sjeum bágstödd í dag þá mun gæfan bráðum brosá við okkur. Nei kæra móðir mín gerðu nú eins og jeg segi þjer, farðu heim aftur, hjerna eru lyklarnir að koffort- inu mínu, taktu alla gimsteinana mína seldu þá og kauptu svo alt sem I- Toreng þarfnast, og taktu svo til í herberginu mínu svo hann geti búið þar.« »Jeg skal gera eins og fyrir mig er lagt« sagði gamla konan og brá fyrir hæðnissvip á andliti hennar, »en ekki hefi jeg mikla trú á þess- um I-Toreng”þínum.« »Kæri vinur minn!« sagði nú Tchoun-Hyang og sneri sjer að I- Toreng; »farðu nú heim með móður minni og hvíldu þig. Hugsaðu ekki meira um mig, en ef á að lífláta mig á morgun í veislu mandarinans þá langar mig til að þú komir hing-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.