Vísir - 28.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 28.07.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 83 síðar (eftir 1800) við landsyfirrjett- inn. Skínandi dæmi um ástandið er »Konunglegt opiðbrjef fyrirDan- merkur Vestindisku Eyjar, dagsett 311 a Mars 1819. um Kúabólu setningu« (Klausturpóstur II 129). íslendingum eru sett lög um bólu- setning vestindiskra barna og að ekki megi selja þrælabörn nema þau sjeu bólusett! Nú var ekki annað eftir af Jóns- bók en landabrigðabálkur, lands- leigubálkur ag rekabálkur, og nokk- uð úr kaupabálki og farmannalög- um; hitt var að mestu leyti fallið úr gildi eða tekið úr lögum með áðurnefndum eða öðrum tilskipun- um. Þýðingin á Dönsku eða Norsku lögum var á hinn bóginn enn ekki til. Þá var Bjarna amtmanni Thor- steinsson falið 1826 að gera uppkast að tilskipun, sem átti að inni halda alt það, sem eftir var nýtilegt í Jónsbók »með nauðsyn- legum breytingum«, og átti síðan að taka Jónsbók alla úr lögum. En auk þess átti að vera í tilskip- uninni ákvæði um það að dönsku lög Kr. V. með öllum þeim lögutn sem síðar hefði gert breytingar á þeim, skyldu gilda á íslandi með þeim takmörkunum, sem leiddu af landsháttum. (Nú þótti óþarfi að þýða lögbókina.) Amtmaðurinn treysti sjer þó ekki til þess að vinna þelta verk í einu eða á skömmum tíma. Varð því ekkert úr að öll dönsku lögin yrðu lög leiddi íeinu, en ýmsar tilskipanir frá þeim tíma eiga hjer rætur sínar. Ts. frá 1838 lögleiðir þannig dönsk lög í öllum almennum sakamálum; frá 1847 er ts. um fjárforráð ómynd- ugra, 1850 voru nýu dönsku erfða- Iggin lögleidd o. s. frv. Þegar alþingi var stofnsett aftur Noiið SUNDSKÁLANN sem ráðgefandi þing hafði danska stjórnin því að mestu leyti náð takmarki sínu, að sömu lög skyldu gilda á íslandi sem í Damörku með þeim einum breytingum, sem nauð- synlegar væru vegna staðhátta með öðrum orðum að innlima ísland í Danmörku einnig að þessu leyti. íslendingar höfðu fylgst með og hjálpað til. Þegar alþingi tók til starfa hefði átt að verða breyting á þessu. En það varð ekki. Að vísu voru sett mörg lög sem voru sjerstök fyrir ísland, en öll aðallög voru dönsk. Það lítur út fyrir að alþingi hafi alls ekki sjeð þýðingu þess að vera sjálfstæðir í löggjöf og rjettarfari. Stjórnin fylgdi sinni stefnu eindregið og alþingi veitti enga mótstöðu. Stjórnin sendi hingað þýðingu af dönsku hegningarlögunum frá 1866 og var hún gerð að íslenskum lögum. Ts. um skrásetning og mæling skipa (frá 1869) sömuleiðis. Alþingi var að vísu nokkur vorkun meðan það var einungis ráðgefandi. En lítil sem engin breyting varð til batnaðar þótt alþingi fengi lög- gjafarvald. Flest helstu nýju dönsku lögin voru tekin illa þýdd og sam- þykt orðalaust og hugsunarlaust af alþingi alveg án tillits til þess hvort þau áttu við hjer á landi í því formi sem þau voru samþykt. Má t. d. nefna lög um víxla, tjekka, bú- staðaskifti, lögtak og fjárnám, veð, aðför, iðnaðarnám, atvinnu við siglingar, gjaldþrotaskifti, fjármál hjóna o. s. frv. Þegar stjórnin varð innlend varð nokkur breyting á þessu (fyrning skulda, hefð, veð í skipum), en mikið er þó ábótavant (lög um atvinnu við siglingar, við- sviftalög o. s. frv.; tilraun til þess að lögleiða þýðingu á dönksu sigl- ingarlögunum). Nú stöndum vjer þá svo að mik- ið af helstu lögum vorum eru lje- legar þýðingar á dönskum lögum. Jónsbók er að mjög miklu Ieyti numin eða fallin úr gildi, og ný alíslensk lög eru fá. Jeg neita því ekki að flest af hin- um dönsku lögum sjeu í sjálfu sjer góð. Flest þeirra eru vafalaust ágæt fyrir Danmörku. En Danmörk og ísland er tvent. Hnattstaða landanna, Iandslag, loftslag og atvinnuvegir eru aðrir; þjóðirnar eru tvær og málin tvö; alt er svo ólíkt að lög- in hljóta að verða ólík ef þau eiga að geta átt við í báðnm Iöndunum. Þessvegna er alls ekki gefið að lög sem eru góð í Danmörku sjeu líka góð á íslandi, og þessvegna er það óholl innlimun að lögleiða hjer eins og gert hefir verið hvað eftir ann- að dönsk Iög eingöngu af því að þau eru dönsk eða eiga vel við í Danmörku. Ef íslendingar halda áfram að vera svo andlega ósjálf- stæðir, er til Iítils að vera að berj- ast fyrir stjórnfrelsi. Jón Kristjánsson. (Ingólfur.) Vorið ilmandi, Saga frá Kóreu eftir óþektan liöfund. ----- Frh »Jeg mun vissulega koma á morg- un«, mælti 1-Toreng og fórsvo með gömlu konunni sem var að smánöldra við sjálfa sig.« Svo á nú ofan á alt annað að fara að gefa þessum garmi peninga, »ógnar heimska«, já dóttir mín á sannarlega skilið að lenda í þessum raunum.«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.