Vísir - 04.08.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 04.08.1911, Blaðsíða 1
106 25 Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðinfrá25. júní. kosta: Á skrifst. 50a. Send út um land 60 au. — Einst.blöð 3 a. Afgr.áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Föstud. 4. ágúst 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,33'. Háflóð kl. 12,33' árd. Háfjara kl. 6,35, síðd. Afmæli f dag. Pjetur Brynjólfsson kgl. hirðljósmyndari. Stefán Eiríksson myndskeri. Afmæli á morgun. Frú Margrjet Björnsson. Frú Þóra Ágústa Ólafsdóttir. Póstar á morgun. Póstvagn til Þingvalla. Hafnarfiarðarðarpóstur kemur kl. 12. fer kl. 4. Veðrátta í dag oftvog £ -< 73 c bfl 3 *o (L) -j > > Reykjavík 750,3 +12,2 ssv 1 Skýað Isafjörður 754,5 -j- 8,4 4- 7,8 0 Alsk. Blönduós 753,8 N 4 Alsk. Akureyri 752,1 -,'- 8,8 NNV 4 Þoka Grímsst. 717,0 -4-10,0 SA 2 Skýað Seyðisfj. 751,7 -i- 8,8 ANA 2 Regn Þórshöfn 751,8 +11,7 S 3 Alsk. Skýrlngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Brúkuð frímerki keypt: Almenn (Chr. IX og 2. kongar.) 1 eyrir pr. 100 st. 60 au. 3 aurar — stykki 2 — 4 — — — 2 — 5 _ _ _ i _ 6 _ — — 4 — 10 - — — 1 — 16 — _ _ 12 — 20 — — — 5 _ 25 — — — 15 — 40 — — — 20 — 100 — — — 85 — 200 — — — 170 — Þj.„nusta. 3 aurar pr. stykki 2 au. 4 _ __ _ 3 _. 5 — — — 4 — 10 — — — 6 — 20 — — — 12 — 50 _ _' _ 35 _ A. Gregersen. Hittist á Hótel Island daglega kl. 6—8. CONCERT heldur Pjetur Á. Jónsson í Bárubúð í kveld kl. 9. Aðgöngu>,<iðar seldir á ísafoldar-afgreiðslu, í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn á kr. l,oo. er seldur í dag. TÚNGÖTU 6 Úr bænum, Hermann Jónasson fv. alþm. er nýlega kominn úr - ferð um Snæ- fellsnessýslu. Hefur verið þar í allt vor.. [\ ,. Pjetur Á. Jónsson sýngur íkvöld í Bárubúð. Söngskráin að"nokkru breytt frá því síðast. Bæarstórnarfundur var haldinn í gærkveldi, mörg mál á dagskrá en ekki markverð. Verður að bíða næsta blaðs. Varanger fór í morgun og meÖ honum Björn Þórðarson cand. jur. Ætlar að ferðast um Snæfells- nessýslu. Notið SUNDSKALANN Birkibeinar, nýa blaðið, sem Bjarni frá Vogi gefur út, er borið um bæinn í dag. Pað er mjög vandað að frágangi, á stærð við »Frey« og kostar 25 au. tölubl., en hálfur árg. (6 tbl.) til nýárs kostar 1 kr. Inngangsræðan er þessi: Góðir íslendingar, konur og menn. Lesið munu þjer hafa í fornum ljóðum að hrörnar þöll, sú er stendr þorpi á, hlýr-at henni börkr nje barr. En það er sannast sagt um sjálfan mig, að mjer hefur farið nokkuð á sama veg sem í vísunni getur, síðan jeg varð viðskiftfráðanautur íslands. Því síðan gnýja vindar öfunda og óvildar um mig, hjeðan og handan, þótt ekki sje þetta neinn »hefðar jökultindur«. Og þótt stöku sinn- um hafi verið borið blak af mjer, sem mjer er ljúft og skylt að þakka, þá er þó sá börkur eigi nægur til að hlúa að stjfni þeirrar þallar, er Níðhöggur lætur sjer svo títt um að naga. Jeg ræðst því í að gefa út þetta litla blað til varnar mjer og áhuga- málum mínum. Vænti jeg að Iand- ar mínir minnist þess að eigi er nema hálfsögð saga, ef einn segir, og gæti þess, hvað Birkibeinar segja, áður en þeir leggja fullnaðardóm á þau mál, er ísland varðar mestu. Jeg mun eigi telja hjer áhugamál vor, Birkibeina, en kjósa mundi jeg að lesöndum yrði það ljóst innan skamms hver þau eru. Þótt mjer kunni að verða sundur- orða við menn í þessu blaði, mun jeg þó forðast illyrði í lengstu lög. tZn hitt vildi jeg að »Birkibeinar« mínir gæti sjer þann orðstír, að þeir hefðu frá upphafi átt þat geð, at sjer geta knáttu vísa fjandr af velöndum. f júní 1911. Bjanú Jónsson frá Vogi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.