Vísir - 04.08.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 99 því að syngja stórskáldalögin þeirra ómenguð og eins og þau kotna úr fæðingunni? Vjer þökkum þjer, Pjetur sæll — °g syngdu svo bara: »Du gamla, du friska«*eins og þú liefur sungið það í tveirn heimsálfum og hlotið fyrir viðurkenningu þúsunda og aftur þúsunda — því þótt»Þú blá - fjalla geimur* sje eigi ófegurra kvæði, þá var lagið þó aldrei orkt við það. Frónbúi. Steyptir netasteinar. Eins og kunnugt er, er bátaafli á vetrarvertíð hjer í verstöðum Ár- nessýslu og í Gullbringusýslu að mestu fenginn með þorskanetum. Hjer austanfjalls eru netin fyrir skömmu upp tekin, en reyndin hefur orðið sú, ekki síst í fyrravetur, að vel hefir aflast í netin þótt enginn fiskur hafi fengist á lóð eða færi. Bjargarvon manna er bátfiski stunda á þessum svæðum er því að mestu bygð á netunum. En dýr hefir netaútgerðin orðið, og það einkum vegna þess, að örðugt hefir reynst að búa svo um þau sem skyldi. Þeim hefur verið mjöghætt við að skemmast—rifna— eða tapast með öllu, þar sem sjór er venjulega úfinn og straumarharðir. Einhver helsti gallinn hefur þóttsá, að gjótið, sem notað hefur verið, fer illa með netin, flækist í riðilinn og rífur hann. Grjótið Iosnar úr af því hankarnir nuddastsundur,eða steinarnir smeygjast úr hönkonum. Og einmitt í þessu, að grjótið losnar af, liggur hættan fyrir því, að netin dragis saman, losni upp og tapist með öllu. Að grjótinu hefur cg verið mikil töf við Iögu og töku netanna. Þetta hefur lengi verið mönniim ljóst, en úrræði til umbóta hafa ekki fundist fyr en nú. Nú hefur hugvitsmaðurinn ís- ólfur Pálsson á Stokkseyri leyst úr þessum vanda, og fundið upp nýja aðferð við útbúnað netanna. Hann býr til netasteina úr sein- steypu, senr eru þannig gerðir, að með þeim er að fullu bættúrþeim göllum, er því fylgdu, að nota vanalegt grjót. Steinar ísólfs eru hnattnryndaðir. Stærð þeirra fer eftir möskvastærð * Herra Pjetur Jónsson söng síðast »Þú bláfjalla geimur«, sem, þó kvæðið sje fagurt, ekki nýtur sín eins vel við lagið og sá upprunalegi texti. netanna — steinarnir hafðir hæfilega stórir til þess að þeir ekki snrjúgi gegnum möskvana — getur hann búið til steina fyrir ýmsar niöskva- stærðir, alt frá síldarnetum til sela- nóta. Þá er það einkennilegt við steina ísólfs, að hann getur látið þá vera misþunga, þó stærðin sje hin sama, er það einkar-hentugt, því þar sem straumar aru minni, er þægilegra að hafa ljettari steinana. Uppfundningu ísólfs fylgja þessir kostir að dómi reyndra formanna: 1. Svo tryggilega er búið um hank- ann í steininum, að hann getur með engu móti nuddast sundur, og steinarnir því ekki losnað af. Botnþunginn helst því jafn, þótt netin hreifist í sjónum, en í því er einmitt afarmikil tryggingfyrir því, að netin ekki skemmist eða tapist. 2. Steinarnir flækja eigi riðd eða rífa hann. 3. Steinarnir tefja eigi fyrir við lögu nje töku netanna. Þeir eru vegna lögunar sinnar óvandlagðir niður í skipið — mega liggja ofan á riðlinum — og taka því upp það pláss, er helst má til þess missast. 4. Steinarnir eru merktir með tölu- númeri, fyrir hvern kaupanda. Er það einkar hentugt, ef netin tap- ást og reka á land einhversstaðar og dufl eru slitin af, að geta þá sjeö merkin á steinunum. Tölu- merkin betri en fangamörk — veldur minni ruglingi. ísólfur er þegar byrjaður að búa til þessasteina, oghefur liann fengið iniklar pantanir. Margir hjer eystra taka hjá honum steina í öll sín net, og flestir meira eða minna. Úr Gullbringusýslu hefur hann og fengið pantanir. Þetta sýnir, að hjer er bætt úr verulegri þörf, endamunu sjómenn þeir, er fengið hafa kynni af uppfunding þeasari, vænta sjer af henni mikils gagns. — — — Saðurlaud. ísólfur hefur nú fengið einkaleyfi fyrir uppfundningu þessari. Tæki- færi gefst hjer í bæ að sjá þesssa steina. Það er á Iðnsýningunni. Leiðrjetting. Sú saga kvað nú vera orðin al- kunn og ganga hjer staflaust um bæinn að eg hafi einhverntíma sagt á bæarstjórnarfundi í vetur eða vor að fullnóg verkalaun væri handa verkamönnum við væntanlega hafn- argerð 15—20 aurar um ld. tím. Saga þessi hefir mjer verið sagt að staðið liati í Vísi, og furðuðu ýms- ir af bæarfulltrúunum sig á henni þar sem slíkt hafði aldrei koinið þar til mála. Eg er ekki vön að skifta mjer af þeim slúðursögum sem náung arnir kunna að i afa gaman af að spinna upp um mig, og því gerði eg ekki annað en hló að þessari ósanninda sögu, sem mjer fanst fremur marklaus, og nógir vottar voru að, að var ósönn. En nú í seinni tíð hefi eg orð- ið þess vör, að búið er að fylla ýmsa verkamenn og aðra bæarbúa með þeirri trú að þetta sje satt, og þykir mjer því rjettast eitt skifti fyrir öll að lýsa því yfir að það eru rakalaus ósannindi. Hvorki í bæarstjórn nje annarstaðar, þar sem eg hefi verið viðstödd, hefir slíkt nokkurntima komið til orða. Þegar blöðin vilja flytja frjettir af bæarstjórnar-fundunum, þá er handhægast og áreiðanlegast fyrir þau að fá að rita fundargerðirnar upp úr fundarbókinni hjá borgar- stjóra, ef ritstjórarnir geta ekki sjálfir hlustað á umræðurnar. Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. Að gefnu tilefni skal eg lýsa því yfir, að eg hafi aldrei nokkurntíma heyrt frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttur hafa þau ummæli á fundi bæar- stjórnar, að nóg væri að borga verkamönnum 15—20 aura um tímann. R.vík w/? >n. Halldór Jónsson, bæarfulltrúi. Minnist þess ekki að hafa heyrt þessi ummæli. Jón Jensson. Samþykkur: Þ. J. Thoroddsen. Arinbjörn Sveinbjarnarson. K. Zimsen. Katrín Magnússon. Tryggvi Guntiarsson. Kristján Þorgrímsson. Klemens Jónsson. Páll Einarsson. Guðrún Björnsdóttir.* Að gefnu tilefni lýsi eg því hjer *) Nafn þetta stóð ekki á skrá frú Bríetar, en frú Guðrún óskaði að vera hjer talin til þess að fyrirbyggja, að frú B. B. kendi sjer um. Ritst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.