Vísir - 09.08.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 09.08.1911, Blaðsíða 1
108 2 VISIR Kennirvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud. þrjðjud., niiövd., fimtud. og föstud. Miðvikud. 9. ágúst 1911. Sól í hádegisstað kl. 12.33‘ Háflóð kl. 4,59‘ árd. og 5,16 síðd. Háfjara kl. 11,11' árd. og 11,38 síðd. Afmæll á morgun. Frú Flora Zimsen. Frú Inger Östlund. Jóhannes-Sigfússon, kennari. Jón Ouðmundsson, póstur. Þórður Qeirson, nætnrv. t i i Póstvagn kemur frá Þingvöllum. Veðrátta í dag. Loftvog r Vindhraði Veðurlag Reykjavik 756,3 + 9,0 sv 4 Skýað lsafjörður 759,9 -j- 5.5 NA 3 Alsk. Blönduós 758,9 4- 5,2 V 3 Regn Akureyri 757,4 -f 8,4 NNV 3 Þoka Grímsst. 722,5 —1—1 ,5 0 Skýað Seyðisfj. 756,5 -+- 7,3 0 Þoka Þórshöfn 761,0 -1-11,0 0 Regn Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. "\Xtaw aj tauöu Úr Ljósavatnsskarði er skrifað 20. f. m.: >Fastur í ístaði. Hjer á dögunum kom Arngrímur bóndi Einarsson á Ljósavatni úr kaup- stað af Akureyri. Hann var samferða Mývetningum. Þegar kom austar- lega í skarðið, milli Litlutjarna og Kross, voru samferðamennirni lítið eitt á undan. Hestur Arngríms hras- aði, svo að bóndi fjell af baki, en var fastur í ístaðinu. Hesturinn fæld- ist og dró hann eftir sjer all-langan spöl. Arngrímur fekk ekki losað sig, en gat fyrst haldið sjer krept- um uns orkuna þraut, drógust þá fötin fram fyrir höfuðið og stansaði hesturinn ekki fyrr en samferðamenn- irnir urðu varir við, hvað á seyði var. — Arngrímur var þá meðvit- undarlaus, bakið alblóðugt og sárin full af mold, en brotið herðablaöið. 25 blöðin frá 8. ágúst. kosta: Á skrifst. 50 a. Send út um landóO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Hið fyrsta, sem hann heyrði, er hann raknaði við, var það, að annar förunautur hans sagði: »Það verður nú víst ekki Iöng stund þangað til hann gefur upp öndina.« — —- Nú var símað til Sigurmundar læknis á Breiðumýri og brá hann við hvatlega, fægði sárin og bjó um. Eftir þriggja vikna tíma mátti heita, að Arngrímur væri albata; þótti furðu vel rætast úr, svo ægilegt sem áfall- ið var í fyrstu. Arngrímur er harð- ger maður og hraustur. — Reyk- víkingar kannast við son hans: Glímu-Kára frá Ljósavatni, sem þátt tók í kappglímunni syðra löjúnís. 1. Grasmaðkur er mesta land- plága í ýmsum sveitum norður hjer. í Bárðardal hefur ormurinn etið hvert laufblað af fjalldrapa, víði og birkikjarri, svo að á sum- um jörðum er enginn hagi fyrir nokkra skepnu og hafa sumir bændur orðið að hætta við að færafráám,af því að beitilandið er gersamlega eyðilagt. Afám dögum fer þessi ófögnuður yfir stór svæði og laufgrænn haginn verður að blágrárri eyðimörk, þar sem ekki sjest grænt strá. — Þessi plága hefur líka gengið í Kelduhverfi og nokkuð í Laxárdal og við Mý- vatn. — — Jeg nefndi þennan maðk áðan grasmaðk, en í raun rjettri væri rjettara að kenna hann við skóg, því að þessi maðkur er áreiganlega annarar tegundar en grasmaðkur sá, sem mest spillir túnum og legst hann mest á hrís og kvistlendi.— En því miður er þetta efni gersamlega órannsakað og mönnum allsendis ókunnugt um eðli og lífsskilyrði þessa ill- yrmis. Veðrátta er nú heldur mislynd. Um daginn voru óvenjumiklir hit- ar, en nú eru kuldastormar norð- an og snjókoma á fjölium. Gras- spretta er víðast ofurljeleg. Lík- legt, að miklu fje verði lógað í haust.« Mokfiski varí Vestmannaeyjum fyrir helgina. Símon á Seiforsi segir, að lax- gegnd sje nú mjög mikil í Ölfusá, en áin sje svo þykk af gruggi, að enginn lax komist upp fyrir Selfors. Kveður hann grugg þetta munu stafa af eldsumbrotum uppi í öræfum, en ekki hefur þeirra orðið vart úr bygð að öðru leyti, svo kunnugt sje. »Koparnámurnar« í Vest- mannaeyjum hafa reynst ómerki- Iegar, eða helst alls engar, heldur er nú sagt, að kopar-vottur sá er þar fanst, hafi verið í grjóti, sem útlend skip muni hafa haft í kjal- festi og kastað fyrir borð. 1 Ur bænum. Sr. Árni Björnsson á Sauðár- króki hefur dvalist hjer nokkra daga og hafa ýmsir Templarar haldið honum samsæti. Úthey er selt á 3l/2 eyri pundið þessa dagana hjer í bænum. Jxí úUöwdvxm. Kólera hefur stungið sjer niður í Mnr York öðru hverju í sumar, en læknum tekist að hamla útbreiðslu i hennar með ströngu eftirliti og ein- angrun sjúklinga. Als hafa veikst þar 18 menn og 5 þeirra dáið. Sóttin hefur borist út frá Suður-Ítalíu. Þar hefur hún legið í landi síðan í fyrra og verið því hættulegri fyrir þá sök, að reynt hefir verið að halda henni leyndri. Frá 8. júní til 20. júlí, í sumar telja opinberar skýrsl- ur að sýkst hafi þar 900 menn, og af þeim látist á þriðja hundrað. Aðrir segja, að sóttin hafi gripið miklu meira um sig og jafnvel drepið þúsundir manna í Palermo-borg einni saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.