Vísir - 21.08.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 21.08.1911, Blaðsíða 1
Í13 VÍSIR Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis suntuid. þrjðjud., miðvd., fimtud. og fóstud. 25 blöðinfrá 8.ágúst. kosta: Á skrifst. 50a. Send út um landöO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr.áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Mánud. 21. ágúst 1911. Sól í hádegisstað kl. 12 30' Háflóð kl. 3.8' árd. og kl. 3,36' síðd. Háfjara kl. 9,20' árd. og kl. 9.48' síðd. Afmæli f dag. Frú Ouðríður Þorvaldsdóttir Afmæli á morgun. Frú Quðfinna Sæmundsdóttir Póstar f dag. Ingólfur til og frá Keflavík Sterling til útlanda Póstar á tnorgun. Ingólfur fer til Borgarness Póstvagn fer til Ægiss. og Eyrarbakka Botnia fer til útlanda Austri kemur úr strandferð Sunnanpóstur kemur. Veðrátta í dag. M be o r ¦< •— J3 T3 3 J > > Reykjavík 763,1 - -t-11,0 A 1 Ljettsk. Isafjörður 766,1 ¦- 5,3 V 2 Skýað Blönduós 766,4 -- 2,3 SV 1 Skýað Akureyri 765,1 - 4,5 vsv 6 Skýað Grímsst. 728,5 - 1,8 V 2 Skýað Seyðisfj. 763,4 -4,4 NV 2 Ljettsk. Þorshöfn 658,9 ^9,8 0 Skýað Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = ku), 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8= hvassviðri, 9 = stormur, 10= rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Úr bænum. Borgarstjóri sækir ekki um Suðurmúlasýslu eftir því sem ísa- fold segir, líklega eftir honum sjálf- um. Gestir í bænutn: Gísli ísleifs- son sýslumaður og frú. f Arni Eiríksson kaupmaður fór nú um helgina með frú sinni til Þingvalla Geysis Gullfoss og víðar, í viku ferð. Andrew Jensen, blaðamaður frá Utha hjelt fyrirlestra í Bárubúð í fyrra kveld og gærkveldi og sýndi um 100 skuggamyndir. Fyrirlestr- arnir voru um Mormóna og Utha svo og lítið eitt um Giðingaland, einkar vel fluttir og fræðandi um margt og myndirnar góðar. Blaðamaður þessi hefur ferðast umhverfis jörð:na til þess að útbreiða þekkingu á trúarbræðrum sínum og landi þeirra. Hannes Hafstein bankastj. er á þingmálafundarferð um Eyafjarðar- sýslu. Fór með Flóru síðast. Eaddir almennings. Samsöngur. Jfr. Ellen Schultz og hr. Pjetur Jónsson. Þau sungu saman í Bárubúð í vikunni sem leið, og var vel til fundið. Fyrir þá sök gafst mönn- um kostur á að heyra veigamikla tvísöngva úr óperam. Það var ný- næmi, enda fótur og fit uppi á fólkinu. Og það var vel farið, — í þetta skiftið. Rödd jfr. Schultz er mezzosopran og nær yfir allmikið tónsvið. Rödd- in er blæfalleg um miðbikið og á djúpum tónum, einkum þegar henni er eigi beitt til fulls. Og hún má heita vel tamin, þó að enn sje nokkurs á vant (t. d. 'um háa tóna og mjðg veika). En lakast er, að söngmátinn er eigi sem viðfeldn- astur — kennir um of tilgerðar. Og það var nóg til að draga úr ánægjunni fyrir mjer og vekja í mjer tortrygð. Því er jeg t. d. ekki hárviss um, að jfr. sje þeirri dramatiskri gáfu gædd, sem ætla mætti eftir látbrigðum að dæma. Mjer er nær að ætla, að Pjetur eigi alt eins mikið í fórum sínum af henni, þó að minna berist á, svo að segja megi, »að hans brann skærast innri eldur.—hið ytra virtist LUNDI er seldur í dag. TÚNGÖTU 6 Grísk-rómverska glím- an á íþróttamótinu. Kabinettljósmynd á afgr. Vísis. stundum kalt.« Og það er þó innri eldurinn, sem úr sker. Pjetur söng margt prýðilega. Röddin er mikil og gullfalleg. Minstum þroska hafa miðtónarnir tekið, en á því verður sjálfsagt bót ráðin. Og það er svo að heyra, sem hann hafi þegið sönggáfuna í vöggugjöf, — honum lætur svo vel að syngja. »Skólinn« er hjá honum meðal — ómissandi að vísu — til þess að syngja vel, en Pjetur notar hann ekki til þess, að hampa honum framan í fólkið. Vjer vonuít að Pjetur vinni sjer frægð og frama, er hann þroskast betur og heyrir cg lærir meira, því eitt er víst: raddmenn á við hann fæðast ekki með hverju tungli. Frú Ásta Einarsson ljek undir sönginn. Ekki skal henni gefin sök á því, þó að manni yrði á að sakna hljóðfærasveitar í ýmsum af þessum lögum (t. d. Walthers Preis- lied). Þau mega svo illa án henn- ar vera. Loftleysið og hitinn í húsinu var óþolandi, einkum fyrra kvöldið. s-f 'Jtá, úUötvAum. Skógarbrunar hafa orðið margir og miklir í Svíaríki vegna hitatíðar, sjerstaklega í Norrland og Jámtland. 2. þ. m. brann sögunar- mylla og er skaðin þar metin ein miljón krónur, en skógarbrunarnin hafa þegar gert margra miljóna skaða. Herinn hefur verið sendur til þess ið reyna að stöðva eldinn en getur ekki við neitt ráðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.