Vísir - 21.08.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 21.08.1911, Blaðsíða 2
30 V í S I R .,Sabotage“. Símskcyti til danska blaðsins »Politiken«* París 28. júlí. í grend við Croix Blanche eru 52 símþræðir skornir sundur og á CroixBlanche brautarstöðinni hafa 'bendingaþræðir verið eyðilagðir- f Havre eru allir 10 sæsímarnir, er liggja milli Frakklands og Eng- lands kubbaðir. 31. júlí. í gær var kveikt í þremur raf- magnsstöðvum í París og sægur af rafleiðsluþráðum í grend við borg- ina skornir sundur. Brautamerkjum hefir verið breytt svo legið hefir við árekstri járnbrautarlesta. Til Jan Mayn fóru í sumar nokkrir vísindamenn á skipinu Ma- tador frá Stokkhólmi. Þeir eru amerikanskir, enskir, þýskir og sænsk- ir. Skipið kom við á Seyðisfirði 3. þ. m. Eyan verður rannsökuð nákvæmlega Iandfræðislega og jarð- fræðislega svo og dýra og grasa- lífið þar. Á Sikiley geysaði stórfenglegt óveður sunnudaginn 30. f. m. Af- spyrnu rok og rigning ineð þrumu- veðri. Eldingar drápu marga menn og kveiktu í húsum. Skip fórust og menn druknuðu. Talið að öll uppskera eyarinnar sje gjörsamlega eyðilögð. Eyan er fjórum sinnum ininni en ísland, en íbúarnir hálf fjórða miljón. í Belgrad hafa verið hand- teknir þrír Grikkir, sem eru fjelag- ar í stóru þjófafjelagi, sem ferðast um Norðurálfuna. Þeir hafa með- gengið innbrot í ýmsum borgum. Nýlega höfðu þeir brotist inn í rússneskann banka og náð þaðan 300 þúsund frönkum og frá einni dóttur Tyrkjasoldáns hafa þeir stolið skrautgripum sem eru miljón franka virði. Hámark í sundi um 1 enska mílu hefur nýlega náð Englending- urinn H. Taylor. Hann kefti við T. S. Battersby, sem áður hafði synt þessa lengd á skemstum tíma (24’ l2/6”). Var Taylor nú 23’ en Battersby 23’ 452/6”. Verkfali byrjaði snemma í þess- um mánuði í Pjetursborg og tóku þátt í því 12 þúsundir verkmanna við skipa fermingu. 150 skip voru teft á föstudaginn annan en var, af verkfalli þessu. Verkamenn heimta hærra kaup og skemri vinnutíma. Verkföli stórfeld eru nú dag- legir viðburðir. í Lundúnum gera 30 þúsund hafnarstarfsmenn verk- fall í þessum mánuði og verða skip hvorki fermd nje affremd. N kkur kjötflutningaskip frá Eyálfunni liggja þar meðal annars og gcta ekki af- fermd. Þau hafa innanborðs 40 þúsundir kindakroppa og má búast við að þeir eyðileggist þar. gönguvísa. Lag: Den Gang jeg drog af Sted. ganga út um grund, það gleður hal og sprund, já, það gleð. r hal og sprund, þá signuð sólin skín. — Ef svalur vindur hvín, og lífsins byrði lýir, hún ljettist þá og dvín. Þá er sem vonin vakni og varpi dvalahjúp, og taki vængi’ að teygja of tímans kalda djúp. Því er svo ljett vor lund og lífsglöð þessa stund. Hurra! Hurra! Hurra! Vilmundur. Karl XII Var haim kyenmaður? Sagnaritara*- hafa reynt: að sanna að Elísabet drotning hafi verið karl- maður, að komast eftir forlögum sonar Luðvigs XVI. á Frakklandi, að sanna hver maðurinn með járn- grímuna væri og nú hvers kyns Karl XII., einhver mesti hermaður og hershöfðingi sögunnar, hafi verið. Ernest Aurel fyr kennari við há- skólann í Stokkhólmi en nú bú- settur í New York, hefir rannsakað mjög grandgæfilega líf þessa fræga konungs og hefir fundið þær stað- reyndir að hann telur þær nægar til þess að fullyrða að Karl XII. hafi verið kvenmaður. Aurel byrjaði á þessari merkilegu rannsókn fyrir nokkrum árum er nefnd manna, sem hin sænska stjórn hafði til nefnt, opnaði grafir Karls XII. og Gustafs Adolfs. Menn hafa þráttað um hversu dauða Karl XII. hafi að borið. Sumir segja að hann hafi verið myrtur en aðrir að hann hafi fallið fyrir villiskoti. Fyrir fá- um árum, er líkami hans var graf- inn upp í þriðja sinni og nákvæm skoðun gjerð, þá uppgötvaðist það, eftir því sem Aurel segir, að líkam- inn sem í kistunni var, var af kven- manni. Tæplega er hægt að hugsa sjer að líkami Karls XII. hefði ver- ið tekinn úr kistunni og kvenlík- ami settur í staðinn, þar sem kist- an var lokuð, svo vandlegaað hún var með öllu loftþjett. Auk þess var nefndin ekki í vafa um, eftir andlitsfallinu að dæma, að líkami þessi væri af hinum unga sigurveg- ara, sem vjet' þekkjum af sögunni með nafninu Karl XII. Meira. Sabotag’e. Hermdarverk frakkneskra starfsmanna. Jeg kom til Rúðu fyrir nokkru ásamt grískum vörubjóð árla morg- uns. Báðir stóðum við mjög niður- lútir á hinni þvínærauðu jámbraut- arstöð, sem var skreytt hinu þrílita frakkneska flaggi, ábreiðum og lár- viðargreinum. Vörubjóðurinn hafði farið frá Lundúnum þar sem krýningarhátíð- in hafði algjörlega haft af honum alla verslun. Nú kom hann til ann- arar borgar á hátíðardegi. Hinum ötula verslunarmanni virtist öll jörð- in full af skrautlýsingum fánum og blómsveigum. Vingjarnlegur burðarmaður heils- aði okkurogsagði okkurmeð ánægju- brosi á vörum að í dag væri von á Fallieres, eða eins og hann komst að orði svo einstaklega kompánlega: vini vorum Armand. Fjelagi minn stundi þungan. Mjer þótti líka ílla áhorfast. Að nokkr- urn tímuni liðnum átti jegað koma til borgarstjórans í Rúðu ásamt ýms- um merkum mönnum ættjarðarinnar1 og nú var mjer tilkynt að koforti mínu væri haldið eftir af tollgæsl- unni í Dieppe,2) þótt það hefði ver- ið skrásett beina leið til Rúðu. Járn- brautarmaður, lítill vexti, gekk þá til mín og mælti: Það er Sabo- tage herra minn, eintóm ertni. En viljið þjer borga 20 franka (um 14 kr.) þá skal jeg í snatri ná í kofort- ið. Jeg greiddi fjeð og hinn litli járnbrautarmaður óktil Djeppe eftir kofortinu. Þetta var í fyrsta sinni að orðið Sabotage hafði persónuleg áhrif á mig. í kveld fór jeg frá Frakk- landi og með allri járnbrautinni stóðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.