Vísir - 21.08.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1911, Blaðsíða 3
V I S 1 R 31 frakkneskir hermenn til þess að af- stýra Sabotage. Nú er mánuður síðan og enginn dagur hefur liðið svo að jeg hafi eigi heyrt orðið. Jeg hef ekkert blað tekið án þess að finna orðið með feitu letri sem yfir- skrift yfir 2—3 dálkgreinum. Það hefur fylt blöðin, ef svo mætti að orði kveða, með ógn sinni. Sabotage er rjett komin að því að gera jafnvel rólynda b'rakka ærða. Þetta orð verkar eins og ógurleg ógnun hins nýja tíma og í Frakk- landi venjast menn við daglegar rökræður urn Sabotage og meðul- in gegn þessu þjóðfjelagsböli. Ekki er hægt beinlínis að leggja út orðið það er dregið af frakkneska orðinu »Sabot« sem þýðir trjeskór, og sögnin »saboter« þýðiraðganga á trjeskóm. Sabotage þýðir upp- runalega trjeskógjörð en er þvínæst látið tákna illa gerða vinnu. Eyði- legging ljelegs erviðismanns á efn- inu sem honum er trúað fyrir, en nú í nýustu þýðingu er það haft um tilgangslausa eyðilegging —eyði- legging vegna eyðileggingarinnar, sjálfrar. — Járnbrauta-póst-ogsíma- þjónar töpuðu í verkfalli sínu. Nú hefna þeirsín með Sabotage. Hefnd sem myndi virðast barnsleg ef hún ekki í afleiðingum sínuni, þýddi upplausn alls samfjelags byrjandi fjelags bylting í hinni ljótustu mynd. Menn geta ekki Iengur álitið sig trygga í Frakklandi. Hinn miklu gæði sem samfara eru samgöngum nútímans eru þar senn ekki til framar. Ef maður sendir brjef til Ítalíu má eiga á hættu að utanáskriftinni verði breytt til Póllands. Sjeu vör- ur sendar til Cherbourg með hrað- lest ber við að þær koma 14 dög- um síðar með hægfara lest til Bor- deaux. Símskeyti fá að liggja á síma- stöðinni tímum saman, ef að sím- þjóninum þóknast að geyma það. Símþræðir eru skoinir, lestir stöðv- aðar með því að steinar eru settir á járnbrautirnar eða brautarteinarnir rifnir upp, svo nú er orðin veru- jeg lífshætta að fara með járnbraut- arlest um Frakkland. Meira. ') Danskur maður hefur skrifaðþenn- an pistil. 2) Smáborg á Frakklandi viö Erma- sund. Þar eru daglegar ferðir yfir sundið. Ötull drengur. Eftir Henrik Wranér. _____ Nl. En nú verður þú að gera það, sem þú getur, »það er synd að hjálpa ekki aumingja karlinum, ef hægt er,« sagði hún, já, svona er hún, altaf að hugsa um aðra. Jeg út, og beitti fyrir, og var ekki lengi skal jeg segja þjer. En hvað segir þú nú, læknir? Þetta er enginn vegur, og akfærið upp á það allra besta; jeg held að það væri ekki nema gaman fyrir þig að koma með! Við verðum 1 enga stund, og jólamaturinn bragð- ar þeim mun betur, þegar þú kem- ur aftur, — heldurðu ekki? Inga verður svo glöð; hjer eru nákvæm- lega fjórar krónur, Inga átti þrjár krónur og fimmtíu aura, og jeg átti tvo tuttugu og fimm eyringa. Við vitum að embættismenn eiga að fá vel borgað, það sem þeir gera> svo það er ekki af því að Inga sje nísk, en hún átti ekki meira. »Þú mátt reiða þig á það, Pjetur,* sagði hún, »að ef læknirinn kemur, fela þau sig, pabbi og mamma. Karl- inn verður að deyja drottni sínum, ef læknirinn vill ekki koma fyrir þessa borgun« sagði hún.« Læknirinn hafði búið sig til ferðar og tekið til meðul, meðan Pjetur Ijet dæluna ganga. »Þú ert víst að deyja úr kulda, barn, viltu ekki fá hressingu?« sagði læknirinn »Ho-o, nei, mjer er aldrei kalt, eða nærri þvíaldrei! Kærar þakkir! þetta var ágætt! Jeghefieinu sinni bragðað vín, áður. — Inga gaf mjer einu sinni að súpa á, þegar hey- gjöldin voru haldin. Þú ætlar svo að koma með mjer, læknir, fyrir þessa borgun? svo Iegg jeg krónurnar hjer á borðið*. »Gerðu það; svo skal jeg verða ferðbúinn, þegar þú kemur með sleð ann.« Svo óku þeir, og Pjetur ljet dæl- una ganga, alla leiðina. Læknirinn var svo vingjarnlegur og hafði vafið um hann hlýum ullardúk; þar var þessvegna engin ástæða tíl þess að vera smeykur við hann. Læknirinn batt um fótinn á fjósa- karlinum. Ingiríður var áköf að fá að vita hvort meiðsliö væri hættu- legt og hvernig gamla manninum skyldi hjúkrað. Svo ók læknirinn heim. »Smeygðu hestunum inn í skúr- inn og komdu svo inn að fá hress- ingu sagði læknirinn við Pjetur, er þeir námu staðar. Pjetur gerði eins og honum var sagt, og ríflega hressingu fjekk hann. »Sýndist þjer hún ekki vera röskur krakki?« spurði hann læknirinn. »Henni þótti reglulega vænt um að þú komst«. »Heldurðu að hún sjái nú ekki eftir krónunum, eftir á?« »Nei, þú mátt reiða þig á að það gerir hún ekki. Hún er afbragðs stúlka.« »Það er nú ágætt! En heyrðu Pjetur! nú mátt þú eiga krónurnar, því jeg vil enga borgun taka; þú hefur unnið heiðarlega fyrir þeim í dag, kubburinn niinn! »Nei, og svei mjer þá! Ónei, lækn- ir; okkur Ingu þykir það báðum svo leiðinlegt!* »Ingiríði þykir vænt uin; svo getur þú keypt þjer peisu. Hana! taktu nú við þeim! Það á altaf að gegna lækninum. »Ja-á, en má Inga þá fá helm- inginn? »Bíddu við! Hjer eru nokkrar smurðar brauðsneiðar handa þjer í nestið heim! Ekkert að þakka! Jeg bið að heilsa Ingiríði!« »Bestu hjartans þakkir. Já, það væri ekki ónýtt áð eiga slíkan hús- bónda. Ó, læknir, ef það er ekki ! of nærgöngult, þá Iangar mig til .... nei, það á víst ekki við, — en það genr ekkert til, þó jeg spyrji? Ef læknirinn yrði nú ríkur og fengi embætti í kaupstað, þá þarf hann á ökumanni að halda; þá ættirðu að taka mig, jeg get látið gripina spretta úr spori, það sástu í dag; það var logadi gaman eða hvað fanst þjer?« Læknirinn hló. »En þá mátt þú ekki segja öðr- um frá því, Pjetur þó að þjer finn- ist jeg vera of fjegjarn með köflum*. Pjetur roðnaði. »Jeg hefi víst sagt of margt« stam- aði hann, »en jeg mátti til með að segja söguna eins og hún var, — vegna gamla mannsins; það sjerðu sjálfur.« Og nú hefur Pjetur verið öku- niaður hjá lækninum í mörg ár. Notið SUNDSKALANN Notið SUNDSKÁLANN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.