Vísir - 23.08.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 35 Verð á olíu er í dag: 5 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott »SóIskær Standard White«. 5 — 10 — — 17 — — — »Pennsylvansk Standard White«. 5 — 10 — — 19 — — — »Pennsylvansk Water White.« 1 eyri ódýrarl f 40 potta brúsum. Brúsarnir Ijeðir skiftavinum ókeypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sje vörumerki vort bæði á hliðunum og á tappanum. Ef þið viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. hægt að fá sjer matarbita eða kaffi eða aðra hressingu á skipinu, en þetta veit jeg að oft hefur átt sjer stað, og ætti útgerðin að reyna að sjá svo um, að slíkt fengist ætíð á bátnum. Slys getur viljað til, svo að menn sjeu neyddir til að lifa við það, sem á skipinu er, en svo er því oft auk þess svo varið, og hef jeg einu sinni komist í það sjálfur, að er skipið fer snemma dags, hafa farþegjar eigi lyst á mat og geta stundum jafnvel eigi útvegað sjer hann, og er leitt fyrir þá að þurfa að svelta meir en hálfan daginn, svo sem fór fyrir mjer, þar sem jeg fjekk ekki leyfi til að fara í land á Akranesi, vegna tímaskorts. Svo er og oft, að menn sem eru sjóveikir fyrri part ferðar og hafa selt upp, vilja fá hressingu, þegar þeir koma í landvar og þar seni sjór er stilt- ur og þeim er bötnuð sjóveikin, og er þá leitt að geta hvorki fengið te eða kaffi—svo jeg nefni ekki mat— eins og nú er ástatt. Auk þessa er það, að þegar margir farþegjar eru, er oft og tíðum ómögulegt aðfull- nægja kröfum þeirra, þar sem elda- vjelin er svo lítil, þó að kaffi og te gæti að öðru leyti verið til. Faxaflóabáturinn hefur vist sínar aðaltekjur af fólksflutningi, og finst mjer þá ástæða fyrir útgerðarmenn hans að taka sjerstakt tillit til þeirra. Vill ekki útgerðin reyna að bæta úr þessu framvegis? Jón Jónssort. r v í s i r. ♦ Nokkur eintökaf blaðinu 1 * frá upphafi — sumpart inn- ▼ 7 'ieft — fást á afgreiðslunni. ♦ PRENTSMIÐJA DAVID ÖSTJ.UND. ‘Jrá úUöwdum. Sabotage. Hermdarverk frakkneskra starfsmanna. ---- Nl. Jeg tek mjer í hönd Lejournal í dag. Á 1. síðu er tvídálkuð yfirskrift: Sabotage í gær. »NálægtSt. Cloudfanst á braut- arteinunum 100 pd. þungur steinn; aðeins fyrir snarræði lestarstjór- ans varð stýrt hjá stórslysi, sem mundi hafa valdið dauða margra manna.« Jeg les áfram: »Símskeyti frá Marseille skýrir frá, að í fyrri nótt hafi 14 sím- þræðir verið kubbaðir milli Arles og Tarascon. Símskeyti frá Lori- ent segir frá tilræði við járn- brautarlest á leiðinni milli Oue- mené og Merlan. Par var hrúgað saman stórum steinum á braut- ina. Lestin skemdist að nokkru, en komist varð hjá meiriháttar slysi. Nálægt Nimes voru kubbaðir 30 símþræðir og 5 eyðilagðir frekar. Á öðrum stað var gjört tilræði við póstinn ogfjöldi brjefa eyðilagður.« Pannig fá menn á hverjum degi fjölda fregna um Sabotage. Ástandið er að verða óþolandi, og Parísarbúar spyrja með skelf- ingu: Hvenær mun Sabotage takast að stöðva eða jafnvel eyði- leggja vatnsleiðsluna til Parísar? Pann dag hefst byltingin. Alm. er peningamarkaðurhvers lands hin næmasta vog um ó- veður, sem er í aðsígi. Pening- arnir eru svo viðkvæmir, að finna má jafnvel hin minstu veðra- brigði. Það er því eftirtektavert hversu hið frakkneska fje er að flytja úr landinu. Pví hinir for- sjálu bankamenn eru nú þegar farnir að flytja eignir sínar yfir til Englands. Gullstraumurinn fer hvíldarlaust yfir sundið, og bráð- um.verða kjallarar Englandsbanka troðfullir. Fyrir framan farklefa minn voru í nótt á gangi frakkneskur greifi og bankamaður frá París. Þeir voru í trúnaðarsamræðum. Jeg heyrði ekki samanhengið í sam- ræðum þeirra, en orðið Sabotage nefndu þeir stöðugt með litlu millibili— þetta orð er á vörum hvers frakknesks manns. Þessir menn voru á leið til Skotlands- fjalla að taka sjer hvíld. Eignir sínar voru þeir áður búnir að frelsa yfir sundið. (Greinin er laulega þýdd úr Politiken. Höfundurinn kallar sig Per Pryd.) Markaðsskýrsla. Frá 14. ágúst 1911. Frá I. V. Faber & Co. Markaðurinn í Englandi hefur á síðustu þrem vikum breyst al- gjörlega og verðið fyrir smjör pr. 100 pd. stigið um 5—6 krónur. Ástæðan til þessarar verðhækk- unar er í fremstu röð hinirmiklu hitar og regnleysið, sem hefur sett framleiðsluna bæði hjer og á fastalandinu niður. Alt smjör, sem kemur til Englands, selst því vel. Vöruhúsin eru tæmd og útlitið fyrir tilvonandi sendingar gott. Með tilliti til hins íslenska smjörs þá er sem stendur að-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.