Vísir - 28.08.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 28.08.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 39 að það hefur komið-fyrir, að jafn- vel hringferðir >Austra« kringum landið, hafa ekki verðið farnar samkv. áætlun. Og þá tekur nú steininn úr. Eftir það, að hafísinn hætti að hindra skipaferðirnar í vor, hafa skip »hins sameinaða« fylgt áætlunum sínum nákvæmlega, en óreglan á ferðum Thore-dallanna er söm og jöfn. Meginregla ferðalagsins hjá þeim »döllum« er óregla, og á þess háttar ferðalag gjörir hafísinn eigin- lega engan glundroða, heldur að eins dálitlar tilbreytingar. Það er nú svo sem ekki ný bóla að þessi »Ask« er á eftir tíman- ' um. Einu sinni í sumar var hann um viku fram yfiráætlaðan tíma,aðferð- ast hjeðan til ísafjarðar og hingað aftur. Svo prýðilega treyndust hon- um þá vogarnir og víkurnar hjer í milli. Satt er það að vísu, að samning- unum sem hans fyrv. hágöfgi B. J. gerði við >Thore«, ermesta galdra- gargan, en hvergi held jeg þó að standi í þeim samningi, að »dallarn- ir« eigi að forðast áætlanir sínar eins og heitan eldinn. En það er nú ekki eina synd Thore-fjelagsins við fslendinga, að skip þess fyrirlíta ferðaáætlanir sínar. Það er búið að marg-sýna fram á það í ræðum og ritum að skip fjelagsins eru bæði minni og verri en vera ber, að ferðaáætlanirnar eru óhagkvæmari landsmönnum en þær áttu að vera og framkvæmd þeirra í alla staði óviðunanleg, og enn- fremur hefur kveðið svo ramt að illri meðferð á farþegjum með þess- um skipum, að nýlegahefur komið skorinorð grein umþaðíblaði hjer, ómótmælt af fjelagsins hálfu. Þó »Thore-samningurinn« sje vandræðagripur, þá heimilar hann þó ekki beinlínis neitt af þessum óhæfum fjelagsins. Tvö ákvæði eru í þessum samn- ingi, sem nýtileg eru, ef þeitn vœr beitt á rjettan hátt. Annað ákvæðið er um frystirúm- in í skipunum, hitt ákvæðið er um rjett íslendinga til sjómensku á skip- um fjelagsins. En hvorugt þetta ákvæði hefur komið landsmönnum að nokkru haldi. Viðvíkjandi fyrra ákvæðinu er það að segja, að ferðum skipa þeirra, er frystirúmin hafa, er viljandi eða óviljandi svo klaufalega fyrir komið, að notin af þessu ákvæði samnings- ins verða lítil virði. Hvað seinna ákvæðið snertir, þá hefur Thore-fjelagið misbeitt því svo hrottalega, ef satt er það sem sagt er, að hreinasta furða er, að slíkt skuli vera látið viðgangast afskifta- laust hjá þjóð, sem siðmenningu og þjóðarmetnað þykist þó eiga í fór- um sínum. — Búi. NI. Leiðrjetting. í skrá yfir verðlaun á Iðnsýning- unni 1911 stendur í blöðunum »Vísi« og »Ingólfi« að Guttormur Jónsson járnsmiður, hafi fengið 2. verðlaun fyrir herfi. Þetta er ekki rjett. Guttormur hefur skýrt mjer frá, að verðlaun þessi tilheyri að sjálfsögðu höfundi herfisins herra Guðmundi Sigurðs- syni á Helluhóli undir Vestur-Eyja- fjöllum. Önnur blöð sem flutt hafa verðlauna skrána þannig, eru beðin að flytja þessa Ieiðrjetting. Rvík. 24. ág. 1911. Fyrir hönd sýningarnefndarinnar. Jón Halldórsson. form. Frekara næst. (jistihúsið í skóginum. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Það voru liðnir nokkrir dagar fram yfir venjulegan heimkomu- fíma kaupmannsins. Irena Markowna sat ein heima í hinu hugðnæma, trygga en tíarnlausa heimili sínu og beið heimkomu manns síns meðstöð- ugt vaxandi ótta og óþreyju. Hún hrökk við hvað lítið hark sem heyrðist. — Ætli það geti I ekki verið hann? Jafnvel gamli þjónninn þeirra var ekki eins og hann átti að sjer að vera. Með hverjum degi sem leið var hann æ órólegri, en hann þekkti vel húsbónda sinn og vissi að Markowna var bæði karlmenni og hugdjarfur og mundi komast fram úr flestu í lengstu lög, þó eitthvað óvænt bæri að höndum. Hann huggaði sig því með því að húsbóndinn hlyti að hafa tafist annaðhvort vegna við- skipia sinna eða þá vegna ótíð- árinnar. En Iiver dagurinn leið af öðr- um og ekkert spurðist til Iwans Markcvvna. Irinu brast nú þolinmæði að bíða svona lengur aðgerðalaus. Eitthvað mátti nú til að aðhafast. En þá var spurningin: — Hvað átti að gjöra? Hún afrjeð að skrifa bróður sfnum, sem bjó í því hjeraði, sem maður hennar ferðaðist til, og spyrja hann hvort hann hefði komið til hans eins og hann ávalt var vanur. Og hefði hann ekki heimsótt hann, þá að hiðja hann að halda spurnum fyrir honum, eða láta lögregluna gjöra hvað sem gjört yrði í þessu efni. Þegar Irina hafgi iokið brjefinu og sent það af stað varð hún miklu rólegri. Hún vissi að bróð- ir hennar mundi gjöra alt sem í hans valdi stæði til þess að kom- ast fyrir hvernig þessu væri varið, Enginn þekkti betur en bróðir hennar alla þá staði, sem maður hennar var neyddur til að koma við á. Sjálfur hafði hann oft verið með honum á þessu árlega ferðalagi hans. Gjörði hann það sjer til skemtunar, þegar honum fanst hann þurfa að ljetta sjer upp úr fásinninu og tilbreytinga- j leysinu, sem vanalega er sam- fara þeirri stöðu »að lifaaf eign- um sínum«. Biðtíminn eftir svari bróðurs- ins var þrautatíð fyrir Irinu Mar- kowna. Friðurinn sem hún hafði fengið fyrst eftir að hún skrifaði bróður sínum þvarr smátt og smátt. Hún gat ekki skilið í hvernig þetta drógstsvona lengi. Hún hafði enga hugmynd um hvílíks erfiðis og tíma slík rann- sókn krafði. Hún hafði ekki minsta grun um hve hnugginn bróðir hennar var hennar vegna, eftir því sem drógst fyrirhonumaðfinna mann hennar. Það fór alt á einn veg, hvað svo sem hann reyndi í þessu efni — alt varð árangurslaust. Gæti hann aðeins fundið mann systur sinnar, hefði hann gjarn- an látið líf sitt fyrir það. Frh. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. PRENTSMIÐJA DAVID ÖSTLUND.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.