Vísir - 06.09.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 06.09.1911, Blaðsíða 1
15 Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunuud. lorjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. Miðvikud 6. sopt. 1911. Sól í hádegisstað kl. 1226“ Háflóð kl. 3,58“ árd. og kl. 4.1 7“ síðd. Háfjara kl. 10,10“ árd. og 10,29 síðd. Afmæli í dag. Frú Ólöf Sveinsdóttir. Frú Þorbjörg Jensen. Pjetur O. Guðmundsson, bókbindari. Póstar á morgun. Iugólfur til og frá Garði. Kjósar og Sunnanpóstar fara. Veðrátta í dag. Loftvog '£ -< Vindhraði Veðurlag Reykjavík 748,3 F 9,5 0 Regn Isafjörður 749,3 - 8,7 0 Þoka Blönduós 749,7 - 7,4 S 1 Regn Akureyri 748,4 - 7,5 0 Regn Grímsst. 714,9 - - 8,2 N 1 Regn Seyðisfj. 747,5 -1 - 7,3 0 Þoka Þórshöfn 753,8 -11,2 V 3 Regn Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, C= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, £= hvassviðri, 9 = stormur, 10= rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. 9 Ur bænum. Slökkviáhöld nokkur komu með Ceres á sunnudaginn. Þau eru ef- laust frá Danmörku því á þeim stend- urífögruletri: »SIökkviIlis Reykja- víkur,« en engir eru frábitnari því að skrifa íslensku rjett en Danir. Sektir. Fyrir ólöglega vínsölu voru dæmdir í yfirrjetti á mánu- daginn þeir Emil Strand Hverfis- götu 2 um 100 kr. og Bendtsen í Klúbbhúsinu um 150 kr. Þegar eftir dóminn kom fógeti til þeirra og innsiglaði vínbyrgðirnar sem til voru. Fyrir undirrjetti hafði Strand verið sýknaður en Bendtsen dæmd- ur í 250 kr. sekt. Menn þessir hafa um sig lögbundin fjelög, fje- lagastjórnir o. s. frv. en lögin þykja nokkuð frjálsleg og auk þess ekki haldin sem skyldi svo dómstólarnir hafa litíð svo á að þessir menn væru sjálfirvínsalar (á eigin reikning). 25 blöðin frá 8.ágúst. kosta: Áskrifst.50a. Send út um landóO au.— Einst.blöð 3 a. Halldór jónasson skólastjóri af Seyðisfirði kom hingað í gærdag að austan og dvelur hjer nokkra daga. Hann hefir staðið fyrir barna- skóla Seyðfirðinga nokkur ár og verið hinn ötulasti í því starfi. Klikkur eru á Seyðisfirði, svo sem hjer, og þó mun harðvítugri og berjast þær alstaðar um völd og virðingu. »Höfðingjaklikkan« kunni ekki við að hafa ekki skólastjórann á sínu bandi og bolaði honum frá við það tækifæri að hún náði nýum manni í skólanefndina (Jóni frá Múla). Aðferðin var: aðsegjaöllum kennurunum upp stöðunni »forms- ins vegna» og setja þá inn aftur — nema Halldór. Prentvilla var í augl.Carls kaupm. Lárussonar í blaðinu í gær. Þar stóð kramvörur en átti að vera kornvörar. ‘Jtá uUöxvdvxm. Heitasti dagur sem komið hef- ir í Lundúnum síðustu 30 árin var 9. f. m. Þá var liitinn 37° C í for- sælunni. Þá stóð verkfallið sem hæst. Enginn ís fjekst nje ávextir og var hitinn fyrir það átakanlegri. Til þess var tekið að þingmenn voru snöggklæddir á þingi þann dag. Verkfallið mikla á Englandi mun nú veratil lykta leitt og hefir það kostað margar miljónir punda í beinum og óbeinum skaða. En það hefir líka kent mönnum nokk- uð og nú liafa- löggjafarnir fengið verkefni til þess að leysa úr. Þegar nákvæmar frjettir koma af verkfalli þessu býst Vísir við að geta þess frekar. Elsta blað heimsins er nýbyrj- að á þúsundasta árgangi sínum. Það er gefið út í Peking í Kína og heitir »Tching-Pao« * *) Mynd af einni síðu þess er í Vísisghiggum í dag. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Kykomið í „Liverpool” allskonar ávextir og kál. t. d. Epli 2 teg. Perur. Tomatar. Melonur. Agurkur. Hvítkál. — Sellery. — Pourrer. Laukur. Kartöflur ágætar o. m. fl. Alt selt með afarlágu verði. Pví best að vensla í „£\vevpooU” Sími 43. Sími 43. Páfinn Pius X. hefir verið mjög veikur og var hann um tíma talinn af. Nú er hann aftur á batavegi. Tengdamæður eiga ekki upp á háborðið hjá New York dóm- urunum. Nýverið kærði ung kona ein í New York tengdmóður sína fyrir það, að hafa spilt heimilis- friði sínum og neitt sig til að flýja úr húsi sínu með barn sitt. Ráðríki hennar og geðvonska hafði keyrt alveg fram úr hófi, þrátt fyrir það, að hún hafði að eins verið gestkomandi. Konan vildi því fá að vita, hvort ekki væru nein takmörk fyrir, hve lengi tengdamæður mættu vera í heim- sóknum sínum. Dómarinn gaf þann úrskurð, að tíu dagar ætti að vera nægilega löng heimsókn fyrir tengdamæðurnar, og bætti því við, að þær væru fæddar drotnarar, og það virtist vera einkarjettur þeirra, að troðatengda- dætrum sínum um tær við öll tækifæri. Teugdamóðir sú, sem hjer var um að ræða, varð því að hypja sigsem snarast til heim- ilis síns í Boston, en unga konan fór heim til manns síns. Htiniskringla. Notið SUNDSKÁLANN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.