Vísir - 06.09.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 06.09.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 59 Lífsábyrgðarfjelagið KRÖNAN í Stokkhólmi er besia og ódýrasta lífsábyrgðarfjelagið á Norðurlöndum. Tekur börn og fullorðna í lífsábyrgð sína og iðgjöldin 1 sinni fil 4 sinnum á ári, effir því, sem hverjum er hægasf að greiða þau. Tryggið líf yðar og gjörið það í lífs- ábýrgðarfjeginu KRÓNAN. Umboðsmaður í Reykjavfk • Sigurborg Jónsdóttir Klapparsfíg 1. HHNMMMf Regnkápur og Yfirfrakkar Ailar stærðir á drengi, unglinga og fullorðna. Verð frá 7 kr. til 35 kr. Kom með s/s »Ceres« í mjög stóru og smekklegu úrvali í Klæðaverslun Th. Tliorsteinsson & Co. Hafnarstræti. aðrir en fjölkunnugir menn, enda kom það oft fyrir, að menn viltust á þeirri Ieið og fundu ekki dalinn. Heyrt hef jeg, að dalur þessi sje einhversstaðar í Reykjanessfjallgarð- inum; jeg ætlaði þangað einu sinni með nokkrum kunningjum mínum, sem allir voru hundkunnugir leið- inni, en viti menn, við lentum í þoku og viltumst og áttuðum okkur fyrst í skarðinu milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls, og var það þó af hendingu, að við riðum ekkilengra; við mættum þar Ölvesingi, sem kom austan frá Alviðru og spurð- um hann hvort hann gæti ekki vís- að okkur upp í Marardal. »MarardaI,« át hann eftir, »þið meinið líklega ,upp í Grafning'; Marardalur er fyrir sunnan heiði*. »Já,« gall einhver við í 'nópnum, sem skammaðist sín fyrir að hafa ekki fundið Marardal. »Við ætluð- um upp í Grafning, vegurinn ligg- ur víst inn með fjallinu að vestan. Verið þjer sælir«. Svo fór þessi Marardals »túr«, og líkt þessu hafa þeir fleiri farið. Nú vita fáir hinna yngri Reykvík- inga hvar Marardalur er; þeir þekkja betur gjálífið í kringum Valhöll og hlöðuna hans Halidórs á Kárastöð- um, sem verið hefur þrautalending fyrir margan vegmóðan Reykvíking. Frh. Gristihúsið í skóginum. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Hún sagði honum nú frá brjefi bróður síns. »Hvað heitir þorpið, þar sem maður yðar sást seinast?* Irina nefndi þorpið, því bróðir hennar hafði getið nafns þess í eftir skrift í brefi sínu. »Getið þjer sagt mjer hvað þess- ir leynilögregluþjónar hjetu, sem getið er um í brjefinu?« —. hjelt furstinn áfram að spyrja. Spurningar hans voru þurlegar og í embættistón, svo ekki var hægt að segja neitt um, hvort frásögn hennar hafði vakið áhuga hans eða ekki. Irina sagðist því miður ekki geta sagt honum nöfn leynilögreglu- þjóna þessara, þar sem bróðir hennar ekki hefði látið nafns þeirra getið. »Viljið þjer gjöra svo vel að gefa mjer heimilistilvísun bróður yðar.« Hún gjörði eins og beðið var. »Hvert er nú yðar álit?« spurði furstinn. »Jeg veit ekki hvað jeg á að ímynda mjer um hvarf mannsins míns« sagði hún lágt. »Pað er ekki ómögulegt að hann liggi einhversstaðar veikur og bjargþrota og geti ekki náð sambandi við mig eða komið til mín orðum. Peir staðir eru til hjer í Rússlandi, sem hvorki hafa póst — nje símastöðvar. Þess vegna hallast jeg einkum að þeirri skoðun, að einhvers konar slys- farir sje hjer um að ræða. Að maður minn hafi verið glæpsam- lega af dögum ráðinn, þykir mjer svo voðaleg tilhugsun að jeg get ekki á það minnst.« Lögreglustjórinn gerði enga tiL raun til að draga úr grun henn- ar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.