Vísir - 08.09.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 08.09.1911, Blaðsíða 1
123 Í7 Kemurvenjulegaútkl.llárdegis sunnud. þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 8. ágiíst.kosta: Áskrifst.50 a. Send út um land 60 au. — Einst. biöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel lsland 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Föstud. 8. sept. 1911. Sól í hádegisstað kl. 12 25' Háflóð kl. 5,7' árd. og kl. 5,24' síðd. Háfjarakl. 11,19' árd. og 11,36 síðd. Aímæli f dag. Frú Ásta Pálsdóttir. Geir Sigurðsson, skipstjóri. Póstar á morgun. Ingólfur tíl og frá Keflavík. Póstvagn til Þingvalla. . Hafnafjarðarpóstur kemur og fer. Veðrátta í dag ojo <5 1 öí o _> •8 jj, 1 "5 o E «< 1 "S J > 1 > Reykjavík 762,3 -f- 8,0 0 Alsk. ísafjörður 764,1 --- 5,0 0 Alsk. Blönduós 764,0 ¦- 4,6 N 3 Alsk. Akkureyri 762,8 -- 6,0 NNV 1 Regn Grímsst. 728,0 - -- 3,81 N 2 Regn Seyðisfj. 760,3 - -- 8,8 N 3 Skýað Þórshöfn 758,81- +- 9,7| V 2 Skýað Skýrlngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8= hvassviðri, 9 = stormur, 10= rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. 'Jtá útf oti&um. Aldarafmæli Kristjaníu- háskóla er haldið hátíðlegt þessa dagana í Kristjaníu. Byrjaði hátíðin á þriðjudaginn var og end- ar á morgun. Þar er Dr. B. M. Ólsen háskóla- rektor vor fyrir hönd Háskóla ís- Iands og Bókmentafjelagsins. Fór hann með kveðjuskjal mikið skraut- ritað frá háskólanum hjer. Að kveldi fyrsta hátíðisdagsins barst blaðinu Ríki símskeyti á þessa leið: Kristjanía 5. sepí. 1911 Erslev Hil- sen Universitetet og Reykjavík Höj- skole Olsen tav. — Er það að skilja svo að Erslev háskólastjóri Dana hafi flutt háskóla Norðmanna kveðju frá háskóla sínum og lýðháskólan- um í Reykjavík (ekki á Hvítárbakka), en að Dr. B. M. Olsen hafði ekki mælt þar, hvorki borið fram kveðju frá háskóla íslands nje mótmælt smánarorðum Erslevs. Það er hvorutveggja jafn ótrúlegt, að hjer sje um nokkurt falsskeyti að ræða og hitt, að Dr. Ólsen hafi staðið sig svo hörmuglega. Menn bíða með óþreyu eftir úr- lausn þessarar gátu, en ýmsir hafa sent hjeðan símafyririspurnir um málið og má búast við úrlausn í dag. Þjóðveldisforseti í Portu- gal var kosinn Senhor Manuel de Arriage 23. ág. Loftpóstar. í dag (%) byrja reglubundnar póstferðir á loftskip- um ínilli Lundúna og Windsor. Sjerstök frímerki verður að setja á brjef sem sendast eiga í þessum pósti og eru brjefin látin í þar til ætlaða póstkassa. Kóleran geysar stöðugt á ít- alíu og virðist vera í engri rjen- un. Sjúkdómsskýrslurnar fyrir júnímánuð telja, að rúm 40C manns hafi sýkst þar í landi úr veikinni, og nær þriðjungur dáið. Fram- undir síðustu viku (júlí) voru sjúkdómstilfellin tæp 800 og rúm 200 dánir. Frá ítalíu hefur Kól- eran borist til Austurríkis, en lítil brögð eru að útbreiðslu hennar þar, enn sem komið er. Einnig hefur sýkin borist frá ítalíu til Bandaríkjanna, þó þar hafi að mestu tekist að stöðva útbreiðslu hennar. Heimskr. Úr bænum. íslands Falk kom á þriðjudaginn hingað frá Færeyum og fór í gær norður á Akureyri. Líkneski Jóns Sigurðssonar var kon.ið upp á stall sinn í gær, gekk það allt vel og slysalaust. Mars botnvörpuskipið kom að norðanámiðvikud. Hefur veriðnú um tíma á síldar veiði fyrir Norðurlandi. Hann hefur veitt rúm 5000 mál (c. 7500 tunnur) og selt málið fyrir kr. 3,75 að meðaltali. Rúðuförin. Út afsvörum Skúla um veru sína í Rúðu er frakkneski ræðismaðurinn farinn enn að ran- saka málið og yfirheyra »Hotel de la Poste«. Þess skal getið aðskeytin í þessu máli í blaðinu í dag og útlegging þeirra er eftir Lögrjettu. Ask kom í morgun. Botnia fór frá Kaupmannahöfn í morgun. Flaggstöng er nú verið að reisa hjá Stjórnarráðshúsinu bak við mynd Jóns Sigurðssonar. Það kvað taka sig vel út að Iáta hann bera undir Dannebrog. Hólnunt sem minnismerki J. S. stendur á á að gjörbreyta í vor. Er það samkvæmt ályktun nefndar þeirr- ar sem minnisvarðamálið hafði með höndum. Svo sem hann er nú var hann hlaðinn án vitundar og vilja nefndarinnar. s|s„Douro" fer frá Kaupmanna- höfn 20. til 25. sept. til Leith og Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.