Vísir - 10.09.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 10.09.1911, Blaðsíða 1
124 VÍSIR 18 Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 8. ágúst. kosta: Á skrifst. 50 a. Send út um landöO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Ifið afhjúpun Minnisvarða Jóns Sigurðssonar 10. sept. 1911. íeilsteyptur, hreinn og beinn, horskur og prúður sveinn fyrir þig, Frón, gekk fram og gildum brá geiri, þ4, mest Iá á, kvað: Þú skalt frelsi fá! — fullhuginn Jón. Hjelt svo fram hugumstór Heill þinni eiða sór: Alt fyrir Frón! Boðandi betri tíð, brýnandi þjóð í stríð fram gekk og fylkti Iýð foringinn Jón. Loks fyrir langvint stríð leið upp hin þráða tíð fyrir þig, Frón. Blessa þinn besta mann! Brautina ruddi hann, þrautirnar þínar vann þjóðhetjan Jón Leiðtogi lands vors! hjer liðnum skal færa þjer þúsunda þökk! Heilsa nú, lýður Iands, líkneski afreksmanns! Ómi' honum Isalands einróma þökk! Þ. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.