Vísir - 10.09.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 10.09.1911, Blaðsíða 3
V I S 1 R 71 »Maðurinn minn! vesiings mað- urinn minn! stundi hún upp. Hálfri stundu síðar, þegar bú- ið var að kveikja ljós um alt húsið, var henni sagt að gestur væri kominn. Pjónninn færði henni lítið nafn- spjald, og á því stóð aðeins »Pjetur Belosoff«. Irina vissi hvergesturinn mundi vera. »Vísaðu þessum herra inn til mín«, skipaði hú gamla þjónin- um. Angnabliki síðar opnaði þjónn- inn dyrnar fyrir ungum manni hávöxnum. Pjetur Belosoff leit út fyrir að geta verið á að giska 25 ára gamall. Það gat virst að hann , væri helst til ungur til að inna af hendi jafn mikilvægt erindi og húsbóndi hans, furstinn, hafði falið honum. En Belosoff var einn af allra skarpskygnustu og heppnustu leynilögregluþjónum í öllu lög- regluliði Rússlands. Hann var gæddur ódrepandi heilsu, sem engin upphugsanleg þraut gat unnið minsta bilbug á. Sinar hans voru eins og úr stáli gjörðar og jafnframt því að vera rammur að afli var hugrekkihans óbugandi og snarræðið óbrigðult. Það voru þessir kostir hans, sem höfðu vakið eftirtekt furstans á honum. Og smátt og smátt var allt hið vandameira,sem fyrir kom, falið honum á hendur. Hann bjó með móður sinni í litlu garðhúsi, nálægt ánni Neva Nágrannar Pjeturs Belosoff höfðu ekki hugmynd um, að hann væri einn þeirra leynilögregluþjóna St. Pjetursborgar er menn óttuð- ust mest. Hann var þar almennt álitinn fyrirmyndar sonur, og hann hafð komið sjer svo fyrir, að menn hjeldu, að hann hefði atvinnu á einhverri verslunarskrifstofu inni í borginni.« Frh. Eúðu- reikningur Skúla. Ljósmyndarbrjefspjald, fæst á afgr. Vísis. . ÐANSSKEMTUN verður haldin í Báruhúsinu í kveld. Byrjar kl. 8Y2 og stendur til kl. 12. Lúörafjelag Reykjavíkur spilar. Inngangur kostar 1 kr. fyrir parið. Aðeins ákveðinn fjöldi er tekinn inn. Einstaklingar geta eigi fengið aðgang. Kaupið í tíma. Bílæti seld í Báruhúsinu í dag kl. 10—11 árd. °g 6V2—^/2 s‘ðd. en eigi við innganginn. Húsið opnað kl. 8. Þann 12. þ. m. kaupir Bogi Þórðarson heima hjá sjer á Lágafelli hesta á aldr- inum frá 3-9 vetra fyrir hátt verð. — ^lawðu — £ vaatvu — £e^sW\x\at. Granitminnismerkjasala á Norðurlöndum Sjáið verðlisia og myndir á afgrei ðslu Vfsis og paniið síðan hjá Johan Schannong Granit-Industri II II Österfarimagsgade 42 Köbenhavn Ö. Margarine Selst ódýrt fyrst um sinn úæði í smásöln og stórsöln. Carl Lárnsson. PRENTSMIÐJA DAVIDS ÖSTLUNDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.