Vísir - 13.09.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 13.09.1911, Blaðsíða 1
125 1Q Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud. þriðjud., miðvd., firritud. og föstud. 25 blöðin frá 8. ágúst. kosta: Á skrifst. 50 a. Send íit um landöOau.— Einst.blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og 5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Miðvikud. 13. sept. 1911. Sól i hádegisstað kl. 12 24' Háflóð kl. 8,9' árd. og kl. 8,32' síðd. Háfjara kl. 2,21' síðd. Afmseli f dag. Frú Björg Einarsdóttir. Guðm. Bjarnason, klæðskeri Póstar f dag: Ceres fer til íitlanda,, Sterling kenuir frá útlöndum. Flóra kemur norðan um land frá Noregi Hafnafjarðarpóstur kemur og fer. Álftanespóstur kemur og fer. Póstar á morrgun: Ingólfur til og frá Borgarnesi. Úr bænum. Frakkneski prófessorinn kem- ur. Ákveðið hefur verið að þiggja sæmdarboði frakkneku stjórnarinnar. Sterling ókominn til Vestm.- eya í morgun. Perwie kom kl. 9. Afhjúpunin fór fram svo sem til stóö á sunnudaginn. Illt veöur var dagana fyrir og eftir, en gott veður þann dag; um 7000 manns voru viðstaddir. Bláum fánum var raðaö umhverfis minnismerkið, en Dannebrog var þar ekki. Einari Jónssyni myndhöggvara var haldiö mikið samsæti í Iðno í gærkveldi. Um Suðurmúlasýslu hafa sótt sýslumennirnir: Björn Bjarnason, Guðmundur Eggerzog Halldórjúlí- usson, ennfremur Ari Jónsson, al- þingism., Guðm. Hannesson consul og Magnús Guðm.son aðstoðarmað- ur. Talið að G. Eggerz verði veitt sýslan. Rúðumálin munu nú á enda kljáð. [ 123. tbl. var þess getið að frakkneski ræðismaðurmn væri nú aftur farinn að rannsaka málið, það var misprenturi, átti að standa danski ræðismaðurinn (íRúðu),frakk- neski ræðismaðurinn (hjer) hefur ekki haft nein afskifti af málinu. Nú hehir danski ræðismaðurinn í Rúðu orðið þess vísari að Skúli hetur dvalið á hóteli því sem hann tilnefndi og hefur stjóraarráðið birt þau málalok. Guðmundúr Björnsson sýslu- maður Barðstrendinga og Snœbjörn hreppstjóri í Hergilsey eru nýkomn- ir til borgarinnar. Voru þeir yfir- heyrðir í Stykkishólmi í þessari ferð útaf trollaramálonum frægu og ætl- uðu til Englands að bera vitni í sakamáli skipstjórans á Chiftain, en nú er skipstjóri þessi sálaður — og er þá sakamálið þar með fallið niður en óvíst hvcrt skaðabótakrafa verður gerð í dánarbúið. Þeir verða ekki íanglífir óróa- seggirnir hjer við land og þykir nú enskum skipstjórum ólánsmerki að ybbast við íslensk yfirvöld. TroIIarar nokkrir voru nýlega að landhelgisveiði fyrir utan Ólafs- vík og var sent eftir sýslumanni. Brá hann við og náði einum þeirra inni á Grundarfirði og sektaði hann um 100 pd. sterl., en afli og veið- arfæri var upptækt. TroIIari þessi gat ekki gefið tryggingu fyrir sekt- inni og var því sendur með gæslu- mönnum (Ólafsvíkur hreppstjóra og sjera Ólafi Stephensen í Grundar- firði) til Patreksfjarðar að ná í á- byrgð símleiðis og gekk það vel. Það mun horga sig að bíða msð inn- kaup sín á Grys- prjóni, þar iil útsal- an byrjar í Vöruhúsinu Brjef til Vísis frá Plausor. Frh. Annars var það nú ekki um Kollafjarðarrjett, Tröllafoss, Árna- krók, Marardal nje Pingvallasve.it- ina, sem jeg ætlaði að, skrifa þjer, Vísir sæll; heldur var' það um Akranes, sem mjer sýndist ve,ra einn sá allra fegursti blettur í nágrenni Reykjavíkur, og þykir mjer undarlegt ef allir geta ekki orðið vjer samdóma um það. En samdóma er ekki fólkið orðið nú á dögum og fer því .nú sem fer í svo mörgu, að sitt sýnist hverj- um. Jeg hefi svo margpft rekið mig á, að þar sem mjer sýnist fallegt, þykir öðrum Ijótt og það sem mjer finst rjett, sýnist öðrum rangt; jeg hefi ósköpin öll brot- ið heilann í þessu og aldrei get- að skilið í því hvernig á því stend- ur að ekki skuli öllum synast það sama. Líklega er það af því að sömu augun eru ekki'í öllum höfðum; og þcssvegna er nú ólagið og rngliö á öllu. Ætli t. a. m. það væri ekki dálítið skemti- legra fyrir þjóðlífið okkar, ef öll- um heimastjórhar burgeisunum sýndist það sama og sjálfstæðis herrunum, eða bannvini og bann- fjendur væru sammála, eða þá ef öllum sýndist eins og mjer, að hvorutveggi fari bandvitlaúst að og taki rammskakkar skoðanir á öllu og sje því best að fylgja engum, en að hver eintrjánist út af fyrir sig, fari eftir sinni eigin skoðun og víki aldrei. »Bókvit- ið og skólarnir gera alt hringl- antli«, segja sveitakarlarnir, sém ekki geta náð í neina vinnukind, því þær taka allar til fótanna þegar slátturinn 'er úti óg þjóta til Reykjavíkur til að menta sig til munns og handar, sem kallað er. En mentunin er þó oft mesta fólgin í því, að lifa í gjammi og gjálífi og hlaupa eftir ýmislegum kenningaþyt í trúmálum og póli-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.