Vísir - 15.09.1911, Blaðsíða 1
126
20
Kenutrvenjulegaútkl. llárdegis sunnud.
þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud.
25 blöðin frá8.ágúst. kosta: Á skrifst. 50a.
Send út uni landoO au. — Einst.blöð 3 a.
Afgr. áhominuáHotel lsland 1-3 og5-7.
Óskað að fá augl.semtímanlegast.
Föstud. 15. sept. 1911.
Ofsaveður á
Vestfjörðum.
Sex menn drukna.
A mánudaginn geysaði ofsa
veður um Vestfirði og gerði
það víða skemdir miklar. í
þessu veðri fórst mótorbátur á
Súgandafirði og drukknaði öll
skipshöfnin fimm menn. Mann
tók út af fiskiskipinu Gunna,
eign Edinborgar verslunar og
drukknaði hann en tveir menn
á því skipi hlutu stór meiðsl.
(Eftir símskeyti.)
Flug milli Vestur-
heims og
Norðurálfunnar.
Þess var getið í Vísi í vetur að
kakaoverksmiðja nokkur þýsk ætlaði
að stofna til loftferðar milli Norður-
álfu og Vesíurheims, var fyrst í ráði
að farið væri hjeðan af landi yfir
til Kanada, en síðar var sú ákvörð-
un tekin að reyna heldur ferðina
frá Suðurálfu, en ekkert hefur orð-
ið úr þesssu enn.
Aftur hafa Vesturheimsmenn tek-
ið upp hugmyndina til framkvæmda,
en þeir ætla að fara í flugvjel, en
ekki Ioftskipi. Sá sem ferð þeirri
stýrir er frægur flugmaður M. A.
Robinson að nafni. Hann hyggur
að leggja upp fra Kanada og fljúga
fyrst til Grænlands, þá til íslands
og hjeðan til Noregs. .
Á þessari leið bíða hans gufu-
skip sem byrgja hann með bensíni
jafnóðum og það þrýtur. Ekki er
ákvörðun tekin en um hverær lagt
verður af stað en Iíkleglega verður
það á miðju sumri hinu næsta.
Notíð SUNDSKÁLANN.
I
&8 zx vlWÍktitt, A hjá ARNA
EIRÍKSSYNI, Austurstr.
6, fá menn bestar og ódýrastar
Vefnaðarvörur, Hrein-
lætisvörur & Glysvörur.
. Eskimóaflokkur af
íslenskum (?)uppruna.
Landi vor Vilhjálmur Stefánsson
kennari í mannfræði við Harvarð-
háskóla. sem í mörg undanfarin ár
hefur verið í rannsóknarferð um
norðuróbyggðir Kanada, hefur rek-
ist á þjóðflokk þar sem talar
máli Eskimóa en er að útliti sem
Norður'andabúar. Þjóðflokkur þe.si
hafði aldrei sjeð Indiána eða No -
urálfumenn og hjelt að Vilhjálmur
og þeir fjelagar væru Eskimóar. Um
þenna fund sinn skrifaði Vilhjálmur
í brjef dags. 18. okt. í fyrra, en
nií nýverið er það komið fram í
hinum mentaða heimi.
Menn eru mjög í óvissu um
hvernig flokkur þessi hefur fluttst
þessar óbyggðir endur fyrir löngu,
halda sunv'r að hjer sjeu fundnar
leifar ef Orænlendingum þeim af
íslenskum uppruna sem voru upp-
rættir þar úr landi á 15. öld, og
menn hifa álitið hingað til að
hefðu allir verið drepnir af Eski-
móum, og hafi einhver flokkur þeirra
komist vestur um Hudsonsflóa og
sest þar að.
Aðrir álíta að hjer sje um afkom-
endur þeirra er voru í Franklíns-
leiðangrinum þar um slóðir 1845-8.
Foringi þeirrar farar var sír John
Franklín breskur sjóliðsforingi og
hafði hann tvö skip til fararinnar
og 69 menn á hvoru. Til þess leið-
angurs spurðist það síðast að hann
Iagði af stað frá skipunum 22. apr.
1848 til þess að leita uppi fiskiá á
meginlandinu þar sem þeir voru
að þrotum komnir með vistir. Frank-
lín var þá dauður (fyrir tæpu ári)
og alls 33 menn af þeim.
Flokkur sá sem Vilhjálmur fann
voru 40 manns en þeir sögðu að
fleiri byggju fyrir norðan sig.
3stexi&\n$&*
exten&\s.
íslendingadagur var haldinn
hátíðlegur í Winipeg 2. f. m. eins
og venja er til.
Var byrjað á kapphlaupum.
Þá voru ræðuhöld og talaði sjera
Friðrik Hallgrímsson fyrir rhínrii
íslands og á eftir varsungið kvæði
eftir sjera Lárus Thorarensen. Fyrir
minni Vesturheims mælti Sveinbjörn
Johnson lögmaður og var á eftir
sungið kvæði eftir »Þorskabít«.
Fyrir minni kvenna talaði sjera
Runólfur Marteinsson en kvæði var'
sungið eftir E. J. Árnaspn. Þá
var flutt kvæði fyrir íslands minni
eftir Þorstein M. Borgfjörð. Enn
voru haldnar ræður og loks flutti
Þorstíinn Björnsson guðfræðingur
stefjaflokk »mikinn og veglegan«
um Jón Sigurðsson. Þá fóru fram
barnasýningar og ýmsar íþróttir
og loks dans.
Dómnefnd var skipuð til þessað