Vísir - 15.09.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 15.09.1911, Blaðsíða 2
78 V I S I R Föstud. 15. sept 1911. Sól í hádegisstað kl. 12.23‘ Háflóð kl. 9,51' árd. og kl. 10,03' síðd. Háfjara kl. 4,03' síðd. Afmæli í dag. Frú Cathinca Sigfússon. Björn Þórðarson, kaupm. Póstar f dag: Sterling fer til Breiðafjarðar. Póstvagn kemur irá Ægissíðu. Vestri kemur úr standferð. Póstar á morrgun : Hafnaljarðarpóstur kemur og fer. Veðráíta í dag. Loftvog Hiti ■< Vindhraði bX) 3 I 2 Reykjavik 773,3- - 7,3 0 Alsk. Isafjörður 769,6i- -10,0 SV 5 Hálfsk. Blönduós 772,7- 7,8 s 2 Skýað Akkureyri 769,7- 10,4 SSA 4 Skýað Grímsst. 734,5-1 - 6,5 0 Ljettsk. Seyðisfj. 770,5-1 11,4 SV 3 Hálfsk. Þórshöfn 772,0j—1 6,3 V 3 Skýað Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig : 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8= hvassviðri, 9 = stormur, 10= rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. dæma um hver stúlka væri fegurst í dansinum. Fegurst dæmdist Helga Ólafsson fædd 23. nov. 1895 í Hóla- koti á Akranesi. Foreldrar hennar eru Jónas Ikkaboðsson og Anna Sveinbjörnsdcttir sem fóru vesfur í apríl í vor. Glímudeilan. Eftirfarandi grein birtis í Lög- bergi 17. f. m. og er það endir á langri grein eftir v. H. til and- svara Jóhannesi glímukappa: Ath. — Blaðið »Vísir« í Reykja- vík prentuði glímu-grein mína í heilu lagi. Einhver snuddi, sem kallar sig von Sv., svarar nijer í því hlaði og kveður fátt rjett hernit« ígrein minni. Hann skort- ir ekki sannanagögnin, því að hann grípur til þess æru'eysis að falsa tilvitnanir, og spinnur langar lyg- ar út af fölsun sinni. Hann ger- ist svo ósvífinn að neita því, að ritstjóri Strand Magazine kalli Jó- hannes heimsmeistara. Segir hann kalli hann »01íma-Champion«. Pað vill svo vel til, að jeg hefi ritið enn við höndina. Þar er Jóhannes kallaður »World Cliam- pion« eins og jeg hefi áður sagt og Jóhannes viðurkennir. Sami maður segir að grein Jó- hannesar í Strand Magazine sje um sjálfsvörn hans, og bactir þessu við: »lnngang eða for- mála þeinar greinar ritar ritstjóri tímaritsins sjálfur, skýrir frá íþrótt þeirri (c: glímunni), sem lögð er til grundvallar í sjálfsvörninni og fer að sumu leyti miður rjett með- En þessu blandar v. H. saman og kennir Jóhannesi nm.« Það er auðsjeð, að bjálfa þess- um hefir verið það mikið áhuga- mál, að auglýsa flórisku sína. Það fer svo fjarri því, ao hann skilji ensku, að hann liefir ekki getað stafað sig rjett frani úr inngangs- orðunum, sem voru þófá og með skíru letr:. — Grein Jóhannesar heitir »Glíma« og er um glímur, og þó að Jóhannes hafi þar iíka skrifað nm sjálfsvörn sína, þá blandar hann henni sanian við glímurnar. En fjarri fer, að jeg hafi nokkru blandað saman íinn- gangsorðuin ritstjórans og grein Jóhannesar. Eg sagði það eitt sem satt er, að ritstjórinn hafði það eftir Jóhánnesi (úr grein hans). að íslendingar hefðu leynt glímunum fyrir útlendingum. Von Sv. leiðrjettir það, sern mishermt var í grein minni um seinustu glímur Jóhannesar á ís- landi, en þegir, sem vænta mátti- um það, að Jóhannes kepti þá ekki við glímumennina úr Reykja- vik. Jeg vænti svo góðs af ritstjóra Vísis, að hann birti þessa stuttu athugasemd mína við falsanir þessa ólæsa lyga-Champions, er sig kallar von Sv. v. H. Þettaandsvar hefur verið óskað birt: Þessi stóryrða-roka höfundar- ins fer algjört fram hjá markinu, enda ber hann ekki við að miða á það. Honum er um að gera að ágreiningsatriðin gleymist og hverfi í fúkyrðabylnum. Þaðeitt skiftir hjer máli, að þau tvö meginatriði í fyrri grein v. H., sem jeg gerði að umtalsefni, eru gerhrakín, svo að ekkert viðlit er að bera brygður á, sem sjeþau: þ að Jóh. Jósefsson hafi beðið ósigur þegar hann þreytti seinast glímu á íslandi og 2) að hann hafi látið svo unimælt í nefndri grein í St. Magasin, að ísl. glímu hafi verið haldið vandlega leyndri fyrir öilum umheimi til þeirrar stundar, er þessi grein í St. M. var rituð og birt. — Þessuni rang- færslum sínum reynir höf. nú ekki að mæla mót — gefst algert upp við þær. En þœr eru megin- atriði greinar minnar f Vísi 28. júní. Hártoganir höfundarins ogstór- orða-austur um heimsmeistara- heitið verður skiljanlegra, þegar gætt er þess ákveðna tilgangs á- rása hans á Jóhs. Jósefsson: að reyna til að rýa hann þeim heiðri, sem hann að verðleikum hefur hlotið fyrir endurreisn íslensks íþróttalífs. Og rithátturinn er gott sýnishorn þess níðsöngs, sem vissir sæmda.menn senda frá sjer, þegar þeir vit fjarlægðina vernda sig gegn niaklegri lagarefsingu. von Sr. GrÍStÍllílSÍð í skógimim. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. ---- Frh. Irinu koni þetta svo óvænt, að hún gat ekkert sagt, og setti sig á stól. »Má jeg nú biðja yður að gefa mjer nákvæma lundarfarslýsingu Ivans Markowna,« sagði Belosoff. Irina gjörði eins og hann bað, og sagði alt sem allra greinilegast og nákvæmast, eftir ráðleggingu lögreglustjórans. Belosoff skrifaði upp hjá sjer það helsta, og læsti svo vasabók sinni. »Þjer munduð undrast frú» sagði hann brosandi, »ef þjer sæuð það sem jeg nú hefi skrif- að hjer hjá mjer. Jafnvel hinn skarpskyggnasti sporhundur gæti ekki látið sjer detta í hug, að það væri athugasemdir leynilög- regluþjóns. Þetta lítur út fyrir að vera svo saklaust og hvers- dagslegt, þaf sem jeg aðeins nota orð, sem eru nöfn á matföngum svo sem kaffi, sykur o. s. frv. Aftan við þessi nöfn er tilfært ýmislegt verð, en fyrir mig hefur hver þessi bókstafur og hver tölustafur sjerstaka þýðingu. — En nú skulum við halda áfram starfi okkar. Má jeg spyrja hvar herbergi mannsins yðar er?«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.