Vísir - 20.09.1911, Síða 1

Vísir - 20.09.1911, Síða 1
129 23 VISIR Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. 25 blöðinfrá8.ágúst.kosta:Áskrifst.50a. þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud. ! Send út um landöO au,— Einst.blöð 3 a. Afgr. áhominuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Miðvikud. 20. sept. 1911. ELONTJS, BANÁEAS, YÍNBER, LAITKIJB, í versl Einars Árnasonar. Sól í hádegisstað kl. 12,21' Háflóð kl. 3,5ffi árd. og kl. 4,10' síðd. Háfjara kl. 10?' árd. og 10,22-síðd. | Afmæll f dag. Benedikt Jónasson, verkfræðiugur. Emanuel Cortes, prentari. Páll Hafliðason, afgreiðslumaður. Póstar á morgun : Austri kemur úr strandferð. Ingólfur kemur frá Sandgerði. Botnia fer til Vesturlands. Skotfærin eftirpspurðu komin aftur í verslun Einars Árnasonar. * evlewdvs. f slenskt iþróttafjelag var stofn- að í Winnipeg 25. f. m. Var kosinn formaður þess Guðmund- ur Stefánsson, glímukappi. Fróði heitir nýtt tímarit, sem Magnús J. Skaftason gefur út í Winnipeg. 1. hefti þess kemur út í þessum mánuði. Helgl Helgason tónskáld sem fluttist hjeðan til Vesturheims fyrir nokkrum árum heldur nú uppi 14 manna hornleikaflokki í Wynyard Sask. Hann byrti 2. f. m. eftir sig tvö ný lög: ♦ Undir íslenskuin fánacog »Fram, fram«, það var á Íslendingadagshátíð þeirra Wynyardbúa- Sveinbjörn tónakáld Sveln- björnsson kemur að líkindum til Winnipeg í dag. Hann ætlar að að ferðast um íslend- ingabyggðir vestra ag halda þar söng- samkomur og fyrirlestra. Má víst telja að homum verði fagnað þar hið besta. Vesturfarar. Til Winnipeg komu 8. f. m, 50 innflytjendur frá íslandi. en hinn 10. komu 14. Háskólasvívirðan. Svo sem nú er frjett er það rjett hermt sem skeytið frá Noregi sagði 6. þ. m. að Erslev háskólarektor Dana flutti kveðju frá háskóla vor- um og kallaði hann lýðháskóla (Höj- skole) og er það illa farið. Aftur átti rektor Ólsen enga sök á þessu og er það vel farið. Ýms Kristjaníublöð og þá íyrsi og fremst Verdens Gang höfðu tekið upp þykkjuna fyrir vorahönd. En þegar litið er til þess hvern sóma vjer höfum haft í sambúð- inni við Dani frá því hún hófst, verður þessi árás ekki skoðuð öðru- vísi en eðlilegt áframhald. P. S. I Ur bænutn. »Lapparnir«, sem sjálfsagt er að setja í gæsalappir, ætla með Sterling til Vestmannaeya og sýna skrípalæti sín þar. Eftir 2—3 vikur er von á þeimaftur hingað til borg- arinnar, og svo má búast við á- nægju þeirri að hafa þá hjer í borg'nni þangað til þeir fara að flakka um landið með vorinu. Áltan ú tawdí. 14 skýli handa skipbrotsmönnum ætla ensk trollarafjelög er veiði stuuda hjer við land að reisa á strandlengjunni milli Ingólfshöfða og Dyrhólaeyar, og er nú verið að smíða þau í Hull. Skýlin eru úr trje, hvert þeirra nægilega stórt fyrir eina trollaraskipshöfn og verður þar fæði, sængurföt og eldsneyti, en fyrir utan húsið stendur flaggstöng svo að gefa megi merki. Ennfrem- ur fylgir bátur hverju húsi. Skotkongur Vestur-Kanada. Átján ára piltur, íslenskur. Snemma í fyrra mánuði var hið árlega skotmót fyrir Vestur-Kanada haldið í Winnipeg og sóttu það 200 frægustu skotmennirnir af því svæði öllu. Á þessu skotmóti vann íslenskur unglingspiltur Jóhann V. Austmann að nafni svo ágætan sigur að slíkt hefur ekki þekst þar áður. Hann vann þrjá silfurbikara, ýms peningaverðlaun, silfurmedalíu frá landstjóra Kanada og gullmedalíu frá skotfjelagi Manitóba ogloks nafn- bótina skotkappi Vestur-Kanada, en á íþróttamannamáli hjer myndi það vera kallaður skotkonungur. Menn sem sjerþekkingu hafa í skotfimi halda því fram að Jóhann muni ekki eiga neinn sinn jafningja í heimi á sínum aldri, en mönn- um fer fram í list þeirri alt til 30 ára aldurs. Jóhann er fæddur í U^innipeg 18. ágúst 1892 og heita foreldrar hans Snjólfur Jóannesson Austmann og Sigríður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.