Vísir - 20.09.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 20.09.1911, Blaðsíða 3
V í S 1 R 91 þingmaður og sra Jón hinn gamli góði upp á sparnaðiiin. Ath. Hjer eru þeir talairað bjóða sig fram fyrir Bandamenn, sem hafa stuðning Heimastjórnarmanna eða þeirra er fylgja Kristjáni ráðherra, H. Þorsteinssyni, Dr. Valtýr, Stefáni skólameistara, Jóhannesi sýslum. og fl. merkum mönnum, sem orðmr eru viðskila við Björn og Skúla og hallast meir að ríkjandi stefnum Heimastjórnarflokksins.« G-istihúsið í skóginum. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýdd úr Dönsku. Kerásla í þýsku og sömuleiðis ensku og dönsku fæst í vetur hjá Halldóri Jónas- syni. Hittist tii viðtals fram að 28. þ. m. kl. 2—3 og 7—8 í Lækjargötu 6 B 1 en síðan í Kirkjustræti 8 B n. ‘JKvöldskóla fyrir ungar stúlkur lieldur undirrituð næstk. vetur eins og að undananförnu. Náinsgreinar: íslenska, enska, danska, reikningur, skrift og hannyrðir. Uinsóknum verður veitt móttaka í Þingholtsstræti 16. p. t. Presthólum 4. ág. 1911. Bergljót Lárusdóttir. ----- Frh. »Gjörið allt sem yður virðist nauðsynlegt að gjört sje« sagði irina. Leynilögregluþjónninnlaukhólf- unum upp, hverju á fætur öðru, og skoðaði það sem í þeim var. Hann gjörði það með svo undra- verðum flýti og nákvæmni, að ekki var annað hægt, en dáðst að því. En að þessu hafði leit lians verið árangurslaus. Rannsóknin hafði nú staðið yfir heila klukkustund. Belosoff bankaði á hliðar skrif- borðsins að mnanverðu. »Hjer er holt« sagði hann allt í einu við sjálfan sig. Án frekari greinargjörðar tók hann upp úr vasa sínum verk- færi nokkurt úr stáli gjört. Pað heyrðist dálítið braka í borðinu, ogjafnskjóttkomBelosoff fram með lítinn brjefaböggul í hendinni, og fleygði honum á borðið. »Þetta er allt sem í leynihólfinu var« sagði hann. Irina starði á þessi brjef, sem voru með ýmsum litum. Hún hafði enga hugmynd haft um til- veru þeirra. Leynilögregluþjónninn opnaði hvert brjefið af öðru og Irina gaf honum nákvæmar gætur. Það var á að giska tólf brjef alls, og litu út fyrir að vera næstum ný. Belosoff horfði eitt augnablik á Irinu. — Hann ákvarðaði sig tafarlaust. Þessi brjef mátti hún með engu móti fá í hendur. Fyrst og fremst var það gagnslaust, og í annán stað mundi það aðeins auka sorg veslings konunar, sem fyrir fram var ærið nóg. Iwan Markovna hafði víst ekki lagt svo afarstrangan skilning í þýðingu hjúskapartrúnaðarins. Þessi brjef báru þess því miður vott. »Það er.þá ekkert« sagði leyni- Iöregluþjónninn. »Þettavoru mjer vonbrigði«. »En hvað er í brjefunum?* spurði Iriná. Belosoff tók brjefin saman og stóð upp frá skrifborðinu með þau í hendinni. Bak við borðið var arininn> op- inn, og á hillu þar hjá var kerti og eldspítur. Snar eins ogeldingkveiktUiann á kertmu, og brá brjefabögglinum í Ijósið, svo að áður en Irina hafði fengið ráðrúm til að standa ,á fætur og átta sig á aðförum leynilögregluþjónsins, sem henni var mikil forvitni á að komast eftir, loguðu brjefin glatt í hendi Belosoff’s uns hann fleygði glæð- unum á arininn. > Hvað hafið þjer aðhafst?« kallaði Irina náföl í framan. Belosoff gekk rólega aftur til sætis síns og sagði: »Jeg eyddi aðeins nokkrum sak- lausum launungarmálum, sem alls enga þýðingu höfðu, en sem máske hefðuoilaðyður hrygðar um hríð, ef þjer hefðuð komist á snoðir um þau. Það var einskis virði frú mín, þjer megið trúa mjer til þess. — Dálítið smáatvik, sem oft :kemur fyrir í lífi manns. En úr því að jeg. einu sinni hafði fund- þessi brjef, áleit jeg það sjálfsaga skyldu mína að láta þau hverfa gjörsamlega.« »Ástamál«i síundi Irina upp og beit í vörina. »Þjer þorið máske að segja mjer, hvort þáð standi í noklcru sambandi við hvarf mannsins míns?« "Jeg mundi tafarlaust Svara þessari spurningu játandi, ef jeg gæti gjört það með fullri sann- færingu«, sagði Belesoff. íEn jeg held áreiðanlega að í þessum brjefum hafi ekki verið hin minsta bending í þá átt. Þarna í- horninu er enn skápur, sem jeg hef ekki rannsakað.* írina mælti ekki orð frá munni. Að 20 mínútum liðnum hafði Belosoff lokið þessari síðust leit sinni. Hann var engan veginn ánægð- ur með árangurinn af starfi sínu. Nú álti hann erfitt og vanda- samt verk fyrir höndum. Sama sem engin bending nje merki voru fyrir hendi, sem gætu orðið honum til leiðbeiningar í framhalds rannsókn hans. En þrátt fyrir það Ijet hann ekki hugfall- ast. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.