Vísir - 21.09.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1911, Blaðsíða 2
94 V í S I R "Jpeu sem vU\a \afia a5 s\ev a5 \ latvd *5 t\mfc\\ úv ^ujws&upltiu ,MLuo’ seudiv Vv^o'S s\u um )paS á s^v\Js\oJu fvluta5\e^aas\us ,*\D'ótuuduv’ J^v\v %2>. \>. m. J óhannes J osefsson. Þar sem Jóhannesar glímukappa hefur talsvert minst verið hjer í blöðunum að undanförnu, og það fremur niðrandi af sumum, finst mjer það vel við eigandi og rjett- látt, að geta síðustu afreksverka hans með fáum orðum, svo £fl- menningur geti fullvissað sig um, að Jóhannes hefur haldið uppi heiðri íslands með íþróttum sín- um, og að enn er ekki aldauða hjá íslendingum f'ræknleiki forfeðranna. Jóhannes hefur nú síðastliðin þrjú ár ferðast um þvera og endi- langa Evrópu og sýnt íþróttir sín- ar og kept við íþróttagarpa ann- ara þjóða, og enn sem komið er hefur enginn orðið til að leggja hann að velli. Hánn hefur sýnt framandi þjóðum íslensku glímuna. Hann hefur sýnt þeim sjálfsvörn sína, og hann hefur felt þeirra allra bestu glfmugarpa og íþróttamenn í þeirra eigin íþróttum og glím- um. Sjerstaklega er það þó hin svonefnda »grísk-rómverska« glím- an og »catch-as-catch-can«, sem Jóhannes hefur þreytt af kappi og hvervetna gengið sigrandi af hólmi. Núna síðást hefur Jóhannes sýnt fræknleik sinn í Kaupmannahöfn. Dönsk blöð, sem jeg hefi íhöndum, sýna, að 3. ágúst háði Jóhannes »catch-as-catch-can« við danskan glímugarp, Edward Söre;nsen, og fóru svo leikar með þeim, að Jó- hannes átti frægum sigri að hrósa. En þessu undi danskurinn illa, og skoraði á Jóhannes, að þreyta við sig »grísk-rómverska« glímu næsta kveld. í þeirri giímu var Sörensen þessi orðlagður fyrir fræknleik, og töldu dönsk blöð honum sigurinn vísan, en raunin varð alt önnur. Jóhannes hafði þar frægum sigri að hrósa sern áður. En Danir voru enn ekki af baki dotnir. í borginni var um þær mundir kappi mikill frá Suður- Afríku, er Mr. Duncan heitir, risi að stærð og afli, og fór mikið orð af honum fyrir fræknleik. Við garp þennan þreytti svo Jóhannes í »catch-as-catch-can«, og fóru svo leikar sem fyrri, að Jóhannes vann glæsilegan sigur. Ýmsir aðrir danskir glímugarp- ar reyndu fræknleik sinn við Jó- hannes, en allir fóru þeir hina mestu fýluför í þeim viðskiftum. Meðal þeirra, sem fyrir Jóhannesi fjellu, var einn hinna best kunnu aflraunamanna og glímugarpa Dan- merkur, Hjálmar Jakobsen að nafni. Edward Sörensen, sá sem verstu hrakfarirnar fór fyrir Jóhannesi að þessu sinni, er af dönsku blöðun- um kallaður »íturmeistari í grísk- rómverskri glímu«. En sá titill fjell í valinn með honum sjálfum. Það er annars mjög sjaldgæft, að dönsk blöð hrósi íslendingum fyrir tiokkuð, en að þessu sinni hrósa þau Jóhannesi fyrir hreysti hans og fræknleik, og munu allir verða að játa, að það er að verð- leikum gert. f öðrum löndum, sem Jóhannes hefur ferðast um, hafa glímukon- ungar þeirra orðið að lúta í lægra haldi fyrir honum. Þannig feldi hann glímukonung Skota fyrir tveimun árum síðan, og núna fyrir skömmu lagði hann að velli ítur- meistara Bæheims í grísk-rómv. glímu. Jóhannes Jósefsson hefur með frænkleik sínum og íþróttum getið fslandi frægð í framandi löndum. Hann hefur komið útlendingum til að meta hina íslensku glímu, og heima á ættjörðinni hefur hann endurvakið hana. Jóhannes hefur meir en nokkur annar núlifandi ís- lendingur gert íslandi sóma í íþrótta- legu tilliti. En það er eins og vant er, það eru altaf einhverjir, sem líta öf- undaraugum á afburðamennina^ og Jóhannes hefur ekki farið var- 'hluta af því. Og sumir þeirra manna, sem eiga honum mest upp að una, hvað íþróttir snertir, — menn, sem hann hefur verið kenn- ari, eru hvað fremstir að níða hann og draga af honum skóinn. Jeg þekki Jóhannes flestum bet- ur, og jeg þori að fullyrða það, að íslenska þjóöinn á engan mann, sem hefur einlægari áhuga á, að hefja hana í þann heiðurssess íþróttanna, sem hún forðum skipaði hjá erlend- um þjóðum, og enginn hefur gert meira í þá áttina en Jóhannes Jó- sefsson. Gunnl. Tr. Jónsson. ('Heimskr.) Heyforðabúrið í Fnjóskadal. Frá þessu einkennilega heyforða búri er sagt í Noröra á þessa leið: Vinnumenn og vinnukonur og annað ungt fólk í hreppnum, sam- tals 50, tóku sig saman í hitteðfyrra um það, aö koma saman einn sunnu- dag á sumrinu til þess að slá og raka á leigðum bletti, er lítið var notaður. Inngangseyrir í fjelagið var 50 aurar af hverjum, og fyrir það var fenginu maður af næsta bæ til að þurka og bera saman heyið í »fúlgu« sem síðan var tyrfð og gert utan um. Og geymist slíkt hey betur og verður fastara en í hlöð- um. Eftir fyrsta sumarið kom vet- ursvoharður að þá varselttil þeirra sem urðu þrot nær 40 hestar af heyi. Síðasta vetur voru engin þrot hjá mönnum. En nú á þetta fje- lag líka 60—70 hesta heys í »fúlgu« sinni, og þar að auki upp undir 100 kr. í sjóði. Má segja að þar fari saman gagn og gaman, því þetta unga fólk hefur skemtun af því, að koma svona saman og kynn- ast. Sá sem um þetta ritar bætir því svo viö að rjett myndi að alþingi styrkti svona fyrirtæki, en það er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.