Vísir - 21.09.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 21.09.1911, Blaðsíða 3
V í S 1 R 95 TIL LEIGIÍ EÐA SOLU hús Sameignarkaupfjelags Reykjavfkur á Hverfis- götu 12 — besta íbúð með öllum þægindum og blóm- garði, og sjerlega góð sölubúð með skrifstofu og miklu vörurúmi. Lysthafendur snúi sjer, til Hr, Sveins Björnssonar eða G. Gíslason & Hay. mjög varhugavert að venja unglinga á slíkt ósjálfstæði og ölmusuhátt. Fyrirtækið er mjög fagurt og lofs- vert eins og það errekið nú, en myndi missa alla virðingu ef það hætti að standa á eigin fótum. Hjer á landi er þegar allt of mikið af þurfalinga hugsunarhætti, er því ánægjulegra að sjá fyrirtæki þrífast og blómgvast án >sfyrks.* GrÍStÍllÚSÍð í skógimim. Rússnesk saga eftir Oaston. Þýdd úr Dönsku. --- Frh. Belosoff átti við góð, en þó fremur óbreytt kjör að búa. En metnaðargirnin rak hann stöðugt áfram. Hann var þeirrar ! trúar, að þegar stundirFðu, mundi sjer heppnast að komast í mikils- megandi stöðu. Og til þess að ná þessu tak- marki þurfti hann að hafa mikið fje handa milli. Því er nú einu sinni þannig varið í hinu helga Rússlandi. »10,000 rúblur,« hafði lögreglu- stjórinn sagt, og brosað slægð- arlega. »Jeg skal leysa þennan hnút,« sagði Belosoff í mjög ákveðnum róm, þegar hann lagði af stað frá húsi Iwans Markowna út í vetrar náttmyrkrið. Niðursokkinn í hugsanir sínar braust hann áfram gegnum nið- dimma hríðina, sem nú var nieð versta móti. »Jeg skal finna morðingjann, þó jeg verði að leggja líf mitt í sölurnar,* hjet hann sjálfuin sjer, og varð þá allt í einu þess var að hann var kominn að húsi sínu. Ljós var í stofunni, og inn um gluggann sá hann móður sína sitja álúta yfir saumum sínum. Blíðu- og friðartilfinning vakn- aði í hinum metnaðargjarna huga hans. Um fram alla hluti niátti hún með engu móti komast á snoðir um fyrirtæki einkasonar síns, sem vel gat verið að hann ljeti líf sitt fyrir að inna af hendi. II. Daginn eftir lagði Pjetur Belo- soff af stað frá St. Pjetursborg. Áður en hann lagði af stað átti hann langt einkasamtal við lögreglustjórann. Irinu Markowna skrifaði hann stutt brjef, og geymdi hún það vandlega. Eftir þrjá daga kom Belosoff heim aftur. Hann bað tafarlaust um að fá að tala við lögreglustjórann, og veitti hann honum það sam- stundis. Þeir töluðust við í starfstofu lögreglustjórans. Að hálfri stundu liðinni fór leynilögreglúþjonninn burt. Pungur á svip gekk hann hæg- fara eftir hinum nöktu hvelfdu göngum lögreglubyggingarinnar. Eftir þriggja daga harðsnúna rannsókn hafði hann orðið að snúa heim við svo búið. Enga slóð var hægt að rekja. í fyrstu hafði litið svo út, sem Belosoff ætlaði að verða hepp- inn. Hann hafði sem sje getað rak- ið feril hins horfna kaupmanns æði langt skeið. En allt í einu þraut slóðin, og hin margæfða þaulreynda fund- vísi leynilögregluþjónsins kom honum nú að engu haldi. Belosoff var sýnilega orðinn taugaveiklaður. Pað var undir öllum kringumstæðum mjög svo óheppilegt, því staða hans krafð- ist um frani allt ókvalræðis og jafnvægis geðsmunanna. Hann þóttist vera úr öllum efa genginn um það, að Iwan Mark- owna hefði verið myrtur, og að lík hans fúnaði einhversstaðar fal- ið á leyndum stað. En hvar? Lögreglustjórinn hafði hlýtt á skýrslu eftirlætisgoðs síns með steinkaldri þögn. Og Pjetri Belosoff hafði meira en skilist það, að lögreglustjór- inn var ekki ánægður með frammi- stöðu hans. Að líkindum var það einmitt þetta sem svo mjög hafði sært hið óbifanlega öryggi Pjeturs Belosoff. í lok samtals þeirra hafði furst- inn gefið í skyh, að hann mundi þann sama dag senda nokkra aðra leynilögregluþjóna út um landið, ef ske kynni að betri árangur yrði að því. Hann ljet Belosoff sjálfráðan um það, hvort hann vildi vera í þeirra tölu eða ekki. Furstinn hafði glottað hæðnis- lega þegar hann kom með þessa uppástungu, og það sveið hin- um unga manni sárt. Hann fann að nærri lá, að hann misti traust þessa manns, er allir óttuðust. Þegar hann kom út, kreppti hann ósjálfrátt hnefana, og starðí í jörð niður. Átti nú Iífsáform hans að stranda á þessu verkefni. Að vísu hafði hann þegar í upphafi gjört sjer grein fyrir því, að örvænt gat verið um það. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.