Vísir - 22.09.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1911, Blaðsíða 2
V 1 S 1 R ívöldskóla fyrir ungar stúlkur heldur undirrituð næstk. vetureinsog að undananförnu. Námsgreinar: íslenska, enska, danska, reikningur, skrift og hannyrðir. Umsóknum verður veitt móttaka í Þingholtsstræti 16. p. t. Presthólum 4. ág. 1911. Bergljót Lárusdóttir. 98 Morocco og hjelt þar eina ræðuna, svo svæsna, að til ófriðar horfði á hverri stundu. Delcasse, sá sem þá rjeði mestu um stjórn Frakka, varð að fara frá völdum og Norðurálfan ijeð af að setjast á þing til að ráða fram úr deilunni og afstýra ófriði. Fundurinn í Algeciras. — Þessi smábær er á Spáni suðaustan til og sóttu þangað 13 fulltrúar frá Evrópu og 1 frá Bandaríkjunum til þessað lita eftir verzlunarhögum sinna manna, að sagt var. Um eignarrjett til landsins var ekki útkljáð, enda þólt fulltrúar Breta á fundinum hjeldu því fram að Morocco væri franskt land, en um ýms atriði var þar samið, svo sem það, að lið til að halda uppi lög- um og friði skyldi Moroccostjórn kosta undirstjórn og kennslu franskra og spánskra foringja, að banka skyldi stofna undir tilsjón frá fulltrúum stjórnarbanka fjögrastórvelda: Frakk- lands, Bretlands, Þýskalands og Spán- ar, en Frakkar og Þjóðverjar lýstu því, að hvorugirskyldu ásælast einka- rjettindi í landinu, sjer eða öðrum í hag eða öðrum til baka. Þessar bollaleggingar voru til lykta leiddar í árslok 1906. Hvað síðar gerðist. — Um sama leyti varð það, að ráðist vará spánska verkamenn nálægt Tangier og 5 þeirra drepnir af Márum. Spánska stómin sendi hermannsinn í land- ið og lagði undir sig allvæna skák eftir langa og harða viðureign; þeim parti Iandsins er síðan síjórnað af báðum í sameiningu. Márum og Svánverjum, en Márar hafa löggæslu undir spönskum foringjum. Márar urðu að greiða mikið fje í herkostnað og gengu að ýmsum hörðum kost- um. Þessi hernaður Spánarstjórnar var óvinsæll heima fyrir og Ieiddi af sjer róstur ogupphiaup, en þeim lauk með aftöku Frans Ferrars 19. Okt. 1909. Jafnhliða þessu var innanlands- ófriður í Morocco sjálfri. Mulai Hafid gerði uppreisn móti bróður sínum og var gefið soldáns nafn 1907. Tveim árum síðar viður- kendu stórveldin að hann væri rjett- ur stjórnandi landsins, með því móti að hann gengist undir ráðstafanir þær er samþyktar voru í Algeciras, og að halda öll Ioforð og samninga bróöur síns. Rjeði hann nú landi að nafninu til, en útlendingar sóttu á ríki hans og allmikill hluti Iands- manna stóð í móti honum með vopnum. Frakkar í Afríku. — Frakkar eiga mestan hluta Norður-Afríku og hafa litið svo á í tvo hina síöustu manns- aldra, sem Morocco ætti að verða sín eign. Þeir hafa slegið eign sinni á löndin öllu megin, þegjandi og bardagalaust, og nefnt það einu nafni Máraland, en svo hjet Morocco til forna Öll þessi lönd hafa þeir friðað og stórnað með svo niiklum skörungsskap og dugnaði, að þeir dást mest að því, sem kunnugastir eru. Takmörk Morocco ríkis eru ekki mjög glögg og hafa aldrei verið, og því hafa Frakkar getað fært út kvíarnar og eignað sjer feikna flæmi, er lágu undir það ríki með- an stjórn þess var öflug, fyrá öld- um, en síöan voru undan því geng- in eða töldust til þess að nafninu eingöngu. En öllum þeimlöndum er Frakkar hafa þannig eignasthafa þeir sett stjórn, öfluga ogframkvæmd- armikla og hinum herskáu íbúum mjög svo nýta og farsæla. Það er jafnan þeirra fyrsta verk, að byggja járnbrautir inn f hina nýfengnu lands- hluta þar næst koma upp vatnsból- um og áveitum, og loksaðsjá hin- um friðsömu og vinnugjörnu fyrir mjög öruggri lagavernd. En þetta tvent hefur eytt þessi lönd, sem fyrrum voru einhver hin frjósöm- ustu þeirra, er þávorukunn: vatns- leysi og lagaleysi. Nú fer þessu fram, sem frá var sagt, þar til í april í vor, að Sold- áninn gerir Frökkum boð að koma sjer til hjálpar, þar sem hann er inni luktur og umkringdur af upp- reisnarher í höfuðborg sinni Fez. Frakkar brugðu við og sendu sveitir nokkrar inn í landið og þar kom, að þeir tóku höfuðborgina á sitt vald, Þjóðverjar og Svánverj- ar hófu þegar mótmæli og hinir síðarnefndu fóru herskildi um norðurhluta landsins og unnu þar borgir nokkrar. Þeim aðförum mótmæltu Frakkar. En skömmu síðar sendu Þjóðverjar herskip til lanósins og hjeyptu nokkru lröi á land þar. Og síðan stendur Norðurálfan tveim megin að mál- um: England og Frakkland öðrum megin; hins vegar Þjóðverjaland, Austurríki og Ítalía og Spánn að vissu leyti. Því þykir og mega reysta, að Rússar skerist í leikinn, með bandamönnum sínum, Frökk- um, ef í harðbakkana slær. Hvers virði er Agadir? — Þessi hafnarstaður í ríki Mára, er á vest- urströndinni við Atlanshaf, og hef- ur aldrei þótt mjög girnilegur fyr en nú, að keisarinn sendi þangað herskip sín. En að keisarinn hefur ágirnd á honum, kemur til af tvennu. í fyrsta lagi urðu Þjóðverjar svo seinir til að ná sjer í nýlendur, að þeir hafa orðið út undan, en hafa haft sig að hverjum skika, sem þeir með nokkru móti gátu dregið und- ir sig, síðan þeir hófu að færa út kvíarnar. Þeir hafa eignast allstórar sneiðar austan á Afríku, eina höfn í Kína, með miklu landi umhverfis, þeir láta og mikið til sín taka í Litlu Asíu, og eru hvervetna á verði að fá sinn skerf vel úti látinn, ef nokkuð kemur á rekana. í annan stað, ef þessi hafnarstaður Agadir er víggirtur, og ef þar er floti og her manns, þá þykir Englendingum sá vogestur sitja of nærri þjóðleið sinna skipa til Indlands, Suður-Afríku og Ástralíu. Því vilja þeir Þjóð- verjann þaðan burt fyrir alla muni. Enn er þess að geta, að frá Agadir er miklu skemmra til Suður-Ame- ríku en frá nokkrum stað í Evrópu, en á Brasilíuverslun leikur Þjóð- verjum mikill hugur, og því er það, að Bandaríkjunum er ekki meir en svo gefið um setu þeirra í þessum r argnefnda hafnarstnð Agadir. Af öllu þessu þykir mega ráða, að Þjóðverjar eiga svo marga og örugga á móti sjer, að það er méira en óvíst hvort þeir fá haldið þess- um stöðvum. Hitt mun vísara, að það mun þurfa að veita þeim ein- hver vilyrði til að rýma þaðan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.