Vísir - 28.09.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 28.09.1911, Blaðsíða 3
V 1 S I R 13 Háskólaborgarabrj ef verða afhent skrásettum stúdentum mánudaginn 2. október, kl 1 e. h. í stóra kenslusalnum vinstra- megin. Heykjavík 25. september 1911. G-istihúsið í skóginum. Rússnesk saga eftir Gaston. Þýddjúr Dönsku. --- Frh. y.í og- Óli aldrei verið jafn fljótur að sækja hrossin. Nú var ekki tafið; þeir Ijetu í mesta flýti upp á lestina; og svo fór Óli á stað. Sæm. bóndi rak vel á eftir hjá hcnum; og kallaði svo til hans frá aftasta hestinum: »Gáðu að vel fari á drengur minn, og reyndu nú að vera fljótur*. — — — — Óli, sem ekki var vanur, að talað væri svona hlýlega til lians, tók þessi orð húsbóndasíns vel til greina, og einsetti sjer það, að láta eigi á sig standa að flytja h'eim. —--------- Hann hjelt nú áfram eins og hann gat; og var ekki svipstund heim með ferðina. Og svo hverja af annari. Svona gekk það nú allan daginn, aldrei stóð á því, að ekki væri til búið upp á lestina, þegar Óli kom; og eigi heldur á honum að flytja heim. — — — — — — — Dagurinn var nú b'ðinn, og farið að skyggja. Sólin var ný gengin til viðar, og kveldroðin ; Ijómaði á vestur loftinu. »Ó hvað það er fagurt sumarkvöld núna«, sagði Óli við sjálfan sig, þegar hann var að fara á stað með síöustu ferðina heim. Ivveldroðinn hvarf nú, en alstirndur himininn ljómaði, ogmyrkrið gjálfr- aði Iög og láð. Óla varð iitið upp til fjallanna í kring, og sá hvar þau mændu dimmleit upp í myrkbláan nætur- himininn. Hann varð hrifinn af hinni stórfengilegu og hrikalegu náttúru; og tilfinningarnar, setn börð- ust þá í hjarta hans, þær voru svo margvíslegar, og þá var það jafnan siður hans að syr.gja um náttúr- una. — — — — — —---------------------- »En hvað á jeg nú að syngja?« tautaði hann fyrir munni sjer. »Jeg man ekkert í svipinn. — Jú! — »Þú bláfjalla geimur« Það er eitt af því fegursta, sem s 6 {a x i 5 \í . jeg kann um náttúruna og það skal jeg taka.« Svo tók nú Óli lagið og söng svo hátt að bergmálaði í fjöllunum. --------En þegar hann var búinn að syngja fyrstu hendingarnar, þá þeysti fólkið á gæðingunum heim af engjunum, og var það eins og kólfi væri skotið, þegar það fór á sprettinum fram hjá honum. - — Og að síðustu varð Óli einn, langt á eftir öðrum. Hann langaði til að spretta úr spori, en varð að fara hægt með lestina, því að það var kolsvarta myrkur. Óli gleymdi öllu á meðan hann var að syngja,ennú fór hann að aðgætaálestinni, hvort alt færi vel, — — — Svo kom hann nú loksins heim. Allir hjálpuðust að því að taka ofan og spretta af. En hestarnir voru orðnir þreyttir, því Óli var búinn að fara margar ferðir um daginn. »Tvö hundruð hestar í garð í dag,« sagði Sæmundur bóndi við piltana. »Jeg man ekki eftir, að hirt hafi verið jafn mikið á einum degi í þessi fimtíu ár sem jeg er búinn að búa hjer á »Fel!i«. Það væri gott að fá fleri daga svona góða eins og þennan.« En þessi óskadagur húsbóndans kom nú ekki. Og öllum bar því saman um það eftirleiðis, að þetta hefði verið besti þurkdagurinn, sem komið hefði á slættinum. Chaiselonguer, Legubekkir (Di- vaner), Stólar og allskonar madressur. Fást með lægsta verði hjá Asel Meinholt INGÓLFSSTRÆTI 6. Prentsm. D. Östlunds Hann fór ósjálfráttað hlusta og liorfði á stúlkuna, sem enn kraup á knje. Var það stúlkan sem kveinaði? Honum var ekki mögulegt að sjá framan í hana. Hann^sá nú að stúlkan stóð upp og hljóp fram á árbakkann. Hún virtist varlageta áfótunum staðið, og ofviðrið hrakti ihana og hrikti, og sýndist þá og þegar mundi skella henni niður. Belosoff flaug alt í einu nokkuð í hug. Hann fleygði öllum fyrri áform- unvsínuni fyrir borð, og hl í hendingskasti til stúlkunnar. »Hvað ætlið þjer að aðhafast?« kallaði hann til hennar. Hann sá að hún hrökk við og bjóst til að leggja á flótta, En það gat hún ekki, þvíleyni- lögregluþjónninn greip um hand- legg hennar. »Ætlið þjer að fremja sjálfs- morð?« kallaði hann í eyra henni, því hann varð að hafa s 'allan við svo að hún gæti heyrt til hans fyrir óganginum í veðrinu, sem nú var komið í algleiming. Hin ókunna stúlka kveinaði og sagði: »Sleppið mjer. — Hvað kemur það yður við hvort jeg óska að deyja eða ekki?« Belosoff slepti ekki takinu um handlegg stúlkunnar, og dróg hana, án þess að segja nokkurt orð, til næsta ljóskers. Hann vildi þó að minnsta kosti fá að sjá framan í hana. Hinn þreytulegi blær á rödd hennar hafði haft undarleg áhrif á hann. Hinn ungi lögregluþjónn horfði nú í andlit liinnar ókunnu stúlku við hirtu ljóskersins, og rjett við fætur þeirra vall fljótið áfram með ofsa jakaburði, sem á svipstundu mundi hafa brotið hvert bein í þeim manni, sem í því hefði Ient. Stúlkan reyndi að hylja andlit sitt með klútnum, sem hún hafði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.