Vísir - 03.10.1911, Side 1

Vísir - 03.10.1911, Side 1
138 7 Kemurvenjulegaút kl.2 síðdegis sunnud. þriðjud., miðvd., finitud. og föstud. 25 blöðin frá 24. sept. kosta: Á skrifst. 50 a. Send út um landöO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr. í suðurendaá Hotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Þriðjud. 3. október 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,17‘ Háflóð kl. 1,48‘ árd. og 2,16‘ síðd. Háfjara kl. 8 kl. 8,28’ síðd. Afmæli í dag. Bjarni Jónsson, húsgagnasmiður. Austri fer í strandferð. Hafnafjarðarpóstur kemur og fer. Alftanespóstur kemur og fer. Ingólfur fer til Straunifjarðar, Síórtíðindi f frá Utlöndum. Frakkneskt herskip »Liberte« sprakk í loft upp 25. sept. á höfninni í Toulon; 4-500 manns fórust, þar á meðal nokkrir á skipum þeim, er næst lágu á höfninni. Kosningar í Canada. Laurier failinn. Stjórnin í Canada beið afarmikinn ósigur í kosningunum 21. sept. — Stjórn- arandstæðingar höfðu 49 atkvæðum fleira. Borden, foringi íhaldsmanna tekur við stjórninni afLaurier. Eftir þessi úrslit er viðskiftasamningur- inn milli Canada og Bandaríkjanna úr sögunni. Stærsta loftskip enska hersins var reynt fyrir skemstu. en bilaði og fjell niður við fyrstu tilraun. Enginn varð mannskaði af þessu slysi. Sfórkostleg ásigling. 19. sept. sigldi enskt herskip á stærsta farþegaskip heimsins Olimpic (sem fullgert var í sumar), er það var að leggja út af höfninni í South- arnpton. Bryndrekinn rendi snið- halt aftur á skipið og braut á það gat um 20 fet á hæð og 10— 15 fet á breidd, en sjálfur misti hann trjónu framan af stefninu, er vóg 20 smáiestir. — Á Olimpic vóru 2000 farþegar, þar á meðal 20 milj- ónaeigendur, sem áttu 100 miljónir sterlingspunda. — Enginn maðurfórst. Flugvjelar til hernaðar eru i Frakkar nú að smíða ekki færri en 15 þúsundir og er því verki hraðað sem mest má verða. Frakkar eru annars mesta flugvjelaþjóð heimsins og getur sú list komið í góðar þarf- ir ef stríðið byrjar ekki fyr en þeir hafa útbúið loftflota sinn, en þetta getur verið ástæða til að Þjóðverjar dvelji ekki degi lengur með að hefja ófriðinn. Lesið Vísi á morgun. Verður þá sagt gjör frá þessum atburðum og öðrum stórtíðindum, sem nú eru að gerast. Óöld í Kína. Innanlandsóeyröir eru miklar í Kína um þessar mundir og vaða uppreistarflokkar víðsvegar um Iand- ið og gera hin mestu spell. Stjórn- in hefur sent herflokka á móti upp- reistarmönnum og hafa ýmsir haft sigur, en í septemberbyrjun unnu þó upprestarmenn sigur á stórum herflokk stjórnarinnar og gjöreyddi honum. Ógurlegurvatnavöxturhefurhlaup- ið í ýmsar ár í Kína í haust, hafa þær flætt langt yfir bakka sína og sópað burtu öllu er fyrir varð. Hafa farist þar margir tugir þús- unda manna þeirra er þar bjuggu. Mestan óskunda gerðu árnar Lian-ho í Mandsjuríu og Jang-tse- kiang (Miklaá), en hún er mesta vatnsfall í Austurálfu. Herbergi óskast til leigu Sigurður Guðmundsson mag. art. Hótel Island. r Ur bænum, Samsæti(kveldmáltíð)hjeldu »aka- démiskir« borgarar íjbænum háskóla- ráðinu í gærkveldi að tilhlutun stu- dentafjelagsins. Var það á Hótel Reykjavík. Andrjes Björnsson for- maður Studentafjelagsins bauð menn velkomna. Undir borðum töluðu svo Mattías fornmenjavörður fyrir minni háskólans, Lárus H. Bjarna- son, prófessor, sem nú gegnir rekt- orsstörfum í fjarveru Dr. Ólsens, þakkaði ræðuna og mælti fyrir minni nemenda skólans, en Jón Jónsson docent mælti fyrir íslandi. Samsætið fór hið besta fram, veitingar góðar og allir virtust ánægðir, en of fáir tóku þátt í samsætinu. Ekki nema um hálft hundrað manns. Embættismennut- an Háskólans sáust ekki og fáir háskólastudentar. Bókavörður við Landsbóka- safnið er settur Árni Pálsson ritstj. í stað Jóns sagnfræðings. Bankabókari við Landsbank- ann er settur sjera Richard Torfa- son. Forstöðumaður lðnskólans er orðinn Ásgeir Torfason, efna- fræningur. Skólar vóru flestir settir í gær, en ekki er enn víst um nemenda- tölu þeirra allra. í Barnaskólanum eru rúmlega 900 börn. í Ásgrímsskóla eru 50. í Stýrimannaskólanum eru 44 nemendur. Samkomur Thorvaldsens- fjelagsins byrja fyrsta þriðjudag í okt. eins og að undanförnu. STEINOLÍU til vetrarins er best að kaupa í versl. VON Laugaveg 55.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.