Vísir


Vísir - 04.10.1911, Qupperneq 1

Vísir - 04.10.1911, Qupperneq 1
139 8 VISIR Kemurvenjulegaút kl.2 síðdegis sunnud. 25 blöðinfrá24. sept.kosta: Áskrifst. 50a. Afgr. ísuðurendaáHotelIsland l-3og5-7. þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud. Send út um laudóO au.— Einst.biöð 3 a. Óskað að fá augl.sem tímanlegast. Miðv.d. 4. okiéber 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,16‘ Háflóð kl. 2,44‘ árd. og 3,12‘ síðd. Háfjara kl. 8,56‘ og kl. 9,24' síðd. Afmæll í dag. Frú Margrethe Krabbe. Egil Jakobsen, kaupmaður. Guðm. Halldórsson verslunarm. Sigurður Sigurðsson alþm. Póstar á morgun: Perwie kemur. Ingólfur kemur frá Straumfirði. Veðrátta í dag. Loftvog | '£ Vindhraði Veðurlag Reykjavík 772,9 - 7,5 0 Regn| Isafjörður 771,1 - 7,8 S 1 Heiðsk. Blönduós 772,3 - 9,0 ssv 1 Alsk. Akureyri 769.5 -12,5 vsv 3 Skýað Grínrsst. 735,8 - - 6,Í5 SSA 1 Ljettsk. Seyðisfj. 771,2 + 6,6 0 Hálfsk. Þórshöfn 769,5 —1—11 ,|0 NNV 3 Alsk. Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8= hvassviðri, 9 = stormur, 10= rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Stórtíðindi r frá Utlöndum. Etna gýs Fárvíðri á Suður-Ítalíu. Um miðjan september tók Etna, eldfjallið mikla á Sikiley, að gjósa, opnuðust stöðugt fleiri og fleiri eldgígir og rann hraun niður eftir hlíðum fjallsins, en aska mikil fjell um alt nágrennið. Aðfaranótt hins 15. gerði hvirfilbyl geysimikinn og þyrlaði öskunni upp á ný og reif upp og eyðiiagði mjög vínakrana sem á fjallinu eru. Ofsastormur gekk þá nótt einnig yfir alla Suð- ur-ítalíu og gerði stórfeldan skaða. Frá 18. f. m. eru síðustu frjettir af gosinu. Voru þá 300 eldgígir gjósandi og rann hraunflóðið fjóra vegu niður af fjallinu og stefndu á bæina Solicchiata og Linguay- lossa, en stórir heslihnotaskógar, er upp af bæunum lágu stóðu íbjörtu báli. Svæði það, sem hraunið fer yfir, er talið hið frjófsamasta á allri ey- unni. Hefur herlið verið sent til þess að hjálpa fólkinu sem þarna býr til þess að komast burtu með það sem hægt er að flytja. í kring um fjallið er dagurinn myrkur sem nótt, svo mikið er öskufallið. Það eru um 300 ár síðan að hraun hefur runnið úr Etnu. Blóðugar götuóeyrðir í Vínarborg Herliðið skýtur niður og særir hundruð manna. Sunnudaginn 17. f. m. hjeldu jafnaðarmenn útimót fyrir framan ráðhúsið og voru þar samankomn- ar um 40 þúsuudir manna. Voru ræður haldnar á 30 stöðum í einu, en það voru æsingaræður gegn stjórninni og sjerstaklega verslunar- ráðherranum. Víða heyrðist hrópað: Niður með stjórnina! Lýðveldið lifi! og fleira þessháttar, en ekki urðu þar þó neinar óspektir og fóru menn að ganga af mótinu. En þá kom skyndilega upp sá kvittur að skotið hefði verið í hópinn úr gluggum ráðhússins. Varð lýður- inn, sem var all æstur undir, þá af- arreiður og ruddist fram um götur bæarins með köllum um hefnd og gerði allskonar spell. Voru búðar- gluggar brotnir og varningi tvístr- að, sporvagnar feldir og kveikt í þeim. Skólabygging ein var gjör eyðilögð. ÖIIu lauslegu þaðan hent út á götuna, steinolíu skvett á og kveikt í öllu saman. Herliðið var kallað til hjálpar og ruddist það fram með skotum og byssustingj- um og feldi menn og særði jafnt saklausa sem seka. Riddaraliðið þeysti áfram og reið niður menn og konur og voru að- farirnar hinar voðalegustu. Mest viðnám veitti lýðurinn í út- hverfi bæjarins er Ottakring heitir. þar voru gasljó in eyðilögð og var barist í myrkri um kveldið. Voru þar reistir skotgarðar um þver strætin og hernum varnað með grjótkastí og skarnmbyssuskotum, en úr glugg- um ringdi yfir það alskonar járna- rusli, jurtapottum ofl. Óvíst er hve margir hafa drepnir verið í þessum óeyrðum, þar sem opinberar skýrslur um það eru mjög óáreiðanlegar, eru mörg hundruð manns hafa verið fluttir á sjúkra- húsin. Svona uppþot hefur ekki komið fyrir í Vín síðan í stjórnarbyltingunni 1848. Framhalö stórtíðlnda á morgun. Úr bænum. Attatíu og fimm ára varð Jón Borgfirðingur rithöfundur síðasta Iaugardag. Hann ber ellina flest- um betur. Ungur og fjörugur í anda og heilsan ágæt. Unglingastúkan SvailllVÍt n, 55 heldur fund næstkomandi sunnu- dag (8. okt.) kl. hálf eitt e. h. í Goodtemplarahúsinu uppi. Nauðsynlegt fyrir alla meðlimi að koma á þann fund. Nýir gœslumenn stjórna. Umdæmisgæslumaður. er sjálfsagt að setja í Vísi & þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljóti þær eiga að lesast almennt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.