Vísir - 04.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 31 FÁMSSEEIÐ. fyrir stúlkur hefi jeg undirriluð í hyggju að liafa næstkomandi vet- ur. Kennslan byrjar 14, október og fer fram síðari hluta dags. Námsgreinar verða: danska, enska (að lesa, skrifa og tala bæði niálin), íslenska, skrift, reikningur, söngur og fleira eftir óskum nem- enda. Einnig tek jeg í tímakenslu, í ofangreindum námsgreinum, bæði konur og karla. Hólmfrfður Árnadóttir. Þingholtsstræti 28. Heima kl. 11—12 árd. 7—8 síðd. Mvöldskóla ö) q) 6 fyrir ungar stúlkur heldur undirrituð næstk. vetureinsog að undananförnu. Námsgreinar: íslenska, enska, danska, reikningur, skrift og hannyrðir. Umsóknum verður veitt móttaka í Þingholtsstræti 16. p. t. Presthólum 4. ág. 1911. Bergljót Lárusdóttir. kynna mjer vörutegundirnar í nokkra daga áður jeg færi að bjóða þær viðskiftamönunum. Það varð mjer til hamingju, að hann gaf leyfi sitt og sagði. »Very well«. »Jeg fór þegar að kynna mjer starf mitt,« Einkum notaði jeg þá aðferð, að þegar einhver æfður afhendingar- maður var að afgreiða viðskift ■- menn, þá var jeg ávalt þar á vað- bergi og þóttist vera að hagræða vörunum, en lagði eyrun við öllu er framfór. Frh. G-istihúsið í skóginum. ---- Frh. Frú Belosoff leit undrandi aug- um á son sinn. »En tæplega getur þetta verið orsök þess, að þjer leituðuð dauð- ans«, sagði hún lágt. Leynilögregluþjónninn hlýddi með athygli á orð hinnar ungu stúlku. Bak við þessa einföldu frásögu gat dulist myrkur heimilis-sorg- arleikur. Sonja horfði á hina gömlu konu raunamæddu augnaráði »Jeg hefi verið hjer í borginni á fámennu heimili og verið glöð og ánægð« sagði Sonja í lágum rómi. »Faðir minn flutti mig hingað fyrir nokkrum árum, þeg- arliannátti sembágast. Aður fyr var mikil umferð á heimili föður míns, sem liggur langt inníþykk- um skógi. En umferðin hætti þar og lagðist annarstaðar að, svo að greiðasalan gekk úr sjer. Hinn gamli maður varð að vinna baki brotnu til þess að geta dregið fram lífið.« »Er móðir yðar dáin?« spurði Belosoff. Stúlkan hristi höfuðið. »Hún er dáin fyrir 10 árum« sagði hún. »Síðan hefur líka öllu farið hnignandi hjá föður mínum. Jeg veit vel hverjar skyldur jeg sem hlýðið barn hefi gagnvart föður mínum, en mjer er alveg ómögulegt að flytja nú aftur í þetta afsíðis gistihús, eftir að jeg nú um nokkur ár hefi notið hjer gleði og ánægju.« »Sögðuð jojer ekki þetta við föður yðar?« spurði Belosoff aftur. Sonja svaraði: »Jeg fjell á knje fyrir honum og bað hann um að jeg mætti vera hjer kyr. Hann hefði og máske verið tilleiðanlegur að upp- fylla ósk mína, ef ekki annar maður, sem orðinn er hans illi andi, stæði á bak við.« »Pjer talið svo óljóst« sagði hinn ungi lögregluþjónn. »Hefur þá þessi maður svo mikif áhrif á föður yðar, að hann geti alveg ráðið yfir yður og honum?« »Pað hlýtur að vera svo,« svar- aði Sonja. Hún leit niður fyrir sig, og kuldahrollur fór um hana alla. Allt í einu spratt Belosoff á fætur. Það Var eins og eitthvað ógeðfelt hefði allt í einu komið honum í hug. »Kannske þjer eigið einhverj- um hjer í Pjetursborg á bak að sjá, sem á hönd yðar og hjarta Sonja Litninoff,« sagði hann lágt. »Sje svo, skil jeg vel í öllu þessu.« Sonja horfði einarðlega í augu honum. »Jeg skil, hvað þjer meinið«, sagði hún, »en því er ekki þann- ig varið. Faðir minn vill að jeg giftist manninum, sem hann kom með hingað. Hann er skyldur fram í ættir, og hefur um nokk- ur ár rekið greiðasölu í fjelagi við föður minn.« »Og þjer hafið andstyggð á þessum manni,« flýtti Belosoff sjer að segja. «Hver hefur sagt það« sagði hin unga stúlka óttaslegin. »Pjer töluðuð áðan um mann. sem þjer sögðust hata«, svaraði lögregluþjónninn. Sonja leit til hans með ein- kennilegu augnaráði. »Já jeg hata hann og hef and- styggð á honum« sagði hún. »Pað fer hrollur um mig þegar mjer dettur hinn illi andi föður míns í hug, og lians vegna Ieit- aði jeg dauðans.« Að svo mæltu hneig hún máttvana niður á Iegu- bekkinn. »Móðir mín,« sagði Belosoff hrærður. »Það er skylda mín að vernda stúlkuna gegn ofríki þessara manna. Eitthvert leynd- armál er hjer dulið, sem eyðiiegg- ur líf þessa veslings. En nú verður Sonja að vera í ró og næði. Jeg fel þjer umsjón henn- ar, jeg veit að hún er þá í góð- um höndum.* Hann bar svo stúlkuna, sem var þá nær meðvitundarlaus, inn í svefnherbergið og gekk svo fram aftur. Hann bauð móður sinni góða nótt og kysti hana á ennið. Undarlega hrærður í huga, og í ýmiskonar þankabrotum gekk hann upp á svefnloft sitt og af- læsti dyrunum. Hann gekk lengi um gólf, og var að hlusta, hvort nokkuð heyrð- ist niðri. En þar var alt með hinni mestu kyrð. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.