Vísir - 05.10.1911, Blaðsíða 1
140
Kemurvenjulegaútkl.2 síðdegis sunnud.
þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud.
25 blöðinfrá24. sept.kosta:Áskrifst.50a.
Send út um IandóO au,— Einst.blöð 3 a.
Afgr. í suðurenda á Hotel Island 1-3 og5-7.
Óskað að fá augl. sem tímanlegast.
Fimtud. 5. októher 1911.
Sól í hádegisstað kl. 12 16'
Háflóð kl. 3,29' árd. og 3,47' síðd.
Háfjara kl. 9,41' árd. og kí. 9,59' síðd.
Afmæli r dag.
Hreggviður Þorsteinsson. verslunarm.
Jón Einar Jónsson, prentari.
Veðrátta í dag
M s CUO cs
o E >< í-J3 c 3 iO
nJ > >
Reykjavík 770,9 -f-8,0 s 1 Alsk.
ísafjörður 766,0 -f-11,1 s 5 Skýað
Blönduós 769,5 -4-11,8 s 1 Skýað
Akureyri 767.2 —13,5 s 3 Skýað
Orímsst. 733,7 4- 9,0 s 3 Skýað
Seyðisfj. 768,6 4-13,9 4- 9,4 sv 2 Skýað
Þórshöfn 768,8| ssv 0 Skýað
Skýringar:
N = norð- eða norðan, A = aust- eða
austan, S = suð- eða sunnan, V = vest-
eða vestan.
Vindhæð •er.-ialm í stigum þannig:
0 = íogn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 =
gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6=
stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8=
hvsasviðri, 9 = stormur, 10= rok, 11 =
ofsaveður, 12 = fárviðri.
Stórtiðindi
f frá
Utlöndum.
Sprengingin
á
Toulon höfn
Hjer skal sagt nokkuð gjörr frá
þeim voða viðburði sem um getur
í þríðjudagsblaði Vísis.
Snemma morguns mánudaginn
annan er var hrukku menn upp af
fasta svefni í Toulon, við afar Iiáan
hvell, en brátt kom annar og þriðji
og hver rak annan, en á fám mín-
útum kom þó einn er út yfir tók,
húsin hristust og rúður brotnuðu í
þúsundatali.
Þetta voru sprengingar á hinu
nýa og vandaða herskipi »Libérte«.
Mikil tfðindi á morgun-
Menn vitaekki gjörlahvar?preng-
ingarnar áttu upptök sín, en þegar
eftir hina fyrstu sprengingu htupu
um 100 manns fyrir borð og björg-
uðu sjer á sundi í land. Fyrirlíð-
unum tókst brátt að koma reglu á
liðið og alt var reynt til þess að
frelsa skipið, en hver sprenging rak
aðra og brátt stóð alt skipiðí eld-
báli. Ofseint var að bjarga sjer, eld-
urinn náði í púðurbyrgið og skipið
klofnaði með voðalegum gný, menn
og limir og stór og smá stykki úr
skipinu þutu um loftið í allar áttir.
og rigndi niður um alla höfnina.
Stórir stálflekar lentu á öðru her-
skipi þar á höninni er »Democra-
tique« heitir og drap þar 20 menn
og særði fimtíu.
Þegar er fyrsti hvellurinn heyrð-
ist höfðu menn farið frá öðrum
skipum á bátum til hjálpar en [jöldi
þeirra fórst.
Á Liberte voru 750 manns en
þriðjungur þeirra hafði landleyfi er
slysið bar að höndum og yf'rmaður
skipsins var að stíga í land er spreng-
in arnar byrjuðu. Ertaliðað þarna
hafi farist um 500 manns og fjöldi
særst auk þess. Mörg skip sem á
höfnini lágu þurfa stórra aðgerða.
Öll frakkneska þjóðin varð sorgbit-
in er slys þetta frjettist. Hermála-
ráðherrann Delcasse var meira að
segja með tárin í augunum, er blaða-
maður hitti hann að máli um þetta
efni.
Qeorg konungur símaði þegar
samhrygð dna og hið sama gerði
jafnvel Þýskal ndskeisari.
?Liberte« var fyrsta flokks her-
skip smíðað 1907 og hafði kostað
rúmar 30000000,00 kr.
Ofsamikill hiti hefur verið
í Lundúnum í september. 8. sept.
var þar t. d. 91° á Farenheit (um
33° C.)
Fellibylur geysaði um mið-
hluta Svíaríkis 8. og 9. sept. og
gerði mikinn skaða. Trje rifnuðu
upp með rótum, mörg hús stór-
skemdust, svo og símalínur, en ekki
er getið um nein mannskaða.
Þýsk hersklp vaða númjög
um Stórabelti og hafa gert dönskum
sjómönnum stórtjón. Einkum hafa
þau eyðilagt síldarnet þeirra hundr-
uðum saman. Hafa nú Danir heimt-
að skaðabætur, en óvíst, hvort þvi
verður sint._____________________
Bindindisríkið
Maine
leyfir áfengissölu eftir
60 ára bannreynslu.
Með alþýðuatkvæði var 11. f. m.
hafnað í ríkinu Maine í Bandaríkj-
unum lagaboði um banná áfengis-
gjörð og áfengissölu innan ríkisins
og er talið víst að þingið þar sam-
þykki þegar lög sem leyfa áfengis-
sölu. Ríkið Maine hefur verið bind-
indisland í 60 ár og við alþýðuat-
kvæðagreiðslu næstu á undan þessari
höfðu bindindismenn 23811 atkvæða
meiri hluta.
Þrátt fyrir bannið var ætíð hægt
að fá áfengi keypt í Iandinu (segir
»Politiken« 14. f. m.) þó meiri hluti
þess væri, sökum eftirlitsleysis, af
örgustu tegund. Drykkjuskapurinn
í Maine hefur í mörg ár verið miklu
verri en í nokkuru nábúaríki þess
þar sem áfengi hefur verið frjáls
vara. Þetta gerði hin snöggu um-
skifti við atkvæðagreiðsluna.
Stórmerkileg
nýung.
í sambandi við háskólahátíð Norð-
manna hjelt háskólakennarinn Birke-
Iand fyrirlestur um hin ráðandi öfl
í sólkerfinu og vakti fyrirlestur sá
afar mikla eftirtekt.
Birkeland ætlar að hann hafi óyggj-
andi rök fyrir því að hringir Saturn-
usar — sem menn hafa haldið að
væri ótölulegur fjöldi smátungla —
væru íraunogveru rafmagnsstraum-