Vísir - 08.10.1911, Síða 1

Vísir - 08.10.1911, Síða 1
142 11 Kemurvenjulegaút kl.2 síðdegis sunnud. þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðinfrá24. sept.kosta: Áskrifst.50a. Send út um landöO au,— Einst.blöð 3 a. Afgr. í suðurendaá Hotel Island 1-3 og5-7. Óskað aö fá augl. sem tímanlegast. HAUST-ÚTSALAN I T * ÁRNA EIRÍKSSYNI AUSTURSTRÆI 6. heldur áfram alla næstu viku til laugardagskvölds 14. október 1911 Fyrir utan þau miklu kostakjör, sem útsalan býður, veitist þeim sem versla þessa viku alveg sjerstök kostakjör. Lítið á gluggana í Austurstræti 6 Sunnud. 8. október 1911. Fult tungl. Sól í hádegisstað kl. 12,15“ Háflóð kl. 5,11“ árd. og 5,30“ síðd. Háfjara kl. 11,23“ árd. og kl. 11,42' síðd. Afmæli í dag. Baldvin Einarsson, aktýgjasmiður Eyvindur Árnason, snikkari Póstar á morgun: Ceres kemur frá Seyðisfirði og útl. Courier kemur norðan um Iand frá Noregi. Vesta kemur norðan um land frá út- löndum. Spánn í hervörslu. Óstjórn í Landinu. Dráp og hrennur. Uppþot í Penagas. Sunnudaginn 10. f. m. gengu fim þúsund námamenn til ráðhússins í Penagos, litlum bæá Norðurspáni og ætluðu að fara þess á leit við bæjarstjórann þar að eitthvað væri gert til þess að fá vatn í bæinn. Þurkar höfðu þá gengið alllengi og rnenn liðu af vatnsskorti. Borg- arstjóri neitaði áheyrn og tóku menn þá að kasta steinum á ráðhúsið. Lögreglan skarst þegar í leikinn og sló í harðan bardaga höfðu nokkr- ir námamenn marghleypur og not- uðu þær óspart. Fjellu þarnokkrir af báðum og fjöldi særðist. Verkmannaþing. Mánudaginn 11. f. m. lauk hinu fyrsta verkmannaþingi áSpáni. Það var haldið í Barcelona. Barcelona l'ggur norðarlega á Spáni við Mið- jarðarhafiö hún er mesta verslunar og iðnaðarborg Spánar með frek- lega hálfa miljón íbúa, eru frelsis- vinir þar margir og oft róstusamt. Verkmannaþingið sóttu um 500 íulltrúar úr öllu landinu ogvar eitt aðalmál þess að ræða um að gjöra alsherjar verkfall í landinu ef til stríðs kæmi, en þegar átti að fara að ræða málið skarst lögreglan í leikinn, voru umræður um þaö bann- aðar og kom ekki til atkæðagreiðslu, en þingheimur tvístraðist. Frá-BUbao. Miövikudaginn 13. f. m. var Bilbao lýst í hervötslu. Bilbao Iiggur við Biskayaflóa, mikill verslunarbær og járnnámu með frek 80 þúsund íbúa. Verkamenn höfðu gert þar verk- fall og spunnust út af því miklar róstur, var herlið kallað til hjálpar er Iögreglan rjeði ekki við neitt og voru verkamenn skotnirniður, varð nú enn meiri æsingur, brýr sprengd- ar í loft upp og annar óskundi í frammi hafður. Hermenn skipuðu sjer um allar aðalgötur bæarins og í opinberar byggingar, en öll verslun og vagn- ferðir hættu með öllu, ekkert biað gat komið út, þar sem prentarar gerðu og verkfall Mikil hungursneyð var í fátækari hluturn borgarinnar ogvögnumsem til borgarinnar komu nteð vistirhanda hernum, fylgdi herfylking, svo ekki yrði rænt," en járnbrautarlestir sem voru á leið til borgarinnar hafa verið stöðvaðar af verkfallsi önnum og rændar að öllu. Verkan enn gerðu og ítrekaðar tilraunir til aö ná á sitt vald járn- brautarstöð þarsem vistir voru geymd- ar, en er það tókst ekki. Kveiktu þeir þá í húsum þarígrend. Eng- inn veit hve mikið mannfallið var þar sem yfirvöldin hafa strangar gætur á síniunum, en ætla má að þaö skifti mörgum hundruðum. Næstu daga voru mörg hús brend og stórskotaliðið skaut niður fjölda húsa þar sem verkamenn bjuggu, svo að ekki stóð steinn yfir steini. Allar járnbrautir til borgarinnar voru eyðilagðar og samgöngur því með öllu teftar. 10 þúsund hermenn eru f Bilbao, sem beita hinni mestu grimd og er ástandið voðalegt. Alt í uppnámi. Sunnudaginn 17. komst uppsam- særi mikið í Barselona. Höfðu stjórnleysingjar innlendir og út- lendir flutt þangað afamikið af dyna- miti og átti að eyðileggja með því járnbrarutir og frjettaþræði, en lög- reglan komst á snoðir um þetta, náði sprengiefninu og handsamaði forkólfa samsærisins. í Saragossa (við Ebro með 100 þ :s. íbúum) gerðu verkamenn verk- fall í öllum iðnaðargreinum og lenti þegar í blóðugum bardagi milli verkamanna og herliðsins og var borgin þegar lýst í hervörslu. Þá varð höfuöverkfalli lýst yfir um alt land, og þriðjudaginn 19. lýsti konungur Iandið í hervörslu. Var nú barist svo að segja um alt landið og má giska á að margar þúsundir eða tugir þúsunda hafi fallið auk hinnasærðu. Sumar borg- ir í landinu gátu rekið her ogyfir- völd af höndum sjer og settu á stofn hjá sjer lýðstjórn. Greinilegar frjettir ná ekki lengra en til 19. að kveldi, en Vísir vonar að geta sagt meira í næsta blaði. Umrenningarnir skilja yið Mön. Mön heitir ein danska eyan í Au tursjónum, hún er um 209 fer- rastir að stærð (eða nær fjórum fermílum) og íbúatalan um 16 þús. Höfuðbærinn þar er Stege með 2250 íbúa og er borgarstjóri þar Zahle sá er áður var forsætisráð- herra Dana. Á þessum tíma árs hefur hegn- ingrahúsið í Stege jafnan veriö yfir- fult'af umrenningum, en er nú sem stendur tómt og fangavörðurinn hef- ur ekkert að gera. — Allir um- renningar eru farnir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.