Vísir - 08.10.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 08.10.1911, Blaðsíða 2
42 V í S I R Svo stendur á þessari nýlundu, aö borgarstjórinn fann það snjallræði, að finna alla kaupmenn að máli og aöra vínsala og fá þá til að selja ekki öðrum áfengi en þeim, er þeir þektu, og jafnharðan og það kom til eyrna umrenninganna að það væri undir hælinn lagt, hvort þeir næöu í brennivín á Mön, hurfu þeir allir — með tölu. Schierbeckfyrrum landlæknir hjer, dó 7. f. m. eins og er frjett með símskeyti. Dauöamein hans var hjarta galli, sem harn hafði lið- iö af nokkur ár. Fór hann fyrir tveim árum til Egyptalands til heilsu- bótar en það dugði ekki. Hann var fæddur 24. febr. 1847 í Odense, og læröi þar á yngri árum garðrækt. Hjer var hann landlæknir 1883— 1892 og á hann hjer minnismerki þar sem er »Bæjarfógetagarðurinn«. Jarðarförin fór fram hinn 14. s. m. með mikiili viðhöfn. Kransar voru þar meðal annar frá Stjórnar- ráði íslands og íslendingafjelagi í Kaupmannahöfn. "VJLtaxv Kristnir bræður heitir utan- þjóðkirkjusöfnuður einn á ísafirði og er forstöðumaður hans James L. Nisbet trúboði. Forstöðumaðurinn hlaut ráðherrastaðfestingu 22. f. m. Yfirfiskimatsmaðurinn á Akur- eyri, Einar Finnbogason, hefur feng- iö lausn frá því starfi, samkvæmt umsókn, frá 1. febr. Umsóknarfrest- ur til 31. des. Árslaunin 1600 kr. Áhrif söngsins. AðaUmaðurinn Pietro del Castel- nuovo var uppi síöari hluta 13. aldar. Þótt hann væri i miklu áliti, sem skáld, þá var hánn þó í enn raeiri metum, sem söngmaður og vegna þess hve lystilega hann sló hörpuna er hann söng. Svo er sagt aö eitt sinn er hann var á heimleið úr heimboði, var ráðist á hann af ræningjum í Vall- ogna skógi. Þeir tóku af honum hestinn, peninga hans og sviptu hann klæöum og ætluðu að myrða hann. Skáldið sagðist fús þess að deyja, ef þeir lofuðu sjer áður, að syngja eitt af ljóöum sínum. Það leyfðu ræningjamir, Pietro del Castelnuovo fór að syngja. Það var ágætt kvæöi er hann flutti stigamönnum, og sló hann hörpuna með unaðslegum hreim samfara söngnum. Svo góða skemtun höföu ræn- ingjar aldrei fengið, þeir urðu þýð- lyndir og gleymdu fyrirætlan sinni. Þeir gáfu honum líf, fengu honum hest sinn, peninga, í stuttu máli allt, er þeir höfðu af honum tekið. (Das Echo). Maukur. Eldlendingar. ---- Frh. Trúarbrögð hafa Eldlendingar eng- in, og gera sjer enga hugmynd um guö, lífið eftir dauðann, sál eöa samvisku, eða yfir höfuð um rjett eða rangt eftir okkar hugmyndum. Þó trúa þeir á anda, sem þeir halda að valdi illviðrum og sjúkdómum og spilli fyrir sjer dýra- og fiski- veiöum. Er þar í landi ekki all- lítið um skottulækna eöa gladra- menn, sem þykjast hafa náð valdi yfir öndum þessum, og geti því ráðið fyrhvvindi og veðuráttu.'Og jafnvel lifi og dauða^annara manna. Og er það lík hugmynd og sú er ríkti hjer á landi og víðar í Norður- álfu á miðöldunum, og enn ríkir all-víða hjá viltum og hálfviltum þjóðum. Eldlendingar hafa enga stjórn hvorki í stórum nje smáum stíl. Engir eru þar höfðingjar yfir flokkunum, og jafnvel engir reglu- Iegir húsbændur — og í rauninni ekkert reglulegt heimili, og enginn hlýðir öðrum. Þó getur sá máttugi kúgað lítilmagnann, að minsta kosti um stundarsakir, ef þeir eruhrædd- ir við hann. Engin hafa þeir há- tíðahöld, þegar barn fæöist, fólk giftist eöa maður deyr, eins og þó er siður hjá allflestum þjóðum. lík þeirra Iátnu eru grafin í sorphaug- um fyrir utan kofana, eða brend inni í skógum og öskunni svo dreyft í allar áttir. Kofi þess látna er rifin, eignum hans skift milli þeirra sem eftir lifa, og ekki má nefna hann framar á nafn. Ekki eru Eldlendingar geðgóðir, en þvert í móti úfnir mjög í lund og afar bráðlyndir. ómögulegt er heldur að reiða sig nokkurn tíma á þá, og getur sá, sem með þeim býr, átt það á hættu,aö þeiráhverri stundu ráðist að honum og grandi honum annaðhvort af reiöi eða dullungum. Þeir fara ákaflega illa með konur sínar, láta þær vinna baki brotnu og berja þær þessá milli; ogþegar þeir eru búnir að jeta, kasta þeir í þær leifunum eins og í hundana. Nfðurl. s\a\Jum m\et. Eftir Tom Murray. (þýtt úr ensku.) _ prh. En þegar jeg sagði húsbónda mínum upp, sagði hann, að eins og jeg vissi þá ætti hann sjálfur hlut- deild í heildsölufirma ogjeg skyldi fá sömu kjör hjá sjer og aðrir byöu mjer. Þeim boðum tók jeg. Byrjunar árslaun mfn við heildsölustarfið voru 250 sterlingspund. Þetta ríflega kaup hvatti mig til að giftast, þó jeg væri ekki nema 27 ára að aldri. 300 sterlingspund fjekk jeg ann- aö árið, 400 þriðja árið, 480 fjórða árið og næstu tvö ár þar á eftir fjekk jeg 800 sterlingspunda árskaup. Þá var það, að annað verslunar- hús bauð mjer 1000 sterlingspunda árskaup (þ. e. 18,200 krónur) frá árslokum, eða hvenær, sem jeg gæti komið. Jeg skýrði húsbónda mín- um frá þessu, reyndi hann í fyrstu að telja mig af því, en síðan, er hann sá, að ekki dugði, sagöi hann: »Gott og vel,Murray, fyrst þjer ætl- ið að fara um árslokin, þá getið þjer eins vel farið strax.« Það gjörði jeg; mig munaði um að fá þessa 200 punda launaviöbót Maðurinn sem rjeði mig fyrir 1000 sterlingspunda árskaup, vildi ráða mig til þriggja ára. Jeg var þá farinn að metavinnu mínanokk- uð mikils, og jeg hafði þaö traust á sjálfum mjer að jegværi vel hæfur verslunarmaður. Jeg sagöi honum þvf, að jeg vildi ekki semja um nema eitt ár, að hann væri alment álitinn mjög vandlátur og aðfinn- ingasamur og að ef mjer liði ekki vel hjá honum, þá vildi jeg alls ekki vinna í þjónustu hans, að hann yrði að láta mig sjálfráðan árið á enda, og ef hann þá væri ekki ánægöur, skyldi hann segja til. Jeg sagði honum þaö, sem reynd- ist satt, að þegar að því kæmi, þá myndi hann borga mjermiklu hærra kaup annað og þriðja árið en hann borgaði mjer nú. Við lok fyrsta árs- ins bauö hann mjer 1200 sterlings- pund, og við lok annars árs 1500 sterlingspunda kaup fyrir þriðja ár- ið, og eftir það ár 1800 sterlings- pund á ári, auk hlutdeildar í ágóða söludeildar minnar. Með Bónus varð árskaup mitt 2300 sterlingspund (þ. é. etl 41,700 kr.J. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.