Vísir - 10.10.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 10.10.1911, Blaðsíða 1
143 12 Kemurvenjulegaút kl.2 síðdegis sunnud. þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 24. sept. kosta: A skrifst. 50 a. Send út um land 60 au. — Einst. blöð 3 a. Afgr. í suðurendaá Hotel Island 1-3 og5-7 Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Þriðjud.10. okfóber 1911. Sól í hádegisstað kl. 1214' Háflóð kl. 6,28' árd. og 6,49' síðd. Háfjarakl. 12,40' árd. Afmæll í dag. Frú Ragnheiður Quðjohnsen. Frú Sigurlög Ouðmundsdóttir. Þjóðmenjasafnið kl. 12—2. Lanskjalasafnið kl. 12—1. Klíník (Þingholtstr. 23) 12—1. Póstar á morgun: Kong Helgi kemur frá útlöndum. Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Courier fer norður um land til Noregs. Hafrarfjarðarpóstur kemur og fer. Álftanespóstur kemur og fer. Jón Hj. Sigurðsson settur hjeraðslæknir er til viðtals fyrir sjúklinga 2—3.Vj e. m. í Hafnarstræti 16 (uppi). Ur bænum, Ceres kom frá Seyðisfirði og út- löndum í gær og sægur af fólki með henni. Þessir hafa verið nafngreind- ir: Jes Zimsen consul ogfrúhans, Debell kaupmaður, B. M. Ólsen há- skólarektor, Bjarni Jónsson frá Vogi og frú hans, Dr. Guðm. Finnboga- son og frakkneski professorinn til Háskólans. Dánir: Sigurður Ólafsson trjesmiður, Lauga- veg 27 B. (fyr bóndi á Bytru í Fljótshlíð), fæddur 31. des. 1837. Dó 1. okt. Kristín Ágústínusdóttir, yngisst. dó á Vífilst. hæli 2. okt. Kristín Kortsdóttir, ekkja, 76 ára, Njálsgata 59. Dó 5. okt. Gefin saman: Pjetur Leifsson ljósmyndari, Þing- holtsstr. 8 og ym. Steinunn Bjart- marsdóttir, Fríkirkjustíg 3. Gift 30. sept. Guðjón Guðlaugsson frá Hóls- húsum í Höfnum og ym. Ragn- hildur Helga Jónsdóttir s. st. Gift 4. okt. Haflð þjer litið í gluggana hjá ÁENA EIEÍKSSTNI Austurstræti 6 í dag? Einar Þórðarson skósmiður og ym. María Kristín Jónsdóttir, Njáls- gata 27 B. Gift 5. okt. Jónas Jónasson Skólavörðustíg 16 og ym. Einhildur Guðbjörg Tóm- asdóttir. Gift 6. okt. Jóhann Bergsteinsson, bóndi á Sogni í Ölfusi, og ym. Guðrún Ögmundsdóttir s. st. Gift 7. okt. Prestvígður var síðastl. sunnu- dag af biskupi Sigurður Jóhannes- son cand. theol. Fer hinn nýi prestur austur að Hofi í Vopnafirði í síað docents Sigurðar P. Sivert- sen. Raddir aimennings. Fótboltakappleik- urinn í gær. Jeg brá mjer suður á íþróttavöll í gær sunnudaginn 8. okt. því fót- boltafjelögin .»Fram« og »Reykja- víkur« ætluðu að keppa. Veður var fremur gott rigningarlaust en dálítill vindur. Leikurinn byrjar. »Reykjavíkur« menn sækja vasklega ogkoma »bolt- anum« inn um mark »Frammanna« þá voru tæpar 10 mínútur Iiðnar af leiknum, jeg varð allur á glóð- um því jegvarhræddurum »Framm- ara«; að þeir myndu liggja voða- Iega í því tír því «Reyk]avíkur« menn fengu yfirtökin svona fljótt, en alt er gott þá endirinn allra bestur verður. í öðrumhálfleikbyrjuðu»Framn> arar« með sóknina en áorkuðu litlu. F-á vildi það til að einn af »Reykja- víkur« mönnum »snart boltann« með hendinni og fengu »Framm- amr« vítisspark þá er »boltanum stilt fyrir framan markið og »spark- að« á markið en ekki nema einn maður má verja, Friðþjófur Thor- steinsson einn af »Frams« bestu spilurum »sparkaði« en markmað- ur »Reykjavikur« Otto Ólafsson varði, og flaug boltinn inn um markið rjett svo að Otto náði ekki til hans. Klappið og fagnaðarlæt- in voru afskapleg. Þá var mönnum stilt upp að nýu og haldið áfram með leikinn, nú var sótt og varist af kappi frá báðum hliðum. Jón Halldórsson og Benedikt Waage og fleiri Reykjavíkur menn ætluðu nú að koma boltanum inn hjá »Fram« en þá komu »Fram« bakverðirnii og reyndu . ð »stoppa« þá komusi þeir fram hjá tveimur, Tryggvf Magnússyni og Ágúst Ármannssyn en þá kom Arreboe Clausen ti »skjalanna« og kýldi boltann í eini hendingskasti út á miðjan völl þa tók Friðþjófur Thorst. við honur og þvældi honum (boltanum) up að marki »Reykjavíkur« og fyr e varði var hann kominn inn. Lófc klappið ætlaði aldrei að enda. Þef ar leikurinn var búinn stóðu sak þannig að »Fram« vann með mörkum gegn 1. Þeir sem ekki voru viðstadc þennan kappleik hafa sannarle farið á mis við góðan en ódj' skemtun Áhorfandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.