Vísir - 10.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 10.10.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 47 V > Sterk er móður- ástin. Þessi saga stendur í þýsku tíma- riti nýskeð. Aðalsmaður einn er var á veið- um skaut tóu banasári. Hún fjekk þó skriðið inn í grenið. Hann sendi nú veiðitík sína í grenið og innan tíðar dró tíkin út úr gren- inu tóunadauða, enstökksvoinn aft- ur. Það sást á tóunni að yrðlingar mundu vera í greninu, svo veiði- maður bjóst við að tíkin mundi þá og þegar koma með tóuhvolp- ana, en það brást. Hvernig sem kallað var og sigað, kom tíkin ekki út úr greninu. Hjer urðu engin önnur ráð, en að moka niður á grenið. Þá fanst tíkin og lágu á spenum hennar 4 tóuhvolpar en mjólk var í tíkinni, þvi nýbúið var að drepa undan henni. Yrðling- arnir voru eins hændir að henni og hún væri móðir þeirra, og ekki varð þeim náð frá henni, því hún sýndi sig líklega í því að bíta hvern er hefði hönd á þeim. Að lokum varð henni komið í hús með ungviðinogliggja þau þar í ofnkrók. Er hún þeim hin besta móðir. Gristihúsið í skóginum. --- Frh. Þá opnuðust dyrnar og frú Belosoff kom inn og leiddi Sonju. »Þarna er hún« hrópaði Semen oghvesti augun. »Við skulum ekki dvelja hjer lengur en þörf gerist. Við Ieggjum af stað úr borginni nú fyrir kvöldið og verð- um komin heim efir tvo daga. Svo skal þess nú ekki verða langt að bíða, að presturinn leggi bless- un sína yfir okkur. Þangað til það skeður, mun jeg reyna að látaþjer ekki leiðast í gistihúsinu«. Hann rak upp hrotta hlátur í endir þessarar ræðu. Ekki skeytti hann því neitt, að Sonja skelfdist af augnaráði hans. Alt í einu gekk Sonja fram og fjell á knje frammi fyri föður sín- um. »Leyfðu mjerað vera hjer faðír minn, jeg bið þig þess í nafni móður minnar sálugu* sárbændi hún. »Jeg get ekkigiftst Semen — þú segiraðástæðurþínar hafi batnað, og að þú ætlirað byggja gistihúsið upp, og tilreiða okkur þægilegt heimili. — En jeg krefst einskis hlutar, ekki minstu hjálpar ef jeg að eins fæ leyfi til að vera kyr hjer í st. Pjetursborg. Jeg skal vinna hvað sem fyrir kemur, til þess að hafa ofan af fyrir mjer á heiðarlegan hátt. — Leyfðu mjer að vera hjer og neyddu mig ekki til að fara heim.« Gamli maðurinn muldraði eitt- hvað sem ekki var skiljanlegt. Hann stundi og leit í kringum sig með örvæntingu. Belosoff tók eftir því, að hann hvað eftir annað gaut augum sínum til Sem- ens. Semen þreif um handlegg Sonju og rykti henni harkalega upp af gólfinu. »Hættu þessu voli Sonja«, sagði hann birstur. »Hvað hefur þú að gerahjer í húsi ókunnugs manns? Þú tilheyrir föður þín- um og mjer. Þegar við komum heim, skal jeg sannarlega venja þig af þessum kenjum.* Belosoff, sem orðinn var ná- fölur af reiði, gekk nú til þeirra og ætlaði að hrinda Semen til hliðar. En Semen reiddi upp höndina og augnaráð hans var svo dýrs- lega æðislegt og heiptþrungið, að móðir Belosoff rak upp hátt hljóð af ótta og hljóp í milli þeirra. Sonja Litninoff horfði yfirkom- in af sorg á þessa óhugðnæmu sjón. »Jeg skal fara með ykkur«, sagði hún ákveðin en með grát- staf í kverkunum. Hún gekk hægt fram að dyr- unum og faðir hennar flýtti sjer á eftir henni. Honum leið auð- sjáanlega illa í þessu húsi. Frh. Karlmenn athugi að vjer sendum hverjum sem hafa vill 374 meter af 135 ctm. breiðu fataefni svörtu, dökkbláu eða grásprengdu, nýtýskuvefnað úr fínni ull í fögur og haldgóð föt fyrir aðeins kr. 14,50. Þetta er sent burðargjaldsfrítt mót eft- irkröfu og er tekið aftur, ef ekki líkar. f htjbo pöllers Klcedevarefabrik, Köbenhavn. Magnús Sigúrðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.