Vísir - 12.10.1911, Side 1

Vísir - 12.10.1911, Side 1
14 Kemurvenjulegaút kl.2 síðdegis sunnud. þriðjud., miðvd., fimtud. og föstud. Fimiud. 12. okióber 1911. Sól í hádegisstað kl. 12 14“ Háflóð kl. 7,56‘ árd. og 8,23‘ síðd. Háfjara kl.2,8‘ árd. Afmæíi f dag. Frú Henriette Brynjólfsson Engilbert Gíslason málari Guðtn. Böðvarsson kaupin. Þórarinn Jónsson verslm. Póstar á morgun: fngólfur til Borgarness Flóra kemur norðan um land frá Noregi Ceres fer til útlanda Kong Helge fer norður um land til Hamborgar Smellnar auglýsingar. Fólk hefur oft gagn af að lesa auglýsingar, en það liefur líka stund- um ganian af því. Smellnasta auglýsingin, sem sett verður í Vísi til nýárs, verður verð- launuð með heilli auglýsingasíðu í nýársblaðinu. Dómnefnd skipa: Ásgeir Sigurðsson ræðismaður, Guðmundur Finnbogason doktor, Þorsteinn Erlingsson skáld og til vara Halldór Jónasson kandidat. Hjólreiðakonursgur Maniíoba,. íslenskur unglingspiltur 18 ára. Laugarda in 9 f. m. fóru kapp- hjólreiðarfram ísýningargarði Winni- peg, höfuðborgar Manitobafylkis og voru þar reyndar hjólreiðar um 2 rnílur (enskar). Því næst um 5 míl- ur og loks um 10 mílur. Fremstur allra í öllum þ.ssum hjólreiðum varð 18 ára unglingspiltur islenskur Óskar J. Gottjred aö nafni og hlaut fyrir »Ch mpionship af Manitoba«, auk þess fjekk hann fyrir 10 mílna reiðína (30'15“) silfurbikar og heið- 25 blöðinfrá24. sept.kosta: Áskrifst. 50a. Send út um landöO au.—Einst.blöð 3 a. urspening úr gulli, fyrir 5 mílna ferð- ina(14’42”) annan silfurbikar og fyrir 2 mílurnar (4’31“) 4 eggjabikara úr silfri,4 silfurskeiðar ogsilfurbakka. Hann var eini íslendingurinn, sem kepli þarna við frægustu hjólreiða menn Manitoba. Leifuc heppni heitir íþrótta- fjela íslendinga í Winnipeg, það sem Vísir hefur áður getið um. Ungfrú Fjóla Stefáns- dóttir frá Húsavík hefur nýskeð tekið kennarapróf með 1. einkunn í »Ankerhús* hússtjórnarskóla, í Sórey. Kóleran fer númjögum Spán og er dauðratalan afar há. Einnig gengur hún um Tyrkland, sjerstak- lega Makedoníu og í Konstantino- pel er hún þar og mjög skæð. Er jafnvel talað um að brenna upp eitt úthverfi borgarinnar, þar sem húr. hefur sjerstaklega lagst að. Öldrykkjumenn gera verkfall(l) í Prag og bæum þar í grend hafa ölneytendur tekið sig saman um að bragða ekki öl, þar sem það hefur hækkað í verði, fyr en það lækka. aftur. Ölgerðamennirnir hafa því lítið að gerasemstendurog líður því livor- umtveggja illa meðan ekki kemst á amkomulag aftur, en ekki zr gott að vita hvorir geta haldið leng- ur út. Smælki Ameríkumaðurinn Bobby Leagh freistaði þess tvisvar í sumar, að fara niður Niagarafossana, í járntunnu, sem var klædd þófum að innan. í fyrra sinn, er hann reyndi þettað, lenti tunnan í hringyðu milli fossa og komst Bobby ekki úr yðunni fyr Afgr. ísuðurendaáHotel Island l-3og5-7 Öskað að fá augl. seni tímanlegast. en eftir niarga klukkutíma og var þá nær dauða en lífi. Nokkru seinna lagði hann aftur upp, í sama ferðalag í jarntunnunni. Tunnuni var kastað í ána fyrir ofan efsta fossinn, og að liðnum ll/t ksukkutíma náðist í tunnuna með Bobby, fyrir neðan alla fossa. Hann hafði þá lokið því er hann ætlaði sjer; til hins mun hann ekki hafa ætiast að hann kom úr ferðinni — fótbrotinn á báðum fótum. Margir hafa áður reynt að fara niður Niagarafossana, en farist. Hæsti rjettur Þjóðverja hefur ný- lega kveðið upp dóm, sem mörgu i mun þykja frjettir. Maður einn í Breslau er var í óbotnandi skuldum hafði fengið stöðu, og fjekk 450 Mörk (c. 405 krpnur) á rnánuði Hann gerði samning við vinnuveit- anda sinn, að hann borgaði sjer að- eins 150 mörk, en hitt mánaðarkaups- ins konu sinni. Þetta vildu þeir er skuldir áttu hjá manninum, ekki látasjer lynda. og stefidu máli sínu til dóms. Fyrir undir ogyfirrjetti var málið dæmt þann veg, að samningurinn skyldi ógildur. En hæstirjettur dæmdi, að samm ingurinn skyldi standa, þar eð liann væri gerður til framfærslu skyldu- liðshans, en framfærsluskyldan gengi fyrir öðrum skyldum. Bæarjtórnin í Lyon á Frakklandi hefur farið pcss á leit við stjórnina að hún megi leggja sjerstakt auka- útsvar á unga ógifta . enn, sem mikið er af í borginni, ogekkivilja giftast. Útsvarið er áætlað 225 kr. á hvern sökudólg. Piparmeyum í borginni þykir þetta hin mesta rjettarbót. ingið í Connecticut í Banda- ríkjunum hefur aukið þingskopin á þann háttj að leyfa þingmönnum að sitja þingið treyulausir vegna hit- anna, sem þar hafa gengið. Nú ei eftir að vtta, hvort þeitn gengui betur löggjöfin — á vestinu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.