Vísir - 20.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 79 I Sláturhúsinu. fæst í dag og á morgun . kjöt af sanðum úr Skaftártimgu. ptabbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbf Nokkrir nemendur geta enn fengið aðgang að kvöldskólanum í Bergstaða- stræti 3. Un .ir menn og konur! Munið að æfin er stutt, en mentin löng. Hvergi fáið þið jafn-ódýra, hagkvæma og nota- drjúga mentun. Sjáið umsögn »Suðurlands« 14. tbl. þ á. Þar standa þessi orð meðal annars: »Samskonar skólar hafa í öðrum löndum komið þjóðunum að mestum og bestum notum, enda hafa allir gjört sjer að skyldu að hlynna að þeim; þarna eru menn ekki rígbundnir við 12—14 náms- gr. í 8—9 mán. af árinu«. Námsgr., sem renn geta valið um, eru þessar: ísl., Danska, Enska, Þýska, Reikningur, Sagnfr., Náttúrufr., Landafr., Handavinna, Teikning, Líkamsæfingar og Bók- færsla. Kenslutfmi minst 3—4 stundir dagi. Væntanlegir þátttakendur þessa skóla eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst við undirritað- an forstöðumann skólans Bergstaðastr. 3. Ásgrím Magnússon, Talsími 208. unum. En framburður Abbateinag- gio, svikarans sem verjendurnir kalla hann, stendur óhrakinn, — en tvísýnt er, hvort dómararnir geta dómfelt eftir honnm. En hver sem endirinn kann að verða á málum þessum, munu all- ir mannvinir óska af alhuga ít- ölsku stjórninni sigurs í, að upp- ræta fjelag þetta, sem um svo mörg ár hefir verið sönn plága þar í landi. Og takist stjórninni það, mun »Svarlahöndin« bráðlega fara sömu leiðina, því þá höfuðiö er farið, verða limirnir máttlitlir. Þeim degi mun fagnað viðsvegar, þegar dauðadómur er kveðinn upp yfir »Camorra«. {fieii skringla.) Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Gristihúsið í skóginum. --- Frh. IV. Gistihús Akims gamla Litni- noffs var í þykkum skógi í ömur- Iegu og eyðilegu hjeraði. Umferðin, sem raunar aldrei hafði verið mikil, var nú lögst því nær alveg þar fráog til ann- ara staða, þar sem járnbrautar- lagningin ekki kom þessum stöð- um að neinu haldi. Pjóðvegurinn, sem lá fram hjá gistihúsinu og ferðamenn áður höfðu farið um, var nú oft mann- laus vikunum sarnan. Skógurinn, sem var umhverfis gistihúsið.var margramílna langur og algerlega óyrktur, og þar var enginn skógvörður til að gæta laga og rjettar. Sjerstaklega að vetrinum til, þegar hríðarnar geysuðu um hjer- aðið, gat ekki óvistlegri verustað. Vegirnir láu því undir álnar- þykkum snjó, og gistihúsið var útilokað frá öllum samgöngum við umheiminn. Litninoff gamli hjelt sigaðmestu inni í húsinu, en Semen fjelagi hans var þar á móti á faraldsfæti úti um skóginn með byssu sína að skygnast eftir veiðidýrum. Sonja var nú búin að vera í þrjá daga heima hjá föður sín- um. Förin þangað olli henni voða þjáningar. Hennar var nefnilega gætt svo stranglega og ómannúðlega, að hún var yfirkomin af þunglyndi. Hún sá enga aðra leið til frels- is, og hafði enga aðra von en þá, að dauðinn mundi bráðlega losa hana. Á hinni löngu erviðu ferð gat hún ekki varist að íhuga áýmsa vegu hver vera mundi upp- runi velmegunar föður síns. Sagan um arfinn þótti henni ekki trúleg,og voðagrunur kvikn- aði í huga hennar. Semen hafði máske með for- tölum sínum teygt föður hennar til að fremja einhern glæp, sem í einni svipan hafði gjört þá báða efnaðamenn. Hún gætti þess samt, að þeir yrði ekki varir við þennan grun sinn. Par á móti veitti hún nákvæma eftirtekt hverju einasta atviki, sem á nokkurn hátt átti skilið við grun hennar. Loks þegar ferðinni var lokið og heim var komið til gistihúss- ins, var ökumaðurinn að vörmu I spori sendur til baka. Faðir hennar hafði komið með tvær kistur stórar fullar af mat- vælum frá St. Pjetursborg, svo að engin hætta var á bjargarskorti fyrst um sinn. Semen þurfti þess vegna ekki að fara á veiðar, og var hann því seint og snemma í drykkjustofunni. Henni varð ekki svefnsamt á nóttunni, því hríðin lamdi svo harkalega á húsþakinu, og svo ömurlega þaut í greinum trjánna í óveðrinu. Frh. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.