Vísir - 24.10.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 24.10.1911, Blaðsíða 1
153 22 Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- þriðjud, miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 24. sept. kosta: Á skrifst. 50 a. Send út um landóO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr. í suðurenda á Hotel Island 1-3 og5-7 Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Þriðjud.24.október 1911, SóM hádegisstað kl. 12 12' Háflóð kl. 6,19' árd. og ö,36' síðd. Háfjara kl. 12,31' síðd. Afmæli f dag. Magnús Stephensen frá Viðey. Póstar á morgun: Botnia fer til Vesturlands. Ingólfur kemur frá Borgarnesi. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Alftanespóstur kemur og fer. Ný halastjarna. Alþýðlegt og smá-vísindalegt. í gærmorgun er jeg var á morg- ungöngu minni, hitti einn vaktar- anna mig og var svo hugulsamur að benda mjer á að halastjörnu eina mikla hefði verið að sjá yfir Esjunni morguninn áður. En nú var ekki heiðskýrt. Mjer þótti mjög vænt um þessa frjett og blessaði vaktarann fyrir. | Jeg vissi að menn gátu orðiðfræg- ir einmitt fyrir halastjörnu rannsókn- ir. Jeg hljóp heim í sprettinum til þess að fletta upp í stjörnufræðis- bókum mínum, en er jeg leit á skápinn, mundi jeg að þær voru löngu seldar. Jeg varð þá að bíða til hádegis til þess að ná einhverjum fróðleik á landsbókasafninu. En jeg kom heldur seint á safn- ið. Vaktarinn hafði sagt fleirum frá halastjörnunni og það fyrsta sem jeg sá, er jeg kom inn úr dyrunum, var háskólarektor Ólsen, með stjömurit safnsins fyrir fram- an sig. Nú var öll frægðarvon farin og jeg labbaði álútur heim. Almanak átti jeg þó og fór aö leita í því, en það átti ekki von á neinni hala- stjörnu og jeg fór til minna verka í þungu skapi. Hafði eytt hálfum deginum í frægðarþanka. í nótt kl. 3 hrökk jeg upp af fasta svefni við að Dómkirkjuklukk- an slær. Kl. 3 sagði vaktarinn að stjarnan myndi koma upp. Jegleit Nýkomið í „Liverpool" Hvítkái, Fnli Rauðkál, ^-P11? Sellery, Ppriir Pourier, ¦ CI UI , TSSSSSLr. Vínber, LaKuak;&f,ur, Melónur. Alt selt með afar lágu verði. Komið ogverslið í smi 43 „Liverpool." út um gluggann og sá alstirndan himininn. Forsjónin ætlar þá að bendla m jer eitthvað við halastjörnuna. Jeg fór í eitthvað af fötum, það allra minsta sem komist varð af með og þaut niður á steinbryggju. Dauf norðurljós voru yfir Esjunni. Stjörnuhröp blikuðu í austri en engin halastjarna sást. Veðrið var hið fegursta, hægur andvari úr austri og 2° frost á Guðjón. Höfnin var yndideg yfirlitum, en jeg fór að skjálfa og skundaði heim. Vinnu- konan, sem hafði vaknað jafnsnemma mjer, varð að gera svo vel að hita ofan í mig súkkulaði og svo fór hrollurinn úr mjer. Kl. 4 lagði jeg út aftur, en þá fór jeg upp á Árnarhól. Hjer í höfuðstaðnum hefur það verið siður að stjörnuskoðarar hefðu flokk manna með sjer, 'en jeg fór einn. — Peary fór einn (hvítra manna) á skautið. Af Lækjargötunni sá jeg halann blika á Iofti. »Hevreka«, hrópaði jeg í ofboðinu og hef eflaust vak-' ið einhverja. Þegar jeg hafði komið mjer fyrir á þeim stað sem Ingólfslíkneskið átti að standa, fór jeg að virða fyrir mjer hina tígulegu sjón. Þetta er önnur halastjarnan, sem jeg hef sjeð á himninum, og hún verður víst aldrei kend við mig fremuren þær sem reika mitt á meðal vor. Hún virtist vera komin upp fyrir hálftíma. Halinn lá nær beint upp af henn: en hallaði lítið til hægri. Þegar vaktarinn sástjörnuna kallaði hann lítið eitt til vinstri. Stjarnan hefur skærleik sem 2. floksstjarna og halinn sást nær 20° upp frá henni, beinn en breikkar lítið eitt upp. Venus »karlinn« skein mjög fögur í austri og var halastjarnan 16° norð- ar og Va0 neðar. Mælingarnar eru ekki hinar allra fullkomnustu, þar sem nútíðarverkfæri vantaði. Jegfann ekkert á mjer sem jeg gat mælt með annað en eldspítnastokk. Stjarnan er þáaustast íjómfrúnni þegar sólin er að fara vestur úr henni. Jeg reif blað úr vasabók minni og punktaði niður á það allar helstu stjörnur er voru í nágrenni við mína kæru halastjörnu og hjelt heim, því nú var jeg aftur farinn að skjálfa. Þetta gat jeg þó átt til minningar um vökunóttina sælu. En er heim kom og jeg leit á blaðið í ljósinu sá jeg að það hafði verið alskrifað áður og fult af punktum og komm- um (eða stjörnum og halastjörnum.) Sigurjón. Bytt íilandsferðaskip. »A/S den norske íslandsrute« er nýbúið að kaúpa nýtt skip sem á að ganga hingað í stað Courier. Það var keypt í Hamborg og heitir »Póul Podens«, en verður eflaust skýrt upp. Það byrjar ferðirnar hingað með vorinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.