Vísir - 25.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 25.10.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 91 Hannyrða-kensla I/ e\w$ aS uwö&wjönux, áte\fot\aw\Y aUs ^owav Guðrúnu Jónsdóttur, Þingholtsstræii nr. 33 (liús Þorst. Erlingssonar). þessi meira traust á mjer en hann hafði áður haft. Skuld mín við hann var þá 300 Sterlingspund og hún komst upp í 3000 pund áður en hann fjekk hana borgaða. Tveim- ur öðrum verslunarhúsum skuldaði jeg líka upphæð. Mig vantaði altaf rekstursfje og sá jeg að hjer var eina ráðið að gera verslun mína að hlutafjelagi. Jeg fór til þessara þriggja, sem jeg skuldaði mest og skýrði þeim frá fyrirætlan minni. »Þarna er ný hugmynd Tom« sögðu þeir, »þú getur það sjálfsagt.« Jeg spurði þá að hvort þeir vildu taka hluti. Allir þrír sögðu »já.« Þeim virðist vera það ánægja. Jeg var hreint ekki hissa á því. Ef mjer gengi þetta vel, þá fengju þeir peninga sína borgaða. Jeg spurði þá að hvort jeg mætti vísa til þeirra meðmæla. Því játtu þeir. Jeg þurfti ekki meira við. Mjer urðu engin vandræði úr að selja hlutabrjefin. Hlutafjárupp- hæðin var 16,000 Sterlingspund. Innan 3 ára hafði jeg keypt öll hlutabrjefin fyrir áritunarverð. Þau 3 ár borgaði jeg ekki út neinn ágóða á brjefin, — en þremur fyrnefndum lánardrotnum mínum, borgaði jeg af sjálfsdáðum 5% af hlutahöfuð- stöl þeirra, fyrir hvort eitt hinna 3 ára. Svo kendi móðir mín mjer að hugsa. Frh. G-istiMsið í skóginuin. ---- Frh. Hún starði um stund fram fyrir s'g °g gekk svo rakleitt inn. Hún lýsti í alla króka og kima en henni til stórrar undrunar var hólfið gjörsamlega tómt. I hólfinu og ganginum fyrir íraman var mo'dargóf. Ekkert verkfæri og ekkert gamalt rusl var hjer sýnilegt. Sonja gekk nú út úr hólfinu aftur, hálfdeyfð eftirgeðshræringu þá, er hún hafði verið í. »Hvað gat nú þetta þýtt ?« Hún lokaði hólfinu og fór upp í herbergi sitt. Enginn hafði orðið var við hana þegar hún fór nje þegar hún kom aftur. En morguninn eftir gat hún komið lyklakippunni á sinn samastað, án þess eftir því væri tekið. Næstu nótt lenti enn í rifrildi með Semen og föður hennar. Hávaðinn var svo mikill að auðheyrt var að þeir voru afar- reiðir. Sonja var háttuð en klæddi sig aftur og gekk ofan. Hún staðnæmdist viðlitlaglugg- an og horfði inn í stofuna. Akim og Semen sátu við bcrð og stóðu á því nokkrar brenni- vínsflöskur hálffullar, en brotin glös lágu allt í kring. »Nú langar mig ekki til að bíða lengur«, kallaði Semen. «Hún skal giftast mjer tafarlaust, annars skal jeg sjá um að þú verðir hengdur, svo sannarlega seni jeg heiti Semen.« Sonja sá að Semen skalf af bræði þegar hann sagði þetta. Gamli maðurinn, sem sat and- spænis honum, hafði sýnilega drukkið í sig kjark. Hann stökk upp úr sæti sínu og hrópaði. »Og þú skalt sjálfur verða mjer samferða í gálgan Semen. Var það kannske ekki einmitt þú, sem lagðir ráðin á nóttina sælu?« Sonja fann hversu hjartað barð- ist i brjósti hennar. »Heimska« öskraði Semen. »Hvers vegna getum við ekki látið okkur koma saman. Þú hefurþó líklega ekki gleymt samn- ingi okkar, að peningunum átti að skifta og Sonja skyldi giftast mjer. Bölvaða dutlungana íhenni skal jeg sannarlega uppræta, jafnvel hversu hugarhaldið sem henni kann að vera um þennan Pjetursborgar-spjátrung.« Hann rak upp hæðnishlátur. »Hún vill nú einu sinni ekki sjá þig, því hún hatar þig og hefir andstygð á þjer« hrópaði gamli maðurinn. »Taktu helming- inn af peningunum og Iáttu svo mig og dóttur mína í friði. Pú verður víst ekki í vandræðum með að ná í aðra stúlku, sem verður þægari.« »Svo, þú heldur það« sagði Semen. »En nú skal jeg sýna þjer ofurlítið annað. Stúlkan skal strax koma hingað ofan til okkar Jeg vil hafa ákveðið svar einmitt í nótt. Fari jeg þá til fjandans ef jeg læt nú lengur draga mig svona á eyrunum.« Hann fleygi frá sjer stólnum og lagði af stað fram gólfið. En gamli maðurinn hjekk í honum og kallaði: »Sonja er háttuð, þú dirfist ekki »Hún skal koma hingað ofan þó jeg verði að draga hana á hárinu«, öskraði Setnen. Frh. & þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast almennt Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.