Vísir - 26.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 26.10.1911, Blaðsíða 3
V 1 S I R 95 Verð á olíu er í dag: 5 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott »Sólskær Standard White«. 5 — 10 — — 17 — — — »Pennsylvansk Standard White«. 5 — 10 — — 19 — — — »Pennsylvansk Water White.« 1 eyri ódýrarl I 40 potta brúsum. Brúsarnir Ejeðir sklftavlnum ókeypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sje vörumerki vort bæði á hliðunum og á tappanum. Ef þið viljið fá góða oliu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. =M þá, er lesa, með valdi. Þærstökkva á menn. Einna mest kunn auglýsingamynd mín er baksvipur, hnakki og herð- ar á manni. Þar undir stendur rit- að: »Þetta cr Tom, komdu ogsjáðu framan í mig«. Frh. G-istihúsið í skóginum. ------ Frh. Hann hrinti gamla manninum frá sjer með afli og reif opna hurðina út í ganginn. En þá hröklaðist hann aftur á bak, því hann kom auga á hið náföla andlit Sonju. »Þú ætlat að neyða mig með valdi til að giftast þjer Semen«, sagði hún í málrómi, sem Semen fanst hann alls ekki kannast við »Miklu heldur kýs jeg að ganga í opinn dauðann, og í þetta sinn mun mjer takast það«. Fyrst í stað var hann eins og magnþrota. En jós svo úr sjer voða formælingum og óð að Sonju. »Þú hefur þá staðið á hleri« stundi hann upp. »Að vísu gjörir það hvorki til nje frá. Við þrjú •-- þú, faðir þinn og jeg fylgjumst nú hvort sem er að í lífi og dauða. Kondu nú undireins inn og sestu við borðið. Vertu nú ekki að gera þig merkilega Sonja! Þrjóska þín kemur þjer að engu haldi. Eða kannske þú viljir heldur, að gamli maðurinn snúi þig úr hálsliðnum nú sam- stundis?* Sonja svaraði ekki einu orði. Hún spyrnti aðeins lítið eitt i móti þegar fanturinn þreif um úlflið hennar og dró hana inn í stofuna. Hann hrinM henni svo inn að borðinu, sem gamli mað- urinn sat við. »Láttu dóttur mínaífriðibölvað- ur níðingurinn þinn« öskraði Akim, og henti flösku að Semen og miðaði í hnfuð hans. Sonja stóð upprjett á gólfinu og hengu handleggirnirmáttlausir niður. Á þeirri stundu hefðu þeir hæglega getað drepið hana án þess að hún hefði gjört nokkra mótspyrnu. Semen vjek sjer snöggt við, og forðaði sjer þannig undan flöskunni. »Þetta skaltufáborgað,« öskraði hann í hásum róm. Hann var að því kominn að svífa á gamla manninn — en þá kom nokkuð óvænt fyrir. Það var barið ákaflega á úti- dyrnar. Þau heyrðu það öll og öllu sló í dauðaþögn. Ekkert heyrðist nema hinar óreglulegu stunur Akims og Semen. »Hvað getur þetta verið?« muldraði Akim loksins, og Ieit út að glugganum, sem var byrgð- ur. Semen hrökk við. Hann sióð í keng og muldraði: »Gestkomaumþettaleyti? Eins og seinast!« Var hann búinn að gleyma að Sonja var viðstödd, eða kærði hann sig nú ekki framar um að dylja hana neins? Stúlkan horfði fram í dyrnar. Gat það verið, að einhverkæmi henni til hjálpar á seinasta augna- bliki? Vonarneisti kviknaði í brjósti hennar, og æðarnar slógu hrað- ara. En á næsta augnabliki dró úr kjarki hennar. »Líttu að minsta kosti eftir, hver þetta er,« hvíslaði Semen. Gamli maðurinn benti með skjálfandi hendi á klukkuvísirinn. — »Klukkan er hálf eitt;<, stundi hann upp. Hann læddist síðan hálfbog- inn að glugganum og dróg gluggatjaldið lítið eitt frá. Úti þaut vindurinn í greinum trjánna. Nú var hurðin aftur knúð sterk- lega. Það var hætt að snjóa og tunglið óð í skýum. í þessari svipan dró frá tungl- inu, svo að bjart varð úti fyrir, og sá gamli maðurinn háan mann þrekvaxinn, bíða úti. Hann sneri sjer nú að glugg- anum, eins og hann finndiá sjer, að vcrið væri að skygnast eftir sjer. Þá rak Akim Litwinoff upp korrhljóð, slepti gluggatjaldinu og hröklaðist aftur á bak inn á gólfið. Hann hjelt dauðahaldi íborðið auðsjáanlega yfirkominn af ótta og muldraði í sífellu: »Dauði maðurinn -- dauði maðurinn.« Semen þaut til hans í einu stökki og þreif í herðar hans, hristi hann ákaft og öskraði: »Ertu orðinn vitlaus?— Hvað á þetta að þýða?« »Þarna — þarna úti stendur hann —«, stamaði gamli mað- urinn. »Jeg þekti hann svo greini- lega í tunglsskininu.* Semen reif nú gluggatjaldið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.