Vísir - 27.10.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 27.10.1911, Blaðsíða 1
156 25 Kctnur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- 25 blöðinfrá24. sept.kosta:Áski'ifst.50a. Aígr. ísuðurendaá Hotel island l-3og5-7 pnðjud, miðvd., fnntud. og fostud. Send út um landóU au.— Einst. blöð 3 a. Óskað að fá augi.sem tímanlegast. Fösiud. 27.október 1911. Sól í liádegisstað kl. 12,11“ Háflóð kl. 8,16‘ árd. og 8,38“ síðd. Háfjara kl. ‘ árd. og kl. 2,28 síðd. Afmæli í dag. Ólaftir Sveinsson gullsmiður. Afmæli á morgun: Frú Anna Maria Johnsen, 60 ára. Kjörseðill Rvfkur 1911 fæst í dag á afgr. Vísis. Það eru sex einkar góðar ljósmyndiraf þeim, sem um þingsetu keppa hjer nú, allar á einu spjaldi. Þetta væri kölluð kabinettsmynd, ef upplímd væri á pappa (og kost- aði 75 au.) en heitir brjefspjald og kostar aðeins 15 au. » Ur bænum, Vetrarkoman á morgun (28), hefst og með henni nýtt tímabil í sögu íslands; og mætti óska þess um leið: »Engin framar bindi þig bönd, nema bláfiötur ægis við klettótta strönd«. B. Hrakning'iir í V'iðeyjarsundi. Fyrir fám kveldum fór vjelar- bátur Viðeyinga hjeðan frá stein- bryggjunni og ætlaði inn í Viðey Farið var að skyggja, kl. var að ganga sex. Logn var en heldur kalt. — Nú leið og beið og ekki kom vjelarbáturinn til Viðeyjar. Var símað á milli og spurnum haldið fyrir um bátinn. Loks voru sendir tveir bátar frá Viðey að leita hans, en urðu einskis vísari. En frá bátnum er það að segja að þegar kom inn fyrir Laugar- nesbilaði vjelin og hættiað ganga. Komst báturinn hvorki franr nje aftur því að þeir voru áralausir og gekk lítið að sigla með einum strigapoka, því að logn var að ka'la. Peir reyndu að laga vjelina en það var óhægt í myrkrinu. Um síðir barst báturinn í n m- unda við skútu eina, sem lá innar- lega á höfninni og fekk hjálp þaðan. Þá var kl. 9. Var báts- mönnum orðið kalt og þrautleiðir á því að morra á bátnum í kveld- kulinu úrræðalausir. Meðal far- þega á bátnum var frú Anna Briem í Viðey. Jrvá Mtótvdum. frá Persíu. Það hefur síðast frjest frá Persíu, að keisaranum landlausa, Muhamed Ali, muni ekki takast að brjótast til valda á ný þrátt fyrir tilstyrk frá Rússlandi. Bróðir hans, sá er upp- reistinni stýrði, beið nýlega mikinn ósigur í orustu, er hann háði við stjórnarliðið. Fjellu af liði hans 500 manna og 200 voru hernum- in. Hann misti þar sjö fallbyssur og mikið af vistum og skotfærum. Liðsmunur var þó mikill; uppreistar menn voru 4000 en hinir 2000. Voru því tveir urn einn. Hversvegna sprakk »Liberté«? Mörgum getunr hefur verið leitt að orsök þess, að frakkneska her- skipið »Liberte« sprakk í loft npp. — Sumir halda, að eldurinn hafi kviknað sjálfkrafa afeldfimum efna- sambönduni. Aðrir halda, að spreng- ingin stafi áf mannavöldum og styðja getu sína vlð það hvort- tveggja, að nrörg spellvirki hafa verið unnin í Frakklandi í sumar og hitt, að kveikt hafði verið í kola- byngjum ýmissa skipa, þótt ekki yrði að tjóni. — Nú eru komnaropinberarskýrslur um manntjómð; fórust 235 menn og særðust 160. Fimm menn fund- ust lífs í brotum skipsins meir en sólarhring eftir sprenginguna. — Svo var sprengingin sterk, aðdauð- ir menn köstuðust langar Ieiðir inn á þilfar annaraskipa Stálflak, sem brotnaði úr »Liberte« kastaðist á bryndrekann »Republique« og skemdi hann svo, að viðgerðin sted- ur í marga mánuði, enda var stál- flakið 37 smálestir eða 74000 pund á þyngd. Búðarstúlka óskast nú þegar. Fæði og húsnæði fylgir. Umsókn sendist á afgreiðslu Vísis fyrir sunnudaginn kemur. — «11 11 imilW Um sarmanir fyrir nálægð talar D. Östlund í SÍLÓAM við Orundarstíg næsta sunnudagskveld kl. 6l/.2. Allir velkomnir. Raddir aimennings. Til Templars. Ritstjóri Templars hefur í síðasta blaði 25. þ. m. gosið úr sjer óskapa- rokum, sem hann auðsjáanlega er mjög h óðugur útaf. Vitaskuld er niaðurinn prentari, en þótt stöku prentarar skrifi vel, þarf þó meira til þess að skrifa vel, en það ein- göngu, að vera prentari, en ekki er sjáanlegt, að ritstjóri þessa blaðkrýlis hafi annað sjer til ágætis. Hann talar um fyrirlestur Guðm. Finn- bogasonar með slíkum spekingssvip, ef svo mætti að orði kveða.að undr- un gegnir, kannske einmitt af því, að hann ber ekki skyn á liann. Að G. F. hafi í fyrirlestri sínum sagt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.