Vísir - 27.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 27.10.1911, Blaðsíða 3
V I S 1 R 99 er það að segja að það var stofn- að eftir lillögum og að livötum fá- tækranefndar bæarins, því að allir sáú og könnuðust við, að bæarfóg- etaembættið var orðið svo umfangs- mikið, að einum manni var ómögu- legt, að anna öllum þeim störfum, sem því fylgdu, svo viðunandi væri, og fjell það burtu, þá er borgar- stjóraembættið var stofnsett. Þetta er þá einnig rangt hjá Templar. Um sölu eða útbýtingu bæarlóð- anna tjáir líklega ekki að þrátta við ritstj. Templars. Hann skilur það ekki, að þótt nú, þegar bærinn telur 11000 íbúa,sje heppilegra, ef til vill, að selja lóðirnar, þá var alt öðru- vísi ástatt fyrir 25 árum, þegar bær- inn var lítill, og hagur bæarins heimtaði. að hægur aðgangur væri lil lóða, því vöxtur og viðgangur hans var þar undir kominn. Án þess hefði ritstjóri Templars líklega aldrei fengið nokkra atvinnu hjer, og satt er það, að það hefði sjálf- sagt bænumog þjóðinnií heild sinni verið meir en skaðlaust. Um hinar tvær greinarnar er hægt að vera stuttorður, því þær eru tómur þvættingur. Sú fullyrðing, að Halldórmuni eigi vera færum aðvinna sjómönnum í hag, af því hann hafi eigi verið sjómaður, sýnir hve sljór heili ritstjórans er. Hafa þeir jón Þorkelsson, Magnús Blöndahl, Lárus H. Bjarnason eðaJón sagnfræðingur verið sjómenn? Eða með hverju hafa þeir sýnt, ;ð þeir hafi sjer- staklega sett sig inn í líf þeirra og ctarfsemi ? Með engu. Hjalti Jóns- son bendir einir itt á Halldór Dan- felsson af því, að liann heíur kynst honum töluvert mikið persónulega, og veit, að það er skynsamur, gæt- inn og samviskusamur maður, sem einmitt í sínu 20 ára starfi sem bæarfógeti hjer hefur kynst og lært að lært að unna hinum ötulu sjó- mönnum vorum og starfi þeirra, og skilur, hve einkar-áríðandi það er landinu í hóild sinni og Reykjavík sjerstaklega, að styðja þessa atvinnu- grein, eins og hann yfir höfuð vill styðja allar atvinnugreinar landsbúa, því að með því bætir hann bæði beinlínis t g óbeinlínis fjárhaglands- ins og landssjóðs, sem sannarlega þarf sinna muna við. Um Oddfellow-fjelagskapinn er sami þvættingur, og er ritstj. þar vorkunn, þar sem hann ekkertþekkir til hans nje getur þekt, og þvi ekk- ert um hann sagt. Ákvæði og skoðanir Ameríkumanna hafa ekkert gildi á íslandi að svo miklu leyti, sem þær ekki koma heimviðokkar skoðanir hjer, og enginn vafi er á, að t. d. Siggeir Torfason kaupm., Ben. S. Þórarinsson, Th. Thorsteinsson, Gunnar Gunnarsson o. s. frv. eru jafnheiðarlegir og liver annar hjer í bæ, og að minsta kosti heiðar- legri en ritstj. Templars, hvað sem svo Ameríkumenn kunna um það að dæma, því þeir hafa mjer vitan- lega aldrei reynt að bakbíta og rægja samborgara sína. Að Halldór einnig nieðal Oddfellowa hefur á- unnið sjer traust og virðingu sýnir það, að hann tvívegis með fárra ára millibili hefur verið kosinn yfir- meistara, þótt milli margra mætra manna væri að velja, og þrátt fyrir það, að hann leyfir sjer að hafa aðra skoðun á bannmálinu en ritstj. Templars, eins og líklega, sem betui fer, í fleiri málum. Jón Jðnsson. GrÍStíllÚSÍð í skógimim. ---- Frh. Semen leit til gamla mansins og skildi sýnilega hvað hann l'ór og sagði í hálfum hljóðum: »Jeg verð viðbúinn hvað sem fyrir kann að koma, mundu það.« »Ljúktu þáupphurðinni* stundi Akim upp, og ljet fallast niður í sæti sitt. »Jeg get ekki meira.« Sonja gjörði eins og faðir henn- ar sagði. Hávaxinn maður kom nú inn í stofuna. Hann var í þykkri loðskinnskápu og í stórum loð- skinnstígvjelum. »Guðsfriði« sagði hann í sterk- um róm. Sonja hrökk við þegar hún heyrði þennan málróm, og hún reyndi ósjálfrátt að sjá framan í gestinn, og það var ekki laust við að skjálfti kæmi á hana á tneðan hún var að læsa dyrunum á eftir honum. Húsbóndinn setti upp flaðurs- legan auðmýktarsvip og gekk á móti gestinum. »Jeg viltist« sagði komumaður. »En það er nú engin furða þó svo fari í þessari eyðimörk, sem öll er á kafi í snjó, og maður getur gengið svo tímunum satnan að maður rekst ekki á nokkurn niann. Jeg þaKKa hamingjunni að jeg fann húsaskjól þegar svona er orðið. Jeg get víst fengið gistingu hjer?« Ef herrann getur gjört sjer það að góðu,« svaraði húsbóndinn, sem enn leit á gestinn með ótta- blöndnum svip. »Að minnsta kosti getumvið boðið yður hreint rúm og herbergi, þó fátæklegt sje.« Sonja stóð enn fram við dyrnar Voðaótti hafði gripið hana. Hún var náföl í andliti og sýndist eiga í harðri baráttu við sjálfa sig. Loks gekk hún fram á gólfið og sagði með ákafa: Ef jeg má fylgja ókunnuga manninum og vísa honum rjetta leið faðir minn þá kemst hann til næsta þorps á hjer um bil einni klukkustund.* Ferðamaðurinn snjeri sjer hægt við, og augu hans og Sonju mættust. Sonja hrökk enn við, og sneri frá þeim innar í stofuna. »Jeg er dauðuppgefinn,* sagði gesturinn í döprum róm. »Ef það er ykkur ekki til mikilla óþæginda, vildi jeg heldur mega vera hjer kyr. »Er þetta ekki gistihús?« »Jú, alveg rjett, herra minn!« svaraði Akim. Komumaður settist nú við borð- ið og hneppti frá sjer loðkápunni. »Eru aðrir gestir hjer en jeg?« spurði komumaður og horfði hvasst á gamla manninn. Sonjafórnú eitthvað að dunda einu stofuhorninu. »Látið þjer mig fá eina flösku af víni, því jeg þarf sannarlega hressingar við,« sagðikomumaður. Akim flýtti sjer að verða við ósk hans. Á meðan hann varað náflöskunni og glasi handa gestinum, var hann altaf að gjóta til lians augunum. »Jeg sje að gestir hafa verið hjer hjá yður,« sagð komumaður. »Borðið er rennvott af víni, og þakið glasabrotum. Og þegar jeg barði að dyrum, þóttist jeg heyra hávaða og rifrildi hjer inni.« »Það hefur verið misheyrn, herra minn,« sagði Akim. » Að vísu talaði jeg heldur hátt til Sonju dóttur minnar, og þegar barið var spratt jeg hálfhræddur upp, því svo sjaldgæft er að menn komi hingað um þetta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.