Vísir - 31.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 31.10.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 7 og þeir tali eins kurteislega við þá, eins og jeg við þá sjálfa. Fariðsvo með versiunarmenn yðar, að þeir virði yður, og vilji ekki úr yðar þjónustu. G-istihúsið í skóginum. ---- Frh. »Myrtur segið þjer?« stamaði Akim, og átti fullt í fangi með að sitja uppi. »Maðurinn gat eins hafa farist af slysi.« »f>að kemur ekki til mála, gamli minn,« sagði komumaðnr stuttur »Fiin mikla fjárhæð, sem Iwan Markowna hafði með sjer, hefur freistað einhverra bófa til að myrða hann.» »Og þjer,« sagði Akim eins og utan við sig »hvers vegna er yður svo sjeriega hugieikið að leita hins horfna manns?« »F>að skal jeg segja yður,« svaraði komumaður. »Hinnmyrti Iwan Markowna varbróðirminn.« Þegar Sonja heyrði þetta fór hún að skjálfa, og faðir hennar starði orðlaus á gestinn. »f>ess vegna hefur það verið« glopraðist út úr honum, en hann áttaði sig og hætti snöggt. »f>jer eruð þá að leita að líki bróðir yðar« sagði hann svo í með- aumkunarróm. »Jeg óska yður | náttúrlega, að yður mætti heppnast það, en yður hefur verið sagt skakkt til, ef hjer haidið að mað- ur þessi hafi viilst einmitt í þetta hjerað, því ef svo væri, hlyti jeg fyrir löngu að hafa heyrt eitthvað um það.« »það getur verið,« sagði gest- urinn. og drakk út úr glasi sinu. »Jeg fer fer nú ætíð minna ferða, og þess vegna er það áform mitt að leita um þetta hjerað þvert og endilangt, hversu óvistlegt sem hjer er. Jeg ætla að byrja í bytið á morgun, eftir að jeg hefi tryggt mjer aðstoð í þorp- nu.« »Jeg óska að yður heppnist þetta vel« sagði Akim lágt. Hend- ur hans skulfu eins og laufbiað og hann var altaf að gjóta aug- unum að dyrunum, sem Semen hafði farið út um. Hann vissi að Semen stóð á hleri fyrir framan dyrnar, reiðu- RENIH. ANDERSSON f^ir«'’NÝUNG~WllM Mikið úrval aí mislitum mansjettskyrtum úr úreinni ull, sem endasí á við 2-3 venjulegar skyrtur. PÉTpÍir Ágæíar fyrir veturinn.~malÍSIl Svartir Hvítir Mislitir Fóðraðir Vetrar Þeirverða seldir með ábyrgð (verðateknir ef þeir rifna nýir.) MOTIÐ EFTIE: HORNSNU Á HOTEL SSLAND. búinn að vaða inn á hverju augna- bliki með hnífinn í hendinni, og ráðast á gestinn —! »Bróðir hans« —hljómaði allt- af fyrir eyrum Akims. Honum var alveg ómögulegt að sitja lengur kyr í sæti sínu. »Við förum venjulega snemma að hátta hjer herra minn!« sagði hann loks, »svo að, ef yður er það ekki á móti skapi, þá skal Sonja lýsa yður upp í herbergi yðar.« Komumaðurtók nú upp pyngju sína, og tók upp úr henni gull- pening, sem hann fjekk Akim til borgunar, og sá hann að margir gullpeningar voru í pyngjunni. »Gull í þessum fátæka kofa« sagði Akim. »Jeg á ekki svo milda peninga að jeg geti gefið yður til baka.« »Hafið þjer það eins og það er« svaraði gesturinn. Sonja tók nú kerti og kveikti á því og gjekk fram gólfið, og gesturinn lmepti að sjer kápunni og fylgdi á eftir henni. Þegar Sonja var komin fram að stofudyrunum, gekk Akim til hennar, leit til hennar með undar- legu augnaráði, tók kertið úr hendi hennar og sagði: »Þú hefur tekið skakkt kerti«. Sonja fann að öðru kerti var stungið í hendi hennar, og án þess að geta gjört sjer grein fyrir hvað þetta átti að þýða, gaf hún gestinum bendingu um að koma á eftir sjer. »Jeg vona að jeg megi gista eins óhultur hjá yður eins og í skauti Abrahams« sagði komu- maður þegar henn fór fram í ganginn. Akim svaraði aðeins með höfuð- hneigingu og varð eftir í stof- unni. Frammi í ganginum litaðist gesturinn vandlega um. »Jeg þori að veðja« sagði hann við sjálfan sig, »að hjer felur sig einhverstaðar piltungi, sem jeg þekki eins vel og gamla mann- inn. Og hvers vegna felur hann sig? Mjer er ekki lítil forvitni á h ernig öllu þessu reiðir af«. Sonja gekk hægt fram ganginn. Allt var þar hljótt og kyrt. Væri einhver þar á laun, hlaut sá hinn sami að vera vandlega falinn. Sonja opnaði litla hurð, og komu þau þá inn í svefnherbergi gestsins. Frh. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.