Vísir - 03.11.1911, Síða 1

Vísir - 03.11.1911, Síða 1
5 Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- þriðjud, miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 29. okt. kosta:Áskrifst.50a. Send út um landóO au.— Einst. blöð 3 a. Afgr. ísuðurendaáHotelfsland l-3og5-7 Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Föstud.3. nóvember 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,11“ Háflóð ki. 2,52“ árd. og kl. 3,12 siðd. Háfjara kl. 9,4 árd. og kl. 9,24 síðd. Afmæli 1 dag. Frú Helga Zoega. Á morgirn: Hafnarfjarðarpóstur kenntr og fcr. Landskjalasafn 12—1 Bókmentasögutyrirlestur í hásk. kl. 5-6 Lögfræðisleiðbeining í háskólanum kl. 7-8. p •X \ • * l heldur D. Östlund í samkoniuhúsinu »SÍLÓAM« við Oruudarstíg á sunnudagskveldum kl. 6V2.______Allir velkomnir. Unglingastúkan »Svanhvíí« No. 55 heldur Skemtifund næsta sunnu- dag 5. nov. kl. 12Y2. Meðlimir fjölmenni. J. E. Jónsson gæslum. í Snæfellsness og Hnappa- dalssýslu er kosinn Haildór Síes nssen læknir með 243 alkv. Halldór Kristjánsson lilaut 144 atkvæði. í Strandasýslu er kosinn: Guðjón Guðlögsson kaup- fjelagsstjóri með 100 atkv. Ari Jónsson hlaut 96 atkv. Vesturskaftafellssýslu er kosinn: Sigurður Eggerz sýslumaður með 131 atkv. Gísli Sveinsson hlaut 57 atkv. Heimastj. Sjálfst. Ulanfl. Alls 1982 1988 1183 5153 Snæfellss. 243 144 — 387 Strandas. 100 96 — 196 V. Skattafs. — 57 131 188 Athv. 2325 2285 1314 5924 Þingm. 10 3 5 18 i Ur bænum, Pjetur Ólafsson frá Patreksfirði er á leið til útlanda til þess að kaupa eitt eða tvö botnvörpuskip, sem hann ætlar að gera út frá Patreks- firði. BræðurnirThorsteinsson, Pjet- ur og Þorsteinn, kaupmcnn, eiga í smíðum tvö botnvörpuskip í Eng- landi. Verða þau bráðum fullgerð og taka til að veiða í vetur. Elías Stefánsson útgerðarmað- ur og fjelagar hans ætla að taka á leigu tvö botnvörpuskip til veiða næstu vetrarvertíð oglíklega lengur. Taugaveikin grípur um sig í bænum. Auk þeirra 13 eða 14, sem veikst hafa í húsi Tlior Jensens eru nú þrír lagstir í húsi H. Haf- steins og fimm í Andersens húsi í Aðalstræti. Þrír taugaveikir sjúld- ingar höfðu verið í sjúkrahúsinu í Landakoti áður en veikin kom upp í fyrrgreindum húsum. Halldór Þorsteinsson skip- stjóri fer í dag áleiðis til Englands á Botníu til þess að taka við nýu botnvörpuskipi, sem »Forseta«-fjel- agið á þar í smíðuni. Það verður fullgert um næstu mánaðamót og á að lieita »Súli fógeti«. Mun láta nærri, að það verði komið hingað á 200-ára afniæli þjóðskörungsins, 11. des. næstkomandi. Skautasvellið er aftur komið á tjörnina. ‘Jvá uUöndum. Lestarrán í Rússlandi. í grend við íborgina Lodz í pólska Rússlandi rjeðist ræningjaflokkur á fólksflutningalest 6. f. m. og rændi af ferðamönnum og úr pósti um 40 þúsund krónum. Þeirrákualla úr lestinni nema vagnstjórann og keyrðu áfram nokkurn veg. Stöns- uðu svo, bundu vagnstjórann og lijeldu leiðar sinnar. Viku síðar náðust þeir suður við Svartahaf. Ragnar Lundborg. Ragnar Lundborg er fæddur 29. apríl 1877. Faðir hans var H. Lundborg, herfylkishöfðing', sá er hafði forystu fyrir járnbrautargerð víða um Svíþjóð. Þá er Ragnar Lundborg hafði lokið námi sínu í lærðaskólanum tók hann að gefa sig við blaðamensku, en lagði jafn- framt stund á nám í háskólanum í Stokkhólmi. Hann var fyrst við »Svenska Dagbladet« í Stokkhólmi en varð síðan ritstjóri blaðs þess, er »UpsaIa« (Uppsalir) nefnist, og var það í samfleytt sjö ár. í árs- byrjun 1911 fluttist hann frá Upp- sölum til Karlskrónu og varð yfir- ritstjóri þess blaðs, er nefnist »Karls- krónatidningen«. Er það elsta blað Svíþjóðar utan höfuðstaðarins, 159 ára, og er eitt af helstu blöðum með- alhófsmanna (moderata) þar í landi. En í hjáverkum sínum nefur Ragnar Lundborg unnið að ritstörf- um um stjórnvísindi. Helstu verk hans eru þau, er hjer segir: 1. Haudbok i Allmán Statskun- skap. Fyrsta útgáfa 1901. Önn- ur útgáfa 1902. Stockholm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.