Vísir - 08.11.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1911, Blaðsíða 3
V I S l R 31 G-istiiiúsið í skóginum. --- Frh. „MÍN AÐFERД (15 mínú'tna vinna á dag í þágu heilsunnar). eftir I. P. MÚLLER. íslenskað hefur Dr. Bj. Bjarnason. Bókin inniheldur nauðsynlegar leiðbeiningar fyrir alla, unga sem gamla, til þess að viðha'.da líkamanum, og gjöra hann hraustan og beíJ- brigðan. 44 myndir til skýringar aðferðinni. Bókin fæst á öllum bókhlöðum bæarins og kostaríkápu kr. 1,75,_ en aðalútsölustaður er Skinnjakkar Skinnvesti Skinnkúfur Skinnhanskar. Best og ódýrast hjá Th. Thorsteinsson & Co. Faðir minn hefur morðá sam- viskunni hugsaði hún með hryll- ingi. »Og nú ætla þeirbáðir að fremja nýan glæp. En svo lengi sem nokkur líftóra erímjer, skal jeg gera alt sem mjer er unt til að hindra það!« Hún hljóp út að glugganum, opnaði hann og horfði út. »Veðrið fer versnandi sagði hún kvíðafull. »En Belosoff verð- ur að komast hjeðan áðuren lýsir af degi. Bara að þeir vildu nú fara að hátta!« Hún slökti Ijósið, og settist við hurðina til að hlusta. Alt í einu heyrði hún aðbrak- aði í gamla stiganum, sem lá upp á loftið, og svo heyrði hún að einhver læddistfram hjá herberg- isdyrum hennar. Hún þrýsti höndunumaðbrjósti sjer, sem -ætlaði að springa af hjartslættinum. Að örstuttri stundu liðinni heyrði hún fótatakið aftur, og heyrði hún að einhver fór gæti- lega ofan stigann. Hún beið nú svo sem fjórð- ung stundar, svo tók hún Ijós- ker, sem var þar inni í sk-^p, opnaði hurðina og gekk hægt ofan stigaiin. Hún staðnæmdist niðri í gang- inum fyrir framan drykkjustofuna, og hlustaði. Stofuhurðin fjell ekki vel, og lagði Ijósrák fram í ganginn. Hún sá á því, að þeir mundu enn ekki vera farnir að hátta. En á meðan þeir voru í drykkju- stofunni, var henni' ekki hægtað laumast upp til Belosoff, því ekki var hægt að ganga svo um gang- hurðina, sem var á þeirri leið, að það ekki auðveldlega gæti vakið eftirtekt þeirra. Sonja gekk nú að lítilli rúðu, sem var á stofuhurðinni og ætlaði að skygnast inn, en í þetta sinn var það ekki hægt, því breitt var fyrir rúðuna að innan. Hún beið því við hurðina og hlustaði. Hún heyrði að Semen blótaði og sló í borðið, og sagði: »En það er nauðsynlegt, segi jeg þjer, eða viltu heldur dingla í gálganuin —?« Hún heyrði föður sinn stynja þungan, og síðan heyrði hún að talað var, en gat ekki greint orð- in. Hún fór nú að velta fyrir sjer hvort hún nú ekki saint sem áður ætti að voga að fara upp til Belosoffs. Þeirvoru svo ákafir að ekki var víst að þeir tæku eftir þó hrikti í ganghurðinni. Þá heyrði hún alt í einu háan skell inni í stofunni. — Það var auðheyrt að stóli var fleygt frá sjer. Sonja læddist nú á tánum innar í ganginn og faldi sig undir stig- anum. Nú var stofuhurðinni hrundið UPP> maður kom frain í gang- inn. Hann fálmaði fyrir sjer og fór svo nærri henni, aðvið sjálft lá að hann snerti hana. »Það er Semen«, sagði hún við sjálfa sig, »hvað mun hann nú hafa í huga?« Nú heyrði liún ekki um stund annað en veðurhljóðið. Alt í einu hrökk hún við. Var ekki barið harkalega að dyrum á svefnherbergi gestsins? Hvernig gat staðið á því um þetta leyti? Köldum svita sló út um hana. Hún var sannfærð um, að bæði faðir hennar og Semen voru til með að frernja iaunmorð, en hún gat ekki skilið í hver veramundi tilgangurinn með þennan hávaða. Var það máske hugsanlegt, að einhver væri kominn, sem ætti brýnt erindi við gestinn. En einmitt þegar þessi vonar- neisti var að kvikna í brjósti Sonju, heyrði húnhljóð, semóefað kom frá gestinum. »Þeir hafa myrthann!« stundi Sonja upp og fjell á knje. Jeg kem of seint — — ofseint!« Hún stóð upp eftir að hafa tekið örþrifa ákvörðun, en þá skaust maður fram hjá henni. Hún sá Semen ryðjast inn í drykkjustofuna, heyrði hann hlæa og segja í sínum hása róm: »Nú er sjeð fyrir honum —!« Þá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.