Vísir - 09.11.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 09.11.1911, Blaðsíða 3
V I S I R 35 Jeg fremur flaug en gekk inn úr dyrunum kl. llVs> 1 sjönda himni °& syngjandi af ánægju: Og lund mín er svo Ijett sem jeg gæti gjörvalt lífið geysað fram i einuni sprett. Geysað fram í e i n u m sprett. Skál! Snjól f ur. G-istihúsið í skóginum. — Frh. Hann reyndi að rísa upp, og tókst það að nokkru leyti. Par á móti átti hann bágt með að liugsa sig nokkuð um, því hann hafði svo ákafan verk í höfðinu. »Hvar er jeg, — hvað hefur komið fyrir mig?« muldraði hann fyrir munni sjer. Hann greip með hendinni um ennið og fann að það var blautt. — Blóðið streymdi úr djúpu sári á enninu niður um andlit hans. Smátt og smátt fór hann að átta sig á því, sem skeð hafði. »Þeir hafa ætlað að drepa mig I fantarnir þeir arna!« sagði hann, »eins og þeir drápu veslings kaupmanninn. Lík hans liggur máske og rotnar hjer hjá mjer?« Hryllingurinn sem greip hann við þessa liugsun, veitti honum afl til að rísa alveg upp. »Ef jeg nú að minnsta kosti hefði marghleypuna mína hjer hjá mjerU sagði hann. Hann mundi eftir því, að hann hafði haldið á marghleypunni, þegar hann ætlaði ganga fram að svefnherbergisdyrunum.Húnhlaut því að hafa fylgt lionum eftir þegar liann fjell. Hann skreið nú á fjórum fót- um um kjallaragólfið og stað- næmdist altaf við og við til að hvíla sig, og svo af því, að hann á hverju augnabliki bjóst við að reka sig á líkið, sem hann áleit að þar mundi vera geymt. Loks fann hann vopn sitt, og gleðitilfinning fór um hann allan. Belosoff tók nú klút úr vasa sínum og batt um sár sitt. Pungur höfgi og magnleisi bar hann svo ofurliði, að hann varð að halla höfði sínu upp að veggnum, til þess að falla ekki aftur í ómegin. »Peir halda sjálfsagt að jeg sje dauður« sagði hann, »og nú eru þeir að bera ráð sín saman um hvað þeir eigi að gjöra af líki mínu. — En ef þeir nú láta líða nokkra daga ]oangað til þeir opna fangelsi mitt! — Það væri ótlalegt! Sú hugsun fyrrir mig vitinu! Nei, — svo grimm verða örlög mín ekki!« sagði hann og þrýsti höndinni sjer að hjarta- stað. Honum heyrðist eins og geng- ið væri um hurð. Hann hlustaði og aftur heyrðist honum það sama, Nú sá hann ljósglætu sem lagði inn um rifu á veggnum. »Nú koma þeir» hugsaði hann. »Nú er um að gera að standa sig!« Hann hjelt um skeftiðá marg- hleypunni með hægri hendi, og horfði fast á vegginn, þar sem ljósglætuna lagði inn. Nú var lykli snúið, og hurðin hrökk upp —. Belosoff hóf upp hendina með marghleypunni — ogsamstundis lagði birtu frá Ijóskeri inn í kjall- arahólfið. Á þrepskildinum stóð Sonja, náföl í andliti og skjálfandi. »Sonja!« kallaði Betcsoff, og marghleypan fjell úr hendi hans, og hann breiddi faðminn móti henni. Sonja rak upp hálf hátt hljóð. »Pjer eruð sæ.ður« sagði hún og greip um handlegg hans. »En þjer verðið að fara hjeðan sam- stundis. Við megum ekki tefja eitt augnablik.« Sonja lyfti nú upp ljóskerinu og horfði upp í loftið. Og það sem henni varð fyrir augum fylti liana skelfingu. Nú varð henni lióst, á hvern hátt menn gátu liorfið í þessu húsi. Belosoff horfði í sömu átt. Gildran yiir höfðum þeirra stóð rnn opin. En að hann skyldi hafa get; ð látið blekkja sig þannig. Sonja þaut nú fram í kjallara- ganginn til að hlusta, en snjeri aftur um hæl. »Semen situr enn þá í stof- unni lijá föður mínurru sagði hún, og þeir eru að líkindum að bollaleggja um endileg afdrifyðar. Pjer verðið að fara hjeðan áður en það er of seint.« »En ef jeg bíð þeirra hjer, og Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. ensku og dönsku fæst hjá cand. Halldóri Jónassyni Kirkjustræti 8B11. Hittist helst kl. 2-3 og 7—8. Jon Hj. Signrðsson settur hjeraðslæknir er til viðtals fyrir sjúklinga 2—3V2 e. m. í Hafnarstræti 16 (uppi). Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalsírœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd Talsími 124.. kref þá reikmgsskapar,® sagði Belosoff, stæltur af fastri ákvörð- un. Pá fjell Sonja á knje fyrir hon- um og fórnaði upp til hans hönd- unum. »Fyrir sakirhinnarheilögu Guðs móður sárbæni jeg yður um að flýa« sagði hún. »Jeg veit að þjer eruð hugdjarfur, en Semen er verri en cargadýr. Og — hjerna í næsta hólfi liggur stór, beitt öxi!« »Er það sama öxin« sagði Belosoff, »sem þeir hafa drepið kaupmanninn með, þegar hann að líkindum hefurlegið hjermeð- vitundarlaus? — Eruð þjernokk- uð vitandi um það morð Sonja?« »Nei, jeg veit ekkert, svo sann- arlega hjálpi mjerguð, en.«----- Hún þagnaði. »Hvað ætluðuð þjer að segja Sonja?« spurði Belosoff. »Leynið þjer mig engu, og jeg skal þá í staðinn gjöra eins ogþjer biðjið mig«. Sonja hrökk hart við og snjeri sjer að dyrunum hlustandi. »Peir koma« hvíslaði hún. »í guðs nafni látum okkur komast sem fyrst hjeðan. Jeg held með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.