Vísir - 12.11.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 12.11.1911, Blaðsíða 3
V I S i R 43 Verð á olíu er í dag: 5 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott »SóIskær Standard White«. 5 — 10 — — 17 — — — »Pennsylvansk Standard White«. 5 — 10 — — 19 — — — »Pennsylvansk Water White.« 1 eyrl ódýrarl í 40 potta brúsum. Brúsarnir Ijeðir skiftavinum ókeypis. Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sje vörumerki vort bæði á hliðunum og á tappanum. Ef þið viljið fá góða oliu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. G-istihúsið í skóginnm. ---- Frh. Belosoff hlaut að gjöra skyldu sína, og ófarirnar voru því ólijá- kvæmilegar. lnnan eins eða tveggja daga hlaut það að ske, og þá var úti um veruna í gistihúsinu, Pegar Sonja kom heim, stóð Semen í dyrunum með byssu í hendi. Bak við hann sá hún föður sinn standa skjálfandi, með ljós- ker í hendinni. Svipur Semens lýsti hamslausri reiði, en út úr svip föður henn- ar skein áköf hræðsla. Hann hjelt með annari hendinni dauða- haldi í dyrastafinn, og hið gráa hár hans og skegg þyrlaðist í vindinum. Sonja staðnæmdist, og birtuna frá ljóskerinu lagði á andlit henn- ar. »Parna er svikakvendið!« öskr- aði Semen í sínum hása róm. Hann stökk í einu hendings kasti til hennar, og þreif í öxl hennar. »Snertu niigekki Semen!« sagði Sonja æðislega og eldur brann úii augum hennar. »Jeg hata þig, því hendur þínar löðra af saklausra blóði!« Fanturinn rak upp hæðnis- hlátur. »Pú hefur látið lögreglu- spæarann sleppa!« öskraði hann óður af reiði. »Pú hefur opnað kjallarahólfið og frelsað friðil þinn — hraklega skækja! — Hvar er hann?« Hann hristi hana hrottalega og skældi sig framan í hana. »Pið finnið hann ekki — hann er þegar kominn langt í burtu!« stundi Sonja upp. Semen krossbölvaði og hóf upp byssuna, eins og að hann ætlaði að miða á Sonju. Pá hljóp gamli maðurinn hljóð- andi á milli þeirra. »Vogaðu það ekxi fanturinn þinn!« hrópaði hann. »Viljirðu endilega svala morðfýsn þinni, þá geturðu drepið mig.« Semen ljet byssuna síga og gnísti tönnum. »Þú hefur rjett fyrir þjer» sagði hann. »Hvað hefi jeg svo sem upp úr því, að drepa þig og stelpuna? En hinn skal ekki sleppa, því ef hann sleppur, er okkur öllum gálginu vís,« Að svo mæltu hljóp hann á stað sem fætur toguðu og hvarf f skóginn. Sonja hafði rjett fyrir sjer þegar hún sagði Beiosoff að Semen væri gagnkunnugur skóginum. Svo margar nætur hafði hann flækst um hann. Semen skimaði í allar áttir eftr slóð Belosoffs. Hann þóttist viss um að Sonja mundi ekki liafa vísað honum aðra leið en veginn tii bóndabæaiins, og fór hann því strax þá leiðina. Hann var ekki kominn langt þegar trjágrein brotnaði yfir höfði honum, og slóst framan í hann, og hruflaði hann talsvert á enninu svo að blóðið rann niður andlit hans. En það æsti aðeins reiði hans ennþá meira. »Þó hirnin og helvíti sameini sig um að tefja fyrir mjer. skal eg samt ná honum!« öskraði hann. Belosoff hljóp svo hart sem hann gat, veginn sem Sonja hafði vísað honum. Hann var í stórum og þung- um snjóstígvjelum og í loðkáp- unni. Húan hafði orðið eftir í svefnherberginu, en hann hafði klút bundinn um höfuðið. Við og við heyrði hann ein- hvern hávaða að baki sjer, sem var öðruvísi en veðurhljóðið. Hann þóttist vita að sjer væri veitt eftirför. Þar sem liann nú var vopn- laus, reið honum á að flýta sjer sem allra mest að komast í eitt- hvert hæli. En hindranirnar, sem fyrir hon- um urðu á veginum voru miklar og margar, og þreyttu hann meir og meir. Allt í einu heyrði hann byssu- skot, og hann heyrði hvininn af kúlunni rjett við eyra sjer. Hann vissi því að sá, sem elti hann, væri búinn að koma augu ! á hann, svo að nú væri um líf eða dauða að tefla. Hann herti sig upp, svo sem kraftar hans Ieyfðu, og komst loks á hæð eina litla og skygnd- ist þaðan um, en ekki varannað að sjá en snjóbreiðuna ognokkra kræklótta runna. Allt í einn reið af byssuskot og kúlan molaðigleriðíljóskeri hans, og var hann nú í svarta myrkri. Hann þóttist vita, að sá sem honum veitti eftirförina, væri nú alveg á hælum sjer. Belosoff herti því enn hlaup- inu en fjell eftir lita stund riður í jarðfall, sem þunt snjólag lá yfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.